Pólitískar ráðningar

Heyrði spjallað um eina vafasama ráðningu í dag. Framkvæmdarstjóri var ráðinn við dvalarheimili aldraðra í Borganesi og las ég um daginn hver hlaut stöðuna. Sá hinn sami er formaður bæjaráðs í sveitarfélaginu og hefur gengt starfi framkvæmdarstjóra kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi, ef ég tók rétt eftir. Forvitnin rak mig til að skoða málið betur en það eina sem ég hafði upp úr krafsinu var það að einhvern tíman var hann sölustjóri í einhverri kjötvinnslunni.  Þessi ráðning kom mér töluvert á óvart þar sem viðkomandi virtist ekki hafa neina reynslu af málefnum aldraðra né rekstri í opinberu umhverfi. Þess ber að geta að umsækjendur voru 12 og taldi Hagvangur þennan tiltekna umsækjanda hæfastan til starfans.  Gott og vel.

Frétti svo meira um þetta mál í dag  og kom m.a. fram að eina menntunin sem umræddur umsækjandi hefur er 15 ára gamalt stúdentspróf frá mínum skóla; FVA. Meðal umsækjenda voru einstaklingar með MBA nám,3 ára háskólanám í viðskiptafræði og meistaranám í Mannauðsstjórnun var hins vegar hafnað. Ekki ætla ég að gera lítið úr stúdentsprófinu og veit að minn skóli er góður skóli en ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri meira virði en meistaranám í viðskiptum og mannauðssjórnun svo ekki sé minnst á reynslu á sviðinu.

Í mínum huga er ráðning sem þessi að gjaldfella háskólanámið svo um munar, svo ekki sé minnst á meistarnám á háskólastigi.   Þetta er ekki fyrsta vafasama ráðningin í stjórnunarsöðu og ekki sú síðasta.  Hef þegar sagt mína skoðun á þeim málum sem hefur ekkert breyst, síður en svo. En hvað segir þetta okkur? Nákvæmlega það sem ég hef haldið fram; klíkuráðningar tíðkast og virðast fremur vera regla hjá sjáfstæðismönnun en undantekning. EKki það að ég sá slíkar ráðningar meðal framsóknarmanna líka en ég hef á tilfinningunni að þær séu algengari hjá þeim fyrrnefndu. Ekki hefur það spillt fyrir hinum nýja framkvæmdarstjóra að vera náinn vinur heilbrgðisráðherra, ef satt er sagt frá í þeim efnum. Í öllu falli er ég ekki undrandi á óánægju margra í sveitarfélaginu, skil ekki hvernig Hagvangur getur rökstutt val sitt og bíð spennt eftir rökstuðningi fyirir ráðningunni sem ég geri ráð fyrir að verði tekinn fyrir hjá Umboðsmanni Alþingis, ef marka má fréttina í dag. 

Ég fullyrði það hiklaust að þegar slíkar ráðingar fara fram í ummönnunar- og heilbrigðisgeiranum eru hagsmunir skjólstæðinga ekki hafðir að leiðarljósi þó að þeir sem njóta þessara pólitísku forréttinda við ráðningar í eftirsótt stjórnunarstörf, séu eflaust hinir bestu menn.  Málið snýst hins vegar ekkert um það.  

Til hvers er fólk að leita sér frekari menntunar í því skyni að verða hæfari stjórnendur og leggja bæði milljónakostnað í námið auk ómælds erfiðis og tíma á meðan á því stendur ef hún skiptir ekki máli þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstörf hjá ríki og sveitarfélögum? Það er nóg að vera með grunnskólapróf til að hneppa hnossið ef maður er í réttum flokk, með rétt sambönd. Hvaða skilaboð eru þetta til háskólanna okkar?

Er siðleysið orðið svo algjört í þjóðfélaginu að það skiptir engu máli hvað er best fyrir viðkomandi stofnun, skjólstæðinga hennar og starfsmenn og þykir sjálfagt að hæfustu einstaklingarnir eru settir út í horn?  Það væri fróðlegt að gera úttekt á fjölda pólitískra kíkuráðninga hjá hinu oinbera. Hver skyldi útkoman verða? Á! þetta er orðið sjúkt og spilltSick

Í mínum huga má líkja ráðningum sem þessum við það þegar hjúkrunarfræðingar ætla að leysa tannlækna af, starfsmaður í ræstingum leysir af bankastjórann eða þegar verslunarstjóri í Hagkaup leysir af sérfræðing á LSH. Fáranalegt. Stjórnun, mannaforráð og samskipti, í þessu tilfelli við aldraða og ólíka hagsmunahópa, krefst sérfræðiþekkingu sem ekki fæst einungis með reynslunni, menn verða að afla sér hennar með formlegum hætti líka. Það er ekki nóg að vera sleipur í pólitíkinni og réttu megin.

Ég hlýt að setja stóra spurningu við trúverðugleika þeirrar ráðningaskrifstofu sem leggur blessun sína yfir slíkar ráðningar. Allt virðist gert til að afla viðskipta og halda sínum kúnnum. Endanlega er það stjórnin í þessu tilviki sem ber ábyrgðina og hún er ærin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband