17.9.2007 | 23:59
Strembinn tími
Ansi mikið álag þessa dagana. Þar sem megnið af kennslunni hjá mér er í formi fjarkennslu þessa önnina fer gríðalegur tími í tölvuvinnu enda byggir fjarnám mikið á verkefnavinnu nemenda. Því er fjöldi verkefna til yfirferðar gríðalegur í hverri viku. Auk þess þarf að setja upp glærur með fyrirlestrum, kennslubréf, útbúa verkefnin og Guð má vita hvað. Ofboðslega skemmtilegt, það vantar ekki en óhemju vinna. Hef setið upp í 14 klst. í tölvunni á dag þegar mest er að gera. Keyri upp á Skaga 3 daga vikunnar þar sem ég þarf að kenna 1 klst. á dag í dagskólanum en um 3 tímar fara lágmark á dag í það.
Var auðvitað búin á því í dag eftir helgartörnina og steinsofnaði áður en fréttir byrjuðu. Átti því ansi mikið eftir í kvöld sem ég þurfti að vinna upp og var rétt í þessu að ná í skottið á sjálfri mér. Þessi vika verður vægast sagt "hectic" og ekkert annað að gera en að þreyja Þorran, hún líður hjá. Framundan er m.a. staðlota hjá fjarnemum sem stendur yfir allan fimmtudaginn og undirbúningurinn því nokkur . Hlakka reyndar mikið til að hitta nemendur enda frábær hópur.
Hef eiginlega ekki haft tíma til að sýta og hugsa og það er bara fínt. Hef eiginlega haft það mikið að gera síðan ég byrjaði að vinna að ég á mér "ekkert líf" eins og börnin orða það. Ætla svo sannarlega að gefa mér tíma til að heimsækja krakkana út, í síðasta lagi þegar haustannarfrí verður upp úr miðjum okt. Tíminn líður með þvílíkum ógnarhraða að ég hreinlega skil það ekki. Það fer vonandi að hægjast eitthvað um á næstunni. Mér finnst tímbært að fara sinna einhverju áhugamálum svo ég nefni nú ekki eigið nám sem er hafið að nýju eftir gott sumarfrí.
Í öllu falli fækkar áhyggjum eitthvað eftir kaflaskilin en fjandi var þetta erfitt, ég get ekki sagt annað. Á eftir að taka til í ýmsum málum en sé fram á að koma skikkan á flest mín mál þegar tími gefst til.
Það styttist í næsta tékk hjá mér sem verður í byrjun október þannig að tíminn hefur bókstaflega flogið. Sakna krakkann ofboðslega en er svo sátt við þann farveg sem þau hafa valið sér að ég get ekki annað en verið sátt og stolt. Verst hvað nettengingin er slitrótt þarna úti þannig að símareikningarnir verða pottþétt í hærra lagi næst, það verður bara að hafa það.
Ætla rétt að vona að ég vakni ekki með vekjaraklukkuna undir sænginni í fyrramálið líkt og í morgun, var fljót að stinga henni þangað þegar hú hringdi og var næstum búin að sofa yfir mig. Myrkrið hefur augljóslega sitt að segja líka. Það kemur sér vel að tíkurnar fengu mikla hreyfingu um helgina, ég hvorki orkaði það að fara með þær í kvöld né hafði tíma. Æ, þessar elskur, ég verð að vera dugleg með þær á morgun í staðinn og þá verður mér kannski fyrirgefið Hef ótrúlega gaman af göngutúrum okkar, nú er engin Kata til að hreyfa þær og því algjört must að ég standi mig. Hef auk þess feikgott af því og það sem meira er; ég finn mikinn mun á sjálfri mér enda úthaldið aukist umtalsvert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.9.2007 kl. 00:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.