23.9.2007 | 01:32
Laugardagskvöld; enn og aftur
Enn og aftur laugardagskvöld; mér finnst svo ofboðslega stutt síðan það síðast var, þá stödd heima. Margt hefur breyst þá. Brjálað að gera, eiginlega allt of mikið, ég ætla ekki að endurtaka leikinn þó mér finnist rosalega gaman að vinna. Er ekki komin með þrekið sem þarf í 160-170% vinnu, auk þess sem ég er búin að læra það að lífið er ekkert sjálfgefið og það snýst um meira en vinnu; þó hún sé skemmtileg. Sjaldan hefur mér leiðst vinna og oftar en ekki hefur hún stjórnað mér líkt og örðum Íslendingum. Ég viðurkenni að ég þrifst best undir álagi hvort heldur sem það er hjúkrunin eða kennslan.
Ég átti ekki von á því að þessi dagur færi í annað en að sooooooooooofa út í það endalausa. Ég er hins vegar ekkert öðruvísi en meðal "Gunnan"; ég get ekki endalaust legið marflöt. Skrokkurinn segir til um það þannig að ég fór á fætur um hádegið; þá búin að reyna að kúra lengur síðan um kl.10 í morgun. Mér fannst árangurinn góður í þeim efnum en var búin að ætla mér að sofa mun lengur enda nóg af verkefnum og ég í skuld hvað það varðar.
Hef annars verið djúpt hugsi vegna stjórnmálamanns sem ég met mikils. Mér sýnist hann ætla að falla í sömu gryfju og ég og fleiri; þ.e að láta espa sig upp vegna meintrar ósanngirni, sem svo sannarlega getur verið rétt, en af hóp sem er eingöngu tilbúinn til að efla til æsinga en ekki til þess að fylgja sínum manni alla leið. Ég þekki slíkan þrýsting sjálf sem sprettur upp af réttmætum ástæðum en það er ekki sama hvernig maður spilar úr erfiðum málum. Það vill nefnilega svo til að þegar kemur að ögurstudu; stendur maður einn; allir aðrir sem æst hafa upp málin, eru skyndlilega ekki til staðar þegar á reynir. Það er fjandanum erfiðara og sárara. Tilefnið getur verið réttmætt en stuðningurinn hverfull, allir hafa hagsmuni að gæta og þeir fara ekki endilega saman við hagsmuni þess sem hefur kjarkinn til að tjá sig og freista þess að koma "skikkan" á málin.
Ég vona að umræddur stjórnmálamaður hugsi sig vel um áður en hann sker upp herör gagnvart sínu eigin liði. Í fullri hreinskilni er það þannig að maður stendur einn þegar á hólminn er komið; baklandið sem þrýstir og þrýstir, lætur sig hverfa nema þá aðeins ef viðkomandi er þess meiri leiðtogi og með sannfæringarkraft. Það getur hins vegar verið erfitt meðal bænda og og búaliðs. þannig er það einfaldlega hversu einkennilegt sem það hljómar.
Pólitiikin er vond tíik, það þekki ég býsna vel sjálf. Menn mana mann og þrýsta á að rjúka upp til handa og fóta, telji þeir aðrir brjóta af sér. Þeir, hinir sömu, eru sjaldnast tiltækir þegar harðbakkan slær þá stendur maður einn enda allir með hagsmuni sem þarf að gæta að. Maður á að vera sjálfum sér trúr og ef kjósendur standa við bak manns, ber manni að vera þeim trúr en að hleypa fjölmiðlum inn í þeim tilgangi að vekja athygli á meintri ósanngirni, kann aldrei góðri lukku að stríða. Aldrei er hægt að teysta á þeirra umfjöllum enda þeirra hlutverk að selja, fyrst og fremst . Skiptir þá engu máli hvort menn selji Skrattanum eigin sál eða einfaldlega sálu sína og aldrei aftur snúið, þeir eru og verða alltaf einir á íssköldum "toppnum" og bláköldum veruleikanum. Þannig getur pólitíkin verið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Athugasemdir
Það þarf sterk bein til að standa í stjórnmálabaráttu, ekki fyrir venjulegt fólk, því miður því margir fara í þetta af hugsjón en lenda svo á ýmsum ósýnilegum veggjum sem stoppa þá af og gera þá með tímanum samdauna flokksræðinu. Hef aldrei skráð mig í stjórnmálaflokk og finnst ég frjáls til að hafa mínar eigin skoðanir á öllum málum, gæti ekki hugsað mér að þurfa að láta ramma mig inn. Geta kraftar þínir Guðrún og áhugi á þjóðmálum ekki nýst á öðrum vettvangi en í stjórnmálum,t.d. í félagasamtökum eða öðru slíku. Þú virðist vera hugsjónamanneskja sem hefur þörf fyrir að koma góðu til leiðar í þessum heimi og pólitíska leiðin hefur greinilega ekki farið vel með þig. Losaðu þig við hana sem fyrst nýttu kraftana á öðrum vettvangi.
Gíslína Erlendsdóttir, 23.9.2007 kl. 19:06
Heil og sæl,
Það er mikið rétt að pólitíkin hefur ekki reynst mér happadrjúg og kostað fórnir. Hefði aldrei látið mig hafa það að fara út í hana, hefði mig órað fyrir því sem henni fylgdi. En ég hef lært af henni og fengið dýrmæta reynslu.
Gott að heyra að þú ferð þínar eigin leiðir enda kemstu langt á því viðhorfi
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.