3.10.2007 | 01:21
Hrakfalllabálkur
Ég hef löngum þótt seinheppin. Systurdóttin mín spurði oft þegar hún var lítil; "undir hvaða óheillasnörnu" ert þú fædd Gunna? Móðir mín heitin lofaði mér því að sú stjarna myndi hverfa þegar ég yrði fimmtug. Nú er að láta á það reyna.
Búin að vera í mesta basli í dag, brjálað að gera varðandi ýmsan undirbúning, á tölvutæku formi, Nota bene! Og hvað gerist? Vinnutölvan hrundi í miðjum klíðum! Ekkert "back up" hjá minni, öll vinnuskjöl og mín vinna læst inni í tölvu sem ekki fer í gang og óvist hvort og þá hvenær þau skjöl verða endurheimt. Áiiiiiiiiii, týpískt ég.
Auðvitað sjálfri mér að kenna, átti að vera búin að hugsa út í það að hafa varan á, gerði það samt ekki. Búinn að koma gamla jálkinum mínum í gang, sá hefur sjálfstæðan vilja. Ótrúlegt hvað orð þurrkast út eða bætast við, án þess að ég biðji um það. Vista núna skjalið eftir hverja setningu. Jálkurinn auðvitað barn síns tíma en þó fær um að vista.
Annars mikið búið að ganga á, miklu meira en ég hefði kosið. Alltaf jafnundrandi á því hve mannskepnan er grimm og ég alltaf jafnleitandi yfir svörum; af hverju? Bláeyg frá fæðingu , því viðhaldið í uppeldinu enda göfugt að dæma engan nema á réttum forsendum, sem enginn hefur í raun. Það hefur lítt breyst þrátt fyrir b Hef nú oft verið kölluð "vælukjóinn" í mínum systkinahóp en ákvað að setja skráp á mig fyrir nokkrum árum. Sjaldan látið það eftir mér að "væla" en svo bregðast krosstré sem önnur.
Er eignlega búin á því eftir daginn, ótrúlega mikið búið að ganga á og flest fremur neikvætt og niðurrífandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.