Hóst og gelt!

Fór í langþráðann göngutúr í kvöld með mína einu sönnu; Lafði Diönu. Hóstinn ekki stoppað síðan, hóstað og gelt þar til ég hef hreinlega kastað upp.  Er sem sé versnandi af mínum "bronchitis" sem ég fékk í Brekkunni.  Krakkarnir búnir að vera með sömu einkenni, ekki síst Hafsteinn sem hefur hreinlega verið hundslappur.  Hann er að rétta úr kútnum en ég held, svei mér, að ég sé að taka við honum.  Eins gott að ég er í "fríi"!Pouty

Ekki er um mörg úrræði að velja þegar kemur að læknisþjónustunni, við ekki með fastan heimilislækni í Reykjavíkinni enda ekki búsett þar per se. Þó krakkarnir séu tilbúnir til að leita til lækna heima, dugi vart að hósta í síman til að fá meðferð. Vð höfum hins vegar möguleika á því að fara á Læknavaktina og það höfum við nýtt okkur óspart, með æði misjöfnum árangri þó.  Stundum hefur betur farið að sitja heima með sinn krankleika en stundum höfum við fengið góð úrræði, eins og gengur.  En einmitt á það ekki að vera, einstaklingar eiga ALLTAF að fá þau bestu úrræði sem völ er á, hverju sinni.  Heilsugæslan á að vera hornsteinn heilbrigðisþjónustunnar en er hún það í raun?  Ég spyr.

Hef því ekki verið neitt óskaplega dugleg í dag, ekki komist með tærnar þar sem ég ætlaði að hafa hælana.  Markmiðsetningin léleg, eins og oft áður.  Verð að taka mig á í þeim efnum, sem öðrum.

Varð fyrir miklu láni í dag, svo ótrúlegu að ég á ekki til orð.  Höfðingsskapur og stuðningur á erfiðum tímum sem kom verulega flatt upp á mig. Það gerist ekki oft að ég verði orðlaus en nú varð ég það. Í fyrsta skiptið síðan ég veiktist og missti Guðjón, fékk ég þvílíkan skilning á aðstæðum og óvæntan stuðning.  Ég á ekki slíku að venjast, hef ætíð þurft að hafa mikið fyrir hlutum og gengið að því vísu.  Þannig er lífið einfaldlega.  Heppni" hefur aldrei verið inni í minni orðabók, ég hefi ekki skilið hugtakið.  Á það ekki síst við kerfið og aðrar stofnanir þar sem ekkert er gefið eftir og lítill skilningur á breyttum aðstæðum.   Það mun taka mig tíma að finna réttu orðin til að lýsa yfir mínu þakklæti en það verður gert á viðeigandi hátt.

Ég held því áfram að brosa hringinn, þannig ætla ég mér að lifa lífinu.  Sætta mig við þær breytingar sem bíða mín og taka þeim fagnandi.  Búið að taka á að þurfa að sætta sig við þær; þær eru hins vegar óumflýjanlegar, þannig er það einfaldlega og ég verð að taka því.  Það hefur tekið mig aldeilis tíma.

 Komin á fullt í kennsluundirbúningnum, hefði viljað vera duglegri í dag en ég er bara mannleg. Heyrði loks í minni mágkonu í kvöld, frábært að heyra í henni en skelfilegt hvað ég hef ómeðvitað trassað þau tengslin sem og nokkur önnur.  Það er æði margt sem ég hefði viljað sinna betur en ekki gert.  Nú verður tekið á þeim málum!

Næsta brýna skrefið er að ná þessari berkjubólgu og hita úr mér og fara að sinna þeim ótal verkefnum sem bíða mín.  Yndisleg tilfinning að vita að ég þarf ekki að vakna í býtið í fyrramálið enda algjör B-manneskja sem dýrkar það að kúra frameftir á morgnana, þrátt fyrir að hafa tekist að venjast öðrum aðstæðum.

 Ég held að lukkuhjólin séu farin að snúast, löngu orðið tímabærtUndecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Það er nú svo Gunna mín að þegar maður gleymir sér í pirrindi og ergelsi yfir þeim fáu sem eru illa innrættir, lokar maður á alla þá hina sem vilja hjálpa.  Látta þá illu lönd og leið og hleyptu þeim sem þér vilja hjálpa inn í hjarta þitt.  Lukkuhjólin byrjuðu að snúast þegar ljóst var að meinið var horfið og það mun snúast svo lengi sem þú vilt það sjálf.

Bestu kveðjur

Kata 

Katrín, 16.8.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Katrín

Mikið assskoti er ég ´goð í nýyrðinum...pirrindi...flott orð en því miður ekki samþykkt enn:(   Auðvitað átti að standa þarna ..pirring...


Sorry  Stína

Katrín, 16.8.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: Katrín

og áfram held ég..nýyrðinum...veit nú ekkert hvaðan þetta kemur..kannski einhver sé að skrifa í gegnum mig??????   Æ þú veist hvað ég meina kæra sys....bólfarir í Bolungarvík...algerlega útkeyrð 

Katrín, 16.8.2007 kl. 13:29

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Var það ekki hún móðir okkar sem notaði stundum orðið "pirrindi"?  Svei mér þá, ég held það bara.

"Bólfarir" í Bolungarvík auðvitað farnar að taka sinn toll af heimamönnum.  Fer ástarvikunni ekki að ljúka??????????

Bestu kveðjur til "allra" strákanna"

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.8.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband