Kaflaskil

Rétt skriðin í bæinn. Margra daga vinnu lokið á sólahring. Er alltaf jafn hissa hvað ég á trausta vini, sem gjörsamlega björguðu mér þessa helgina, enn og aftur. Ég hef aldrei þekkt jafn traust fólk og Sigurbjörgu og Heiðar, Kjartan og Guðrúnu og Hörð.  Þvílík gersemi sem þau eru öll. Ég er orðlaus yfir hjálpsemi þeirra og tryggð.  Hvernig get ég nokkurn tíma þakkað þeim nægilega? Ég hreinlega veit það ekki.

Sigrún og famelia komu einnig að málum, heldur betur og hvernig sem við fórum að þessu, lukum við margra daga vinnu á nokkrum klst.  Hvernig þau fara að þessu veit ég ekki og ekki er allt búið enn hjá þeim.  Gunni búinn að vera á næturvöktum og mætti galvaskur eftir 4 klst. svefn og Sara á fullu með tuskuna þó það sé það versta sem hún getur gert skrokknum á sér.  Einhverjir verða þreyttir á morgun er ég hrædd um og öll þurfum við upp snemma. Ég þarf á fætur um kl.06, tvöfaldur vinnudagur og þannig verður vikan. Ég er strax farin að telja niður dagana að næstu helgi þegar ég má sofa út.  Það má því segja að nóg hafi verið að gera og ég segi hiklaust að þrekvirki hafi verið unnið.  

Ég ók greitt úr Hörðudalnum leit hvorki til vinstri eða hægri og aldrei í baksýnisspegilinn. Þetta voru þung skref, með þeim þyngri og stærstu sem ég hef tekið um ævina. Vissulega knúin af erfiðum aðstæðum sem ekki var við ráðið en engu að síður eigið val.  Sjaldan tekið eins stóra ákvörðun í mínu lífi og verð nú að læra að sætta mig við hana og breyttar aðstæður.  Það mun taka tíma. Í öllu falli er hægt að tala um tímamót og kaflaskil. Ákveðnum kafla í lífi mínu er lokið og hvað tekur síðan við verður að ráðast. Ákvörðunin var mín, þó aðstæður hafi vissulega þrengt valkosti mína verulega. Ég hef hins vegar ekki lagt árar í bát og mun seint gera. 

Enn eitt höggið í stórfjölskyldunni þessa helgina, vágestur hefur bankað upp hjá bróður mínum. Hann er, sem betur fer gæddur óbilandi kjarki og jákvæði og sá maður að hann kallar ekki allt á ömmu sína.  Gefst aldrei upp og orðinn vanur ýmsu. Jákvætt hugarfar og mikil baráttugleði hefur fleytt honum langt. Þekki reyndar fá sem eru jafn jákvæðir og hann sem sér plús hliðar á öllum málum, sama hversu erfið þau eru.  Ég er reyndar mjög bjartsýn fyrir hans hönd og er viss um að allt fari vel. En þetta er högg engu að síður og er hugur minn óneitanlega hjá honum og fjölskyldu hans. Sú fjölskylda er ótrúlega sterk og samheldin. Stórfjölskyldan mun auðvitað öll standa við bakið á þeim á erfiðum tímum.

Þegar slík áföll dynja finnst manni hreppapólitík og átök lítilfjörleg og alls ekki þess virði að eyða orku í slík mál, hvað þá í einstaklinga sem ekki er viðbjargandi.  Það er ekki þess virði að ergja sig á þeim, hvað þá meir. Það vill svo til að lífið býður upp á svo margt jákvætt og öll höfum við val um hvert við viljum stefna g hverja við viljum umgangast. Þetta skilja allir sem hafa lent í stórsjó og áföllum og alltaf snýst valið um það hvernig við viljum eyða okkar x-tíma, sem er óþekkt stærð.

En nú er það sængin og koddinn sem bíða mín og ég sjaldan jafn fegin að ganga til hvílu. Við unnum þrekvirki um helgina og fyrir því finn ég vel en ofboðslega ánægð með frammistöðuna. Það verða a.m.k. 3 vekjaraklukkur stilltar í fyrramálið enda dugar ekkert minna . Rosalega er ég þreytt W00t

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Gott að heyra að allt gekk vel og ég segi bara til hamingju með kaflaskilin í lífinu. Vona að allt gangi vel áfram og nú hef ég trú á að orkan fari að beinast að jákvæðari hlutum í þínu lífi. Þú ert svakalega dugleg og sterk kona og átt skilið allt það besta sem lífið hefur upp á að bjóða.

Gíslína Erlendsdóttir, 17.9.2007 kl. 12:59

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú ert nú meiri gullmolinn, Gíslína, takk fyrir hvatningaorðin, nú sem endranær.  Frábært að heyra að þú ert komin heim, hef virkilega saknað þess að lesa ekkert frá þér. Bíð spennt eftir lestrinum um ferðasöguna.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.9.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband