Hvað er Dalamennska?

Það er alveg augljóst að með því að blogga, berskjaldar maður sig gagnvart umheiminum. Maður liggur vel við höggi og eitthvað hefur blogg mitt farið fyrir brjóstið á einhverjum ef marka má færslu í athugasemdardálki mínum. Ég get eiginlega ekki orða bundist og skil ekki hvað viðkomandi er að fara eða ýja að. Eftirfarandi ritar þjónustufulltrúi viðskiptabanka míns:

"Er þá ekki bara rétt að ætla Guðrún Jóna að sá sem var ráðinn hafi verið betur treyst til að halda á fjármálum viðkomandi stofnunar.

Annars er ekki mín meining að standa í skriflegu skítkasti hvorki við þig né aðra. Mér sýnist þó á öllu að þú gangir fulllangt í þínum fullyrðingum, af því sem ég hef séð.  Þú gerir lítið úr fólki sökum ætternis og telur það ekki standa fyrir neinu vegna þess hverra manna það er. Megnið af því sem ég les hér á þessu bloggi er sjálfsvorkunn og almenn niðurrifsstarfssemi út í allt og alla og því tel ég þetta blogg ekki þess vert að lesa meira af því."

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 16:13

 

 

Svo mörg voru orð kjörins fulltrúa okkar til sveitarstjórnar á síðasta ári.   Ekki veit ég hvað þjónustufulltrúanum frá Sólheimum gengur til eða meinar með þessum orðum sínum en augljóslega er honum mikið niðri fyrir.

 Skítkastið stendur ekki á sér, í öllu falli. Hvað sem rekur hann í stóryrðin er svo annað mál. Ég hlýt að kalla eftir nánari skýringum.

Pólitíkin er vond tík eins og ég hef áður nefnt og augljóslega er algjör viðsnúningur hjá fyrrum framsóknarkonunni, eða hvað? Öðru vísi mér áður brá, get ekki annað sagt.

Það hafa fleiri berskjaldað sig nú en ég með mínu bloggi og skoðunum á samtímanum, og stjórnsýslunni. Trúverðugleiki Whistling

Það má vera að ég sé uppfull af sjálfsvorkunn; ég tel mig reyndar hafa stefnt í á átt að  vinna mig út úr erfiðri stöðu og sársaukafullri reynslu á minn hátt og að sjálfsögðu eru til einstaklingar sem sjá það versta í þeirri viðleitni. Tímar hafa vissulega verið erfiðir ég hef minn hátt á því að vinna mig út úr þeim og sitt sýnist hverjum í þeim efnum, eins og gengur. En er það ekki einu sinni svo að "margur heldur mig sig"?  En það er nú einu sinni svo að ég hef hvorki þurft sjálfsvorkunn né vorkunn annarra, er heldur lítið fyrir slíkt.

 

Ég sé ekki ástæðu til að svara öðru skítkasti af hálfu þjónustufulltrúans sem hlýtur að fara að komast í öruggt sæti sveitarstjórnar, svona miðað við afföll listans og sameinaða krafta. Þetta fer allt að koma hjá þér nafna, og þá breytir þú heiminum enda löngu kominn tími til.  Þinn tími mun koma og þú þarft ekki heimsókna á mína síðu til þess. Vegni þér ævinlega sem best.Wink 

Gagnrýni er góðra gjalda verð og nauðsynleg. Hún þarf hins vegar að vera byggð á rökum til að vera trúverðugleg.  Er þetta raunveruleg eða innflutt Dalamennska? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er alveg rétt hjá þér að í okkar þjóðfélagi vegur oft þyngra klíkuskapur og vinátta en faglegt mat við ráðningar.  Það verður bara meira áberandi í minni sveitarfélögum en hjá ríkinu, þar er návígið líka meira og röklaus gagnrýni sett meira fram af meiri hörku.  Ég hef nú þó nokkra reynslu af sveitarstjórnarmálum og því miður verður að segast eins og er að víða á litlum stöðum falla sveitarstjórnarmenn í þá gryfju að taka aðra hagsmuni fram yfir þá sem þeir voru kjörnir til að verja.  Hvað varðar ráðherra getum við ekki krafist þess að þeir hafi sérmenntun á því sviði sem þeim er falið að stjórna en auðvitað verður starfsfólk í hverju ráðuneyti að vera ráðið á faglegum forsendum.  Ef við gerum þá kröfu til ráðherra eða þingmanna væri lýðræðið í hættu því enginn færi á þing nema háskóla menntað fólk og yrði það ansi einsleitur hópur.  Af því þú nefnir skólastjóra í Bolungarvík og ég er nú Vestfirðingur og þekki þar örlítið til, þá er þetta dugnaðarkona sem tókst í síðustu kosningum að fella íhaldið í bæjarstjórn Bolungarvíkur en þeir höfðu verið þar í meirihluta í nokkra áratugi og raðað sínu fólki í öll helstu embætti og störf hjá bænum og dæmi um að störf hafi hreinlega gengið í arf og þess vegna hefur þessi dugnaðarkona verið að hreinsa til.

Jakob Falur Kristinsson, 13.9.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Katrín

Það sem mér er málið skylt þá er rétt að taka það fram að dugnaðarforkurinn feldi ekki eitt eða neitt í síðustu bæjarstjórnarkosningum ein og sér. .

Markmitt mitt með stuðningi við A listann sem myndar meirihuta með K lista var að koma á eðlilegri stjórnsýslu þar sem allir íbúar eru jafnir fyrir lögum.  Það verður að segjast eins og er að mér þykir lítill munur á stjórnun dugnaðarforsksins og þess sem áður stýrði skútunni.  Einkavina- og fjölskylduvæðing grasserar nú sem áður en nú undir formerkjum K listans og sjái ég enga breytingu þar á lít ég svo á að  A lista fólk verði að endurskoða hug sinn til núverandi meirhlutasamstarfs.l

Katrín, 13.9.2007 kl. 11:02

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég dreg það ekki í efa að skólstjórinn í Bolungarvík sé dugnaðarforkur,þekki það reyndar af eigin raun. Það breytir því ekki að almennt séð er eðlilegt að í starf skjólastjóra þar sem annars staðar veljist fólk með viðeigandi menntun o.s.frv.

Hvað varðar vina- og fjölskyldupólitíkina; þá hefur að sama gerst í Víkinni og í minni heimbyggð. Þeir sem skáru upp herör gegn klíkuráðningum o.þ.h.  náðu umtalsverðu fylgi út á þá stefnu sína. Þegar upp er staðið hafa þeir hinir sömu tileinkað sér þá stjórnhætti sem þeir gagnrýndu mest og ástandið aldrei verið verra. Á þetta er bent.

Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar fjölskyldur vinir og vandamenn eru við stjórnvölinn í öllum stofnunum og fyrirtækjum sveitafélganna.  Útilokað að fagleg sjónarmið ráði för við ráðningu og með öllu ótryggt að hæfasti umsækjandinn sé valinn. Duglega konan hefur etv. verið að hreinsa til en með hvaða ráðum?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband