10.8.2007 | 01:42
Nátthrafn
Hef löngum verið "B" manneskja, þótt gott að vaka á kvöldin og lúúúúrrrrrrrra á morgnana. Það hefur þó aðeins breyst síðustu árin og ekki síst það síðasta (kominn tími til). Er orðin býsna sátt við að vakna kl. 06 á morgnana, hafa mig til í vinnu og leggja af stað um 7 leytið. Í veikindunum var ég vöknuð kl. 05, beið eftir Mogganum og lagði mig svo. Arrrrrrrrrr, hvað það var notalegt. Hins vegar er ókostur við að vakna svo snemma; ég þarf að leggja mig þegar heim er komið. Þannig hafa mörg síðdegin farið hjá mér í sumar og fram á rauða kvöld; lúrandi í sófanum, hef sjaldnast fréttirnar af.
Þetta kvöld sló ég met, við Kata sofnuðum um kl. 19.30 og vöknuðum upp úr kl. 22.00! Geri aðrir betur! Katan fljót að hátta sig enda í bullandi vinnu þessa dagana en ég reyndi að rétta úr kútnum enda löngu kominn tími til að hrella fólk með símtölum. Var ansi seint á ferð og mesta furða hvað ein mín best vinkona, hún Lóa, sætti sig við í þeim efnum. Ofboðslega sakna ég hennar og fjölskyldu hennar. Ég tengist fáum og er hún ein af þeim. Klettur í hafinu. Frábært að heyra í Bæring og Mundu, ótrúlegt hvað þau líða mér að hringja seint. Alltaf jafn yndisleg. Bæring búinn að vera bjargvættur, nú sem oft áður. Reddaði Blæju minni heldur betur með aðstoð góðs vinar síns sem ég stend í þakkarskuld við. Hvenær skyldi ég drífa mig á bak??????????
Búin að vera með ofboðslega heimþrá undanfarið. Ég er algjör sveitartútta. Ekki það að ég hafi ekki skemmt mér vel í Eyjum eða hafi ekki nóg að gera í vinnunni. Það er einfaldlega ekki það sama og að vera heima. Krossgöturnar þvælast fyrir mér; stend á þeim miðjum, ljósin blikka í allar áttir og þarf að velja og hafna. Hvar vil ég vera? Hvert stefni ég? Kostir og gallar? Skynsemin? Hjartað? Tilfinningin? Fjármálin? Heilsufarið? Þrjóskan..............................???? Urrrrrrrrrrrrr, þetta er ekkert smá töff!
Heilsufarið ekkert til að hrópa húrra fyrir, mætti í morgun og stóð mína pligt en augljóst að "pest" er að angra mig. Gekk svo langt að skreppa í hádeginu og leggja mig í bílnum! Hresstist reyndar helling á því, náði að klára daginn sem fólst í ótal þroskaprófum. Ekki mitt uppáhald allan daginn, reynir virkilega á. Fínt að taka eitt og eitt enda krakkarnir skemmtilegir og ögrandi viðfangsefni en þarf að takast á við það hlutverk í smáskömmtum. Ég er umfram allt þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna því sem ég kann best og leiðist það ekki.
Það er svolítið skrítið og um leið erfið tilfinning að fara yfir örlagavalda í lífi sínu. Reynsla mín síðustu 5 árin hefur verið erfið og á margan hátt svo óskiljanleg. Spurningar vakna um það hvað fólki gengur til. Ætlar það aldrei að hætta? Hvað veldur þráhyggjunni? Hvað hef ég, í raun, gert því, hvað þá á sjúkrabeði síðasta árið? Linnir þessu aldrei? Hversu veikir eru sumir? Heiftin, hatrið? Nær óvildin yfir gröf og dauða? Einhvern tímann hljóta menn að átta sig. Snýst lífið ekki um það, einmitt, að mennirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir? Hver vill einsleit samfélög þar sem allt er fyrirsjáanlegt og óhagganlegt? Í öllu falli tel ég eðlilegt að virða einstaklingana eins og þeir eru og kalla eftir fjölbreytileika. Annað er svo tilbreytingasnautt og hrútleiðinlegt.
Menn verða hins vegar að gæta að valdi sínu. Það er vand með farið. Enginn ætti að misbeita því, sjálfum sér og sínum í hag, ekki síst í opinbera geiranum sem er háður stjórnsýsluögum. Það getur beinlínis verið hættulegt í víðum skilningi þess orðs. Vona af einlægni að sumir menn sjái að sér. Það er heillavænna fyrir alla, ekki síst þá sjálfa. Það er aldrei of seint að betrumbæta sig og snúa við blaðinu. Slíkt kunna allir að meta og virða.
Það er Manning fyrir svefninn. Ein hetjan; Gíslina, benti mér á hann,. Ótrúleg hetja, sú kona. Gjörsamega búin á því í bili , það verður sofið út í fyrramálið. Komin í helgafrí, enn og aftur, tíminn flýgur áfram á hraða ljósins
Athugasemdir
Gott að heya að vinnan er skemmtileg, meira svona stelpa. Góða helgi Guðrún og vonandi hafið þið það gott og gaman í Dölunum.
Gíslína Erlendsdóttir, 10.8.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.