Rúmlega hálfnuð

Vikan rúmlega hálfnuð, Guð sé lof. Er bókstaflega örmagna eftir síðustu dagana. Held að "Skipasunda"baugarnir séu komnir niður á höku, svei mér þáBlush  En allt er þetta að hafast, bara tveir strembnir dagar eftir. Hef ekki einu sinni horft á fréttir alla vikuna, ekki það að trúlega er ekki af miklu að missa, þingið ekki saman komið ennþá og engar nýjar fundagerðir á vef sveitarfélagsins síðast þegar ég gáði. Hef því ekkert til að fjarviðrast yfir.

Vaknaði á réttum tíma í morgun, náði meira að segja að fletta blöðunum í fyrsta sinn það sem af er vikunni. Upp kl.06 í fyrramálið þannig að  nú er það bólið. Er reyndar ánægð með að ég skuli hafa náð að standa mína pligt undanfarið. Heilsufarið ekki hrunið, einungis þreyta og meiri verkir sem er skiljanalegt. Ég er býsna sátt við sjálfa mig og stöðuna, mér er alla vega ekki að fara aftur. Get ekki farið fram á meira. 

Er farið að þyrsta í fréttir og spjall. Það verður tekið á því um helgina. Framvegis mun ég varast svona óhóflegt álag. Þó vinnan sé mér allt, verð ég að eiga mér eitthvert líf, þó ekki væri nema að fara í mína göngutúra með smádýrin og finna mér tíma til að skipuleggja stutta heimsókn til Debrecen. Svo ég tali ekki um að muna eftir því að fá mér að borða, svona endrum og eins. Hef ekkert skilið í  þessa líka svaka hunugtilfinningu í kringum miðnættið. Átta mig þá á því að síðasti bitinn var kannski að morgni eða í hádeginu,Whistling

Úps, varð á að kíkja á vef Dalabyggðar og rakst á fundargerð byggðaráðs. Hnaut um að menningafulltrúinn er enn aðalmaður þar inni og vék ekki sæti þegar erindi frá henni o.fl. var afgreitt og samþykkt. Ætlar stjórnsýslan aldrei að lagast?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Eitt ráð....stroka út Dalabyggðarvefinn og fá sér frekar eitthvað gott í gogginn.  Eftir miðnætti finnst mér gott að fá mér brauð með osti og heitt kakó, sofna vel eftir svoleiðis góðgæti.

Þú stendur þig eins og hetja Guðrún, mikill jaxl eins og sagt er um strákana.

Gíslína Erlendsdóttir, 20.9.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Segir sú allra harðasta

Það vill svo til að ég er einmitt hrifin af brauði með osti og kakói, fæ mér það ansi oft þegar hungrið sverfir að. Þrælgott einmitt.

Trúlega rétt um vefinn, ekki nógu hollur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.9.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband