11.8.2007 | 01:40
Áfram B manneskja
Úff! Áfram, stjórnsöm B manneskja. "Skulda" ótal fólki símtal en síminn mitt uppáhald í gegnum tíðina. Svo fer ég af stað og þar sem ég hef "vanrækt" fólk svo lengi þá dugir kvöldið ekki til og sumir ekki heima eins og gengur.
Ég á það til að skipta mér of mikið af, án þess að ætla mér það. Finnst endilega að mín reynsla ætti að vera öðrum víti til varnaðar. Kveiki ekki endilega á því að fólk þarf að reka sig á sjálft. Bölvuð afskiptasemi í mér en mér gengur ekkert annað en gott til.
Þessi dagur betri heilsufarslega en í gær, vildi gjarnan vera betri af "bronchitisinum", reynar vera alveg laus við hann enda þarf að vera eins og dúkkulísa með eitt lunga. Ríf þetta úr mér, eins gott að Læknavaktin skuli vera til.
B manneskjan búin á því. Verð vonandi hressari á morgun
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott að heyra að þú ert betri af pestinni. Farðu varlega. Skil þig vel með afskiptasemina, er svolítið þannig sjálf en hef markvisst unnið að því gegnum árin að halda aftur af mér og líta svolítið á sjálfa mig utanfrá. Meta svo það sem ég sé og reyna að laga, breyta og bæta sjálfa mig án þess þó að verða ofurmeðvituð um mitt eigið sjálf en núna er ég orðin svo róleg yfir þessu öllu saman að ég bara horfi á og þegi...oftar en áður... því orkuna þarf ég að nota í annað.
Gíslína Erlendsdóttir, 12.8.2007 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.