Á batavegi

Ekki besti dagur í heimi, mér hefur orðið kalt í brekkunni, "bronchitisinn" verri í morgun. Lá eins og skata í mogun, marflöt og komst hvoki lönd né strönd. Þoli ekki að geta ekki mætt í vinnu, mér líður eins og Skuggabaldri, skríð með veggjum með þvílíkt samviskubit. Bandit Finnst hrikalegt að vera frá vinnu, eitt það versta sem ég upplifi.  Er þó öll að koma til, komin á lyf og stefni ótrauð í vinnu í fyrramálið. Manneklan mikil þannig að það munar um hvern þann sem dettur út.

Annars fer að styttast í annan endan á þessari afleysingu, verð fram í miðja næstu viku. Kennslan hefst svo hjá mér þann 22. ágúst en fyrir þann tíma þarf ég að vera búin að setja upp kennsluáætlanir o.þ.h. Hlakka mikið til, líður eins og krakka sem er að byrja í skóla.  Sýnist ég þó ekki fá jafn mikla kennslu og ég hefði kosið, fleiri um hitunina núna þannig að ég geri ráð fyrir því að vinna hlutastarf samhliða henni í vetur. Það er svo sem allt í fína, ég er ekkert óvön því að vinna á 2-3 stöðum. Aðeins flóknara enda mega störfin ekki stangast á í tíma en ekki endilega síðra. Strípuð laun framhaldsskólakennara eru ekki ekki til að reka heimili og lifa af þeim sem fyrirvinnan, svo einfalt er það.

Sé fram á skemmtilegan tíma framundan, við verðum heima fyrir vestan í meira mæli en fram að þessu enda nóg að gera þar. Eitt af markmiðunum er að komast í berjamó og hugsa stíft til Snæju, vinkonu minnar, í þeim efnum. Kominn tími til að uppfylla það makmið.  Ég þarf einnig að huga að hrossunum fyrir veturinn og finna úrræði fyrir þau hross sem við erum ekki fær um að eiga við enda við Kata ekki mjög vanarWhistling

Ég veit að næstu vikur eiga eftir að fljúga áfram, styttist ógnvænlega í brottför hjá krökkunum.  Svo margt að gera áður en þau fara.  Búin að lofa þeim að koma út til þeirra fljótlega í haust, vil auðvitað koma að hreiðurgerðinni hjá þeim og get kannski orðið þeim að gagni þó ekki væri nema til að sauma gardínur eða eitthvað.  Hlakka mikið til, enda Debrecen falleg borg og ekki er Búdapest síðri er mér sagt.  Heimsferðir fljúga til Búdapest í október og á vorin og skilst mér að þær ferðir séu vinsælar hjá landanum. Læt nokkrar slóðir um Háskólann í Debrecen og um borgina fylgja hér með.

http://www.youtube.com/watch?v=OldcYt37ae8

http://www.youtube.com/watch?v=GqP1pPZImSY

Búin að strengja þess heit að fara í ræktina á næstu vikum, þarf einkaþjálfara til að byrja með en það verður tekið á því. Ég var illþyrmilega minnt á úthaldið í brekkunni í Herjólfsdal, var eins og fýsibelgur þegar ég var að krönglast þetta og búin á því eftir helgina.  Svei attan, ég skal klífa Esjuna næsta vor, án hjálpar og  súrefniskúts W00t

Allt að færast í eðlilegt form, krakkarnir komnir og tíkurnar, hver af annarri á heimleið og orðið fjörugt í kotinu.  Nákvæmlega eins og hlutirnir eiga að vera.  Er smám saman að ná áttum eftir góður fréttirnar, leyfi mér að trúa því að ég sé sloppin fyrir horn.  Er á meðan er.  Verð auðvitað miklu öruggari ef ég fæ sömu fréttir í október, aðeins um 2 mánuðir þangað til Happy 

Ég ætla að njóta hverrar stundar og þeirra kaflaskila sem nú eru í mínu lífi.  Uppgjör þarf alltaf að fara fram og slíkt tekur tíma. Ég hlakka hins vegar til komandi tíma þó vissulega verði skrítið að hafa krakkana ekki hjá mér. Aðstæður verða breyttar en þurfa ekki að vera síðri.  Samvera og samskipti snúast um gæði en ekki magn.  Ég fagna í raun þeim breytingum sem bíða mín handan við hornið, veit ekki enn hverjar þær nákvæmlega verða en smátt og smátt fara málin að skýrast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl! Ég vil nú bara þakka kærlega fyrir helgina.  Það hreinlega bjargaði manni að hafa svona eina góða mömmu með!

Takk fyrir allt...dýrindis mat og svo auðvitað lyfjakokteilnum

P.s. myndirnar frá helginni eru komnar inn á www.hharpa.vefalbum.is !

Kv. Heiðrún Harpa 

Heiðrún Harpa (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband