28.9.2007 | 16:08
"Puncteruð"
Ein búin á því eftir vikuna, svaf fram að hádegi og hef nákvæmlega ekkert þrek. Er aðeins að skríða saman og byrjuð að taka mig saman í andlitinu. Næsta skref er að koma mér út í búð og síðan er það göngutrúr með hundana. Mín bíður töluverð vinna í sem ég þarf að ljúka í dag og síðan er það undirbúningur fyrir næstu viku. Verð að fara yfir eigin verkferla, er of lengi með verkefnin mín hverju sinni. Allt of lengi.
Katan heldur að hressast af Salmonellunni, þvílíkt og annað eins að lenda í slíku, ekki síst þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki sjálfgefin. Stelpan allt of lík mömmu sinni, ég hef aldrei sloppið við heiftarlegar sýkingar þegar ég fer út fyrir landssteinana. Verst að hún skuli fá þessi "veikleikagen" frá mér, hefði viljað sjá hana fá eingöngu það sem er gott og nýtilegt. En hún stendur sig eins og hetja.
Er ákveðin í að skreppa til krakkana í miðannarfríinu í október, löng helgi þá og beint flug til Búdapest. Þá fer minni tími í tengiflug og ferðalög. Hlakka mikið til, er eiginlega kolfallin fyrir Debrecen af því sem ég hef séð á myndum og heyrt.
Úff, ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn og koma sér af stað. Hressist trúlega þegar líður á daginn, skv. fyrri reynslu. Nenni ekki að vera svona og tími ekki að eyða tímanum í sófanum. Hef lítið annað getað gert í dag en dagurinn ekki búinn. Nú verður tekið á því
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.