Heilsuleysi á bænum

Hér er einhver pest í gangi, Haffi með hita og slæmur í maganum og við Kata með ólguna upp í koki.  Kannski kjúklingurinn sem þau keyptu sér í gærkvöldi?? Fékk mér örilitla flís sem etv. dugði til. Hef alltaf hálfgerða ímugust á kjúkling, ekki síst þegar ég var veik, þoldi einfaldlega ekki lyktina af honum.

Mætti annars í vinnu í morgun, meira en nóg að gera og dagurinn verulega skemmtilegur.  Finnst ekkert lítið gaman að vera í mínu gamla starfi, "fíla í mig í botn", eins og unglingarnir segja.  Mér leiðist það ekki heldur að menn meta starfskrafta mína og öll samskipti frábær.  Engar híenur á þeim bænum.W00t

Mér finnst úthaldið vera að aukast, er reyndar búin á því að loknum vinnudegi og þarf að beita mig hörðu til að halda mér vakandi á "Brautinni" á heimleiðinni.  Sofna undantekningálítið þegar heim er komið en það er líka allt í lagi.  Það er ekki svo að ég sé með ungabörn sem þarf alltaf að elda ofan í. 

Heiðrún Harpa, vinkona Kötu, er hreint út sagt snillingur með myndavélina.  Hún benti mér á nýjar myndir á síðunni sinni og var ég svo djörf að fá nokkrar "lánaðar".  Hvet fólk til að "skreppa á þjóðhátíð" með Heiðrúnu Hörpu á slóðinni http://www.hharpa.vefalbum.is/main.php?g2_itemId=9393

Stelpurnar fóru á kostum þessa þjóðhátíðina, engin leið að gera upp á milli þeirra. 'Eg skeeeeeeeeeeelfilega "veikluleg" ennþá, mætti halda að ég væri "ég veit ekki hvað". NB!! er allsgáð á flestum myndum eða þar um bilShocking Það fer að verða spurning um "Extreme makeover", í alvörunni!

Snemma í háttinn, er ferlega óglatt. Ætla að sofa þetta úr mér, NENNI ekki að vera veik.  Nóg að gera framundan, styttist í ákvörðunartöku á mínum krossgötum.  Hún verður ekki auðveld en örugglega léttir þegar hún liggur fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband