Skríð saman

Er smátt og smátt að jafna mig á vonbrigðum og sárindum síðustu dagana. Er þeim ósköpum gædd að taka hlutina of alvarlega og inn á mig. Grátkökkurinn minni í dag en í gær. Hef ekki oft látið það eftir mér að hrína eftir að ég greindist enda koma aldrei annað til greina en að sigrast á þessum fjanda. Í það fór orkan. Trúnaðarbrest tek ég ótrúlega inn á mig, það hálfa væri nóg.

Síðustu mánuðir verið ansi viðburðarríkir í orðsins fyllstu merkingu og fátt af því eitthvað sem færði gleði og hamingju. Auðvitað hafa komið upp gleðistundir eins ov við útskrift Kötu, heimkomu Haffa o.s.frv. en um leið og ég hef risið upp á afturlappirnar, kemur eitthvað upp á sem kýlir mig niður. Virðist ofurviðkvæm fyrir neikvæðni og fordæmingu  annarra. Er alltaf jafn hissa hvað fólk er fljótt að dæma án þess að kynna sér allar forsendur. Þegar kemur að hópum, þarf lítið til þess að koma af stað eins konar múgæsingu sem allir hrífast með, jafnvel án þess að hugleiða ástæður fyrir henni. Þeir sem þyrla upp moldvirðinu eru þeir sem ekki eru að ráða við sitt hlutverk og/eða eru vansælir.

Er ennþá týnd, veit ekki hvert ég vil fara og stefna í mínu nýja lífi. Vil ekki vera of fljótfær og ákveða eitthvað eingöngu til að  gera eitthvað. Þetta verður allt að hafa sinn tíma. Eitt veit ég þó með vissu; ég vil ekki óbreytt ástand, til þess er lífið of stutt. En það fer ekki fram hjá mér að enn eimir af afleiðingum gjörða minna andstæðinga sem lögðu allt í sölurnar til að eyðileggja mig og mitt líf.  Enn eru hömlur og áhrif vegna þeirra gjörninga sem hafa sín áhrif á mína möguleika og val í framtíðinni.

Þrái fátt annað en ákveðna stefnu og takmark til að vinna að. Er auðvitað með dagleg markmið en ég vil fara ákveða langtíma markmið sem fer að verða óhætt að gera ef allt kemur vel út úr tékkinu. Alltaf jafn yndislegt að hitta Sigga Bö, þar er framtíðarleiðtogi á ferð og þvílíkur leiðtogi. Fær mig alltaf til að brosa þegar ég hitti hann, það tekst fáum í seinni tíð. Sumir eru bara svona af náttúrunnar hendi. 

Eina góða frétt fékk í annríki dagsins, meinið hjá bróður mínum staðbundið þannig að ég veit að hann fer í gegnum þetta með glans þó það verði töff.  Hann á líka góða að sem skiptir sköpum.

Náði loks að ljúka verkefnum dagsins að mestu leyti, meira en helmingi lengur að öllu vegna hrusn vinnutölvunnar. Netið var úti hjá mér bróðurpartinn af deginum sem tafði mig enn frekar. Þetta hafðist en mín ansi hreint orðin framlág. Upp kl. 6 og langur dagur á morgun. Nú er það koddinn. Þessi vika hefur flogið áfram í bókstaflegri merkingu, styttist í helgina en ég ætla að vera að heiman og gera eitthvað óvænt og skemmtilegt fyrir sjálfa mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Mikið er leitt að heyra að þú ert ekki hress, vonandi gengur það yfir sem fyrst og þú kemst á rétta braut aftur. Gott að heyra með bróður þinn. Er ekki planið að fara í heimsókn til barnanna fljótlega?  Eigðu góða helgi og endilega að gera eitthvað skemmtilegt.

Gíslína Erlendsdóttir, 4.10.2007 kl. 19:18

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Eins og þú þekkir vel sjálf Gíslína að þá breytist allt við svona veikindi, það verður ekkert eins og það var. Maður breytist ótrúlega. Það tekur svolítinn tíma að "finna sig" aftur og vita hvert skal haldið. Eitt heldur manni þó alltaf gangandi, sama hvað dynur á og það er vonin og lífsviljinn.

Stefni að því að fljúga til Búdapest í kringum 18. okt. og stoppa langa helgi. Þú hefur einmitt farið þangað sá ég á myndunum þínum. Það verður gott að skipta um umhverfi, oft dugar það til.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:26

3 identicon

Jæja mamma mín! Nú styttist í 50 afmælið einungis 4 1/2 tími.. Og veistu hvaða tími er þá??? Þá er þegar lífið er orðið gott skv. ömmu heitinni..

Um fimmtugt mun lífið verða gott... (ekki seinna vænna)

Nú kemur ekkert í veg fyrir það.. Nú er bara gott skap, gott líf! nei... FRÁBÆRT líf.. :D Eina sem vantar er að sjá einhverja þyrlu á sveimi.... ;)

En kveðja að utan og afmæliskveðjur eftir smá.. (hei já 4 1/2 tími hjá mér þannig að ég hringi á slaginu 12 (22 hjá þér)

Þín bestasta dóttir sem elskar múttu sína mestast!

Katrín Björg..

Kata dóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 17:35

4 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Ef ég skil þetta rétt þá átt þú fimmtugsafmæli 6. okt.   svo þá er tímabært að segja......Elsku Guðrún Jóna, hjartanlega til hamingju með afmælið, megir þú eiga góðan og hamingjuríkan afmælisdag..... góð speki hjá gömlu konunni....um fimmtugt mun lífið orðið gott.    Augljóslega yndisleg dóttir sem þú átt.

Gíslína Erlendsdóttir, 5.10.2007 kl. 22:09

5 identicon

Elsku Gunna mín.  Innilegar hamingjuóskir með daginn og megirðu eiga frábæran óvissudag Mundu það bara að þú ÁTT vini og lýk kveðju mína svo með aðalorðum frábærs lagatexta:  YOU'LL NEVER WALK ALONE

Við vitum báðar að mamma var forspá svo ég vil trúa því að þessi orð hennar rætast núna

 Ástarkveðjur til ykkar allra þriggja í fjölskyldunni svo ég tali nú ekki um kveðjur til ferfætlinganna

Sigrún sys (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 14:44

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Æi, takk innilega, allar saman. Ég verð bara pínulítil í mér.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.10.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband