Helgin á enda

Þá er þessi laaaanga helgi farin að styttast í annan endan. Ekki það að verkefnin hafa verið ærin en minna um framkæmdargetuna þessa helgina. Í stuttu máli náði ég ekki að framkvæma neitt af ætlunarverkum mínum sökum hvimleiðrar iðrakveisu og hita. Legið eins og klessa, hríðskjálfandi undir teppi og sæng megnið af helginni enda hefur hún verið lengi að líða. Það kom sér vel að sjónvarpsdagskráin var með skásta móti þessa dagana. Lét mig meira að segja það að horfa á einhverja heimildarmynd um risaeðlur á laugardagskvöldi og hafði lúmsk gaman af. Þá er reyndar fokið í flest skjól.

Er reyndar kjaftstopp yfir öllu pestafargani sem tröllríður landanum þessa dagana og vikurnar, mér finnst þessi árstími ekki passa fyrir slíka leiðindagesti. En get ekkert gert annað en að láta þá yfir mig ganga. Í öllu falli hefur mér tekist að forðast það að smita aðra af þessari pestarskömm; ekki hitt lifandi hræðu síðan á fimmtudag.

Ég er svo sem kjaftstopp yfir fleiri málum en pestum þessa dagana. Stautaði mig í gegnum 6-8 síður í Mbl. um Grímseyjarferjunna. Ítarleg umfjöllun þar á ferð og engin vafi hver ber ábyrgð á þessu klúðri öllu. Ekki er það skipaverkfræðingurinn. 'Eg get ekki annað en velt því fyrir mér hvaða bakgrunn þeir þingmenn hafa sem við höfum kosið til að stjórna landinu.  Kennir þar ýmissa grasa í menntun og fyrri starfsreynslu. Fráfarandi samgöngumálaráðherra er reyndar byggingatækniverkfræðingur sem gefur honum nokkuð forskot á aðra í þessum málaflokk. Ef litið er á núverandi samgöngumálaráðherra þá er hann menntaður íþróttakennari og hefur m.a. starfað sem verslunarstjóri í raftækjaverslun og síðar verslunareigandi. Báðir þessir ráðherrar hafa reynslu af sveitarstjórnarmálum og sá fyrr verið þingmaður um nokkurt hríð. En hvað varðar sérþekkingu þeirra á málaflokknum; samgöngumálum, fer lítið fyrir henni sem slíkri og þeir því háðir starfsmönnum ráðuneytanna í þeim efnum.

En þegar litið er til starfsmanna ráðuneytanna þá eiga sér yfirleitt stað breytingar á starfsmannahaldi á 4 ára fresti; þ.e þegar nýjir flokkar taka við stjórnartaumunum. Það vita það allir sem vilja, að skipan í embættin er að öllu jöfnu pólitísk og ríkjandi stjórnmálaflokkar keppast við að koma sínum mönnum að í ráðuneytin og önnur mikilvæg störf. Oftar en ekki hefur menntun, þekking og reynsla lítið með þær mannaráðningar að gera. Þær eru pólitískar og tilgangur slíkra mannaráðninga er auðvitað að hafa alla þræði í hendi sér og bakland á réttum stöðum.

Það sama sjáum við á sveitarstjórnarstiginu. Þeir aðilar sem eru við völd hamast við að koma sínu fólki að; vinum, samherjum og vandamönnum í þær stöður sem eitthvað mega sín. Stöður skólastjóra, bæjarstjóra, framkvæmdarstjóra og annarra stórnenda í fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélöganna eru pólitískar.  Dæmi um slíkar ráðningar finnast víða; Í Bolungarvík er skólstjóri grunnskólans menntaður sem tónlistaskólakennari, bæjarstjórinn sem telst til vina skólastjórans er þroskaþjálfari að mennt og aldrei komið nálægt sveitarstjórnarmálum. Fjölskyldu skólastjórans hefur allst staðar verið komið fyrir í hinum ýmsu störfum sveitarfélagsins enda orðin allsráðandi þar á bæ með alla þræði í hendi sér.

Í minni heimabyggð er það sama uppi á teningnum.  Ráðning skólastjórans var af pólitískum toga sem og útibússtjóra bankans, ráðing yfirmanns vegagerðarinnar einnig og löng hefð er fyrir því að sýslumaðurinn sé sjálfstæðismaður sem fellur vel að norminu. Ráðning sveitarstjórans var auðvitað pólitísk. Í aðrar stjórnunarstöður í stofnunum og fyrirtækjum sveitarfélagsins hafa ráðandi sveitarstjórnarmenn handvalið inn einstaklinga til starfans og virðist þá menntun og reynsla viðkomandi á málaflokknum ekki hafa neitt með ráðninguna að gera.  Handvalið byggir þá ýmist á pólitískum tengslum eða tengslum við vini og vandamenn og í einstöku tilfellum eru "þæglilegir" einstaklingar sem láta vel að stjórn ráðnir til starfans, ekki síst þegar fátt er um fína drætti.  Hæfi umsækjenda vegur ekkert í þessum málum.

Nýjasta ráðning í mínu sveitarfélagi er ráðning framkvæmdarstjóra dvalar- og hjúkrunarheimilis fyrir geðfatlaða.  Sá sem varð fyrir valinu er veghefilsstjóri, mætur maður sem flestum líkar vel við. Hann er auk þess af réttum ættum en sá galli er á ráðningunni er að hann hefur haldlitla menntun að baki sér til starfans, kominn með diploma nám í viðskiptafræði að ég held og enga reynslu af rekstri, hvað þá umhverfi geðfatlaðra.  Í mínum augum hafa ráðmenn gengið lengra í þessum málum en nokkur lét sig dreyma um og eru flestir ýmsu vanir í þeim efnum. Gengið var fram hjá umsækjanda með MBA gráðu í viðskiptum, reyndar eina umsækjandanum sem hafði lokið háskólagráðu,  framhaldsnám í stjórnun og rekstri í heilbirgðisþjónustu og áratuga reynslu í heilbrigðsigeiranum og stjórnun. Auk þess að vera heimamaður, gjörþekktir umsækjandinn viðkomandi starfsumhverfi.  Ekki það að þessi ákvörðun kom ekkert á óvart, umræddur umsækjandi fær ekki atvinnu í sveitarfélaginu á meðan ráðandi sveitarstjórnarmenn og óbreyttur kíkuskapur eru við völd. Menn eru hins vegar orðnir mun ósvífnari í ákvörðunum sínum og telja sig geta ráðið öllu, gagnrýnislaust. Fagleg sjónarmið ráða engu, allt snýst um handval og pólitík.  Mér leikur hins vegar forvitni á að vita hver rökstuðningur fyrir ráðningunni verður. Í öllu falli réðu hagsmunir skjólstæðinga viðkomandi stofnunar ekki för, það tekur veghefislstjóra all nokkurn tíma að komast inn í starfsumhverfið og lagaramma starfseminnar og skiptir þá engu máli hversu "góður strákur" hann er.

En þetta er ekkert nýtt fyrir okkur sem búum úti á landsbyggðinni þar sem siðlausar ákvarðanir og brot á stjórnsýslulögum er daglegt brauð. Auðvitað gerist það sama í hinum opinbera geira og þar sem pólitík kemur nærri en menn þurfa að virða lagaramman og siðferði í þeim efnum í ríkara mæli en þekkist í litlu samfélögunum. Stéttarfélög og aðrir hagsmunaðilar koma þar að málum. Í sveitinni leyfist allt í krafti meirihlutans og það sárgrætilega við það er að íbúarnir sem eru hundóánægðir heima við eldhúsborðið, treysta sér ekki til að koma með gagnrýni enda löng hefð fyrir því að útskúfa þá úr samfélaginu sem leyfa sér slíkt, þannig að mönnum hefur lærst að þegja til að halda sínu. Minnihlutinn þegir þunnu hljóði til að "tryggja frið" í samfélaginu, forðast að fá þann stimpil að hann sé með átök. Hann virðist hins vegar blindur á þá staðreynd sem allir vita; það logar allt af óánægju og kurri, ástandið er sýnu verra en nokkurn tíma áður og var slæmt þá.

Hvað varðar samgöngumálaráðherrana þá er svo sem ekki hægt að krefjast þess að þeir séu sérfræðingar á sínum svið en þá kröfu verður að gera til ráðuneytisstjóra og annarra opinberra starfsmanna hinna ýmsu ríkisstofnana. Það ber að hafa að leiðarjósi við mannaráðningar og ráðherrar geta ekki firrt sig ábyrgð sinna starfsmanna. Það er einfaldlega ekki hægt. Að benda á aðkeyptan skipaverkrfræðing sem sökudólg, líkt og núverandi samgöngumálaráðherra er hneyksli út af fyrir sig. Hann hefur glatað öllum trúverðugleika og sannarlega sýnt það opinberlega að hann er ekki starfi sínu vaxinn.

Skyldi það vera tilviljun ein sem ræður því að í báðum þeim sveitarfélögum sem hér hafa verið nefnd, eru það sjálfstæðismenn eða angar þeirra sem halda um stjórnvölinn? Stórt er spurt. Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Reyndar er það K listi sem fer með meirihlutann í meirihlutanum  en K listi er fyrst og fremst skipaður samfylkingarfólki og einstaka framsóknarmanni. A listi þar sem ég skipaði 4.sætið f. kosningar er sem sagt minnihluti í meirihlutanum, með einn mann.  Sjáflstæðismenn eru í minnihluta en maður spyr sig nú stundum hvort ríkistjórnarsamstarfið nái inn í bæjarstjórnina  Eins og í ölllum litlum sveitarfélögum skiptir máli að vera vel tengdur og þægilegur.  Fólk sem segir´sínar skoðanir og það umbúðalaust eru flestir farnir eða á leiðinni burtu.  Svo eru einstakir þvermóðskupúkar sem fara hvergi og tala enn.....

Katrín, 9.9.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir leiðréttinguna, mér fannst K-listinn skipaður af óánægðum sjálfstæðismönnum.  En rétt skal vera rétt

Já, það er þetta með þrjóskupúkana, ættgengur andsk.......????

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.9.2007 kl. 19:07

3 Smámynd: Katrín

Eru samfylkingarmenn eitthvað annað en óánægðir sjálfstæðismenn????

Í den var talað um kratana sem hjáleiguna og sjallana sem höfuðbólið 

Katrín, 9.9.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nákvæmlega og núna komnir í eina sæng

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.9.2007 kl. 23:32

5 identicon

Get ekki orða bundist núna.

Þetta er ekki rétt farið með, þegar rætt er um menntun umsækjenda. Sá sem þú talar um sem veghefilstjóra, hefur nýlokið BS prófi í Viðskiptafræði með stjórnun sem sérsvið. Annar umsækjandi sömu ættar hafði sömu Háskólagráðu á sviði starfsmannastjórnunar. Þriðji er rétt að ljúka Háskólaprófi í Viðskiptafræði. Ekki er rétt farið með að um diplómu sé að ræða, heldur fullgilda viðskiptafræðinga. Það er svolítið atriði að fara rétt með hlutina, ef deila á í alvöru á stjórnsýslu og ef viðkomandi ætlast til að mark sé tekið á orðum sínum.

Farðu því rétt með, Guðrún Jóna.

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 11:03

6 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Þetta er bara næstum eins og á Sturlungaöld

Er ekki alveg sama í hvaða flokkum fólk er, vinapólitík er alltaf sú pólitík sem gildir. Það eina sem hægt er að gera til að sporna við þessu er að passa að sömu rassarnir sitji ekki of lengi í sama stólnum.

Gíslína Erlendsdóttir, 10.9.2007 kl. 11:53

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Við köllum þetta "Dalamennsku" Gíslína og um hana mun bók mín fjalla í hnotskurn

Ég þakka þér Guðrún, veittar upplýsingar um menntun vegheflistjóra, þess ágæta manns og finnst frábært hversu duglegir Dalamenn eru að sækja sér menntun og óska ykkur til hamingju með það.  Ég fagna því ekki síður að fá Dalamenn í heimsókn á síðuna mína.

Ég hef greinilega fengið rangar upplýsingar varðandi umræddan umsækjanda og biðst ég velvirðingar á því. Það kemur sér alltaf vel ef einhver er tilbúin að upplýsa mann. Þið eruð nokkur sem hafið lokið grunnháskólanámi í viðskiptafræðum sem er frábært og kemur sveitarfélaginu örugglega til góða í komandi framtíð.

Nú svona rétt til að upplýsa þig Guðrún, þá er einn umsækjandinn er með, fyrir utan grunnháskóla nám sitt, meistaragráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun,starfsmanna-, mannauðs- og breytingastjórnun o.fl. auk hefðbundins viðskipta- og rekstrarhluta MBA námsins, diplomanám í stórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu og stundar nú meistaranám í Opinberri stjórnsýslu. Auk þessa hefur umsækjandinn áratuga reynslu í stjórnun og rekstri í heilbrigðiskerfinu og stjórnsýslunni og mikla þekkingu á málaflokknum.

Í öllu falli liggur þá fyrir menntun og reynsla 4 umsækjenda, ekki veit ég um menntun þess fimmta en mér kunnugt að sá umsækjandi hefur víðtæka bókhaldsreynslu. Ef að mér skjöplast ekki er aðeins einn umsækjandi með stjórnunareynslu og það í heilbrigðiskerfinu. Þú leiðréttir mig, ef ég fer með rangt mál Guðrún.

Hvað snýr að stjórnsýslunni þá er hún engu að síður gagnrýniverð eins og við öllum vitum. Ekki virðist borin mikil virðing fyrir stjórnsýslulögum né öðrum lögum þegar kemur að störfum sveitarstjórnar og er ég ekki ein um að gagnrýna þau. Það fer ekki framhjá neinum að ástandið er sýni verra en áður í þeim efnum. Það getur aldrei verið annað en jákvætt að íbúar fylgist vel með málum og gagnrýni það sem betur fara.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.9.2007 kl. 20:23

8 identicon

Er þá ekki bara rétt að ætla Guðrún Jóna að sá sem var ráðinn hafi verið betur treyst til að halda á fjármálum viðkomandi stofnunar.

Annars er ekki mín meining að standa í skriflegu skítkasti hvorki við þig né aðra. Mér sýnist þó á öllu að þú gangir fulllangt í þínum fullyrðingum, af því sem ég hef séð.  Þú gerir lítið úr fólki sökum ætternis og telur það ekki standa fyrir neinu vegna þess hverra manna það er. Megnið af því sem ég les hér á þessu bloggi er sjálfsvorkunn og almenn niðurrifsstarfssemi út í allt og alla og því tel ég þetta blogg ekki þess vert að lesa meira af því.

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 16:13

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ja, hér nafna. Hver liggur kylliflöt núna með "skítkastið" upp á bak? Ái................

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband