23.8.2007 | 21:38
Baráttukonur
Eins og tölfræðin sýnir eru ótal Íslendingar sem greinast með krabbamein árlega. Þeir eru á mismunandi aldri og sjúkdómurinn misskæður eftir tegund, staðsetningu og dreifingu. Horfurnar eru því misgóðar/daprar skv. tölfræðinni. En hún segir ekki allt.
Sumir hafa leyft öðrum að fylgjast með gangi mála á blogginu og kemur það sér oft vel, ekki síst ættingjum og vinum. Sá sem er að berjast við þennan vágest hefur oft á tíðum hvorki þrek né tíma til að vera í sambandi við alla til að leyfa þeim að fylgjast með og þá er bloggið mjög hentugt. Það sem mér finnst einnig jákvætt er að með blogginu, t.d. hjá Ástu Lovísu, Hildi Sif, Lóu og mörgum fleiri, hefur umræðan um krabbamein opnast og síður feimnismál en áður.
Ein af þeim hetjum sem hefur bloggað um sjúkdómsgang sinn er Gíslína Erlendsdóttir sem ólst upp í Miklahotshreppi á Snæfellsnesinu, einungis 46 ára að aldri. Kjarnorkukona þar á ferð sem er að kljást við ólæknandi krabbamein í gallvegi. Eins við má búast af slíkri kjarnokukonu, gefst hún ekki upp heldur berst áfram eins og ljónynja og hefur vakið aðdáun mína. Ég leyfi mér því að setja slóð hennar á forsíðuna mína og hvet alla til að kíkja í heimsókn til hennar. Frábær penni með skemmtilegan og stundum "eitraðan" húmor
Gíslína er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til að öðlast bata og er ég þess fullviss að afstaða hennar á eftir að fleyta henni langt í baráttunni þannig að hún standi uppi sem sigurvegari. Ættingjar og vinir hennar hafa tekið af henni skarið og blásið til sóknar til að styrkja Gíslínu til að hitta Manning í Englandi. Er sjónum beint að fyrirtækjum og einstaklingum í þeim efnum. Bið ég sem flesta að styrkja hana til fararinnar. Krabbameinssjúklingar eru tekjulitilir/-lausir, það þekki ég vel, þannig að þeir eiga fullt í fangi með að halda dampi. Sumum tekst það ekki og er ég ein þeirra þannig að ég þekki slíkar aðstæður allt of vel.
SLóðin hennar Gíslínu er : http://www.blog.central.is/gislina
Einnig er hægt að fara inn á slóðina hennar undir flipanum :Baráttukonur
Vona ég að hún fyrirgefi mér famhleypnina.
Ef einhver þekkir einhvern sem hefur lifað af lungnakrabbamein á lokastigi, sem ég veit að hefur gerst, bið ég hinn sama að setja sig í samband við Þórdísi Tinnu. Reynsla annarra myndi koma henni vel núna.
Slóðin hennar er : http://thordistinna.blog.is/blog/thordistinna/
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Veikindin | Breytt s.d. kl. 21:45 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Guðrún, ég er þér þakklát fyrir stuðninginn og því að vekja athygli á mínum málum og stolt af því að komast í flokk baráttukvenna. Þú ert sjálf að mínu mati bæði baráttukona og hetja eftir að komast heil í gegnum allt sem á þig hefur dunið.
Gíslína Erlendsdóttir, 23.8.2007 kl. 23:14
Þú ert baráttukona út í eitt, hefur veitt mér ómældan stuðning í gegnum erfiða tíma og krísur með skilningi og þörfum ábendingum og kennt mér margt. Ég er þakklát að fá að taka þátt í þinni baráttu þó með óbeinum hætti sé.
Ég er afar þakklát að hafa fengið að "kynnast þér" mín kæra.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.8.2007 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.