1.9.2007 | 22:28
Illt í efni
Mér þykir illt í efni þegar menn taka eigur annarra ófjrálsri hendi án þess að blikna eða blána. Ekki síst þegar um er að ræða einstaklinga sem eru nátengdir og skyldir eigandanum sem gerir verknaðinn ljótari í mínum augum en ella. Það verður seint hægt að segja að Guðjón hafi ekki þurft að hafa fyrir sínu, hann þurfti þess alla tíð. Þegar menn sverta minningu látins manns með þessum hætti er fátt þeim til málsbóta. Ekkert, satt best að segja.
Nú liggur sem sé fyrir að tilteknir menn hafa sótt sér heyvinnslutæki, verkfæri og önnur tól í leyfisleysi heim að Seljalandi. Ekki einungis farið inn á landareign okkar í óleyfi heldur og tekið eignir ófjrálsri hendi. Slungnir ábyggilega og telja sig hafa falið slóðina en svo gott er það ekki fyrir þá. En nú skil ég betur en nokkurn tíman fyrr, hvað Guðjón átti við að etja og sem fór illa með hann. Ég mun seint fara niður á plan þessa "slegts" og læðast í skjóli nætur svo ekki sé minnst á kjaftaganginn, meiðyrðin og lygarnar. Eins og ég hef alltaf sagt þá kemur sannleikurinn alltaf í ljós. Þeir einstaklingar sem haga sér með þessum hætti eru siðblindir og algjörlega óverjandi. Ég mun ekki þaga yfir þessum verknaði en hinkra með nafnabirtingar þar til sekt er sönnuð.
Ég get alveg játað það að mér er brugðið yfir þessum atburðum. Það sem mér þykir verst við þennan þjófnað er vanvirðing gagnvart eigum og minnngu látins manns og það af hálfu einstaklinga sem töldu hann til vina sinna og ættingja. Verknaðurinn á hins vegar ekki að koma mér á óvart og lýsir best grunuðum einstaklingum og segir allt sem segja þarf.
út um haf og völlu.
Þarna leiðir sauður sauð
sé ég það á öllu.
Breytingarnar eru og verða óneitanlega miklar því er ekki að neita og sumar auðveldari en aðrar eins og gengur í lífi allra. Ég einblíni á þau tækifæri sem felast í þessum breytingum og fagna því þegar þær verða yfirstaðnar.
Hvað varðar blessuð áföllin sem dynja á manni, að því er virðist út í það endanlega, þá hafa þau vissulega neikvæð áhrif á mig, alla vega svona í fyrstu en það hvarflar ekki að mér að láta þau buga mig. Áföllin eru stærri og meiri hjá mörgum öðrum en mér. Þessum þjófnaði fylgir vissulega fjárhagslegt tjón en ekkert í samanburði við tjón annarra. Mér fannst hrikalegt að frétta af bruna sumarbústaðs Gunna bróðurs sem brann til kaldra kola með tilheyrandi eignartjóni. Einhverjir óprúttnir þar á ferð. Maður spyr sig daglega; hvað er að verða um þetta þjóðfélag? Dóp, ofbeldi, innbrot og þjófnaður, íkveikjur og pólitískar aftökur daglega i fréttum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.