2.8.2007 | 10:50
Helgarfrí
Fall er fararheill, ætla ég að vona. Auðvitað smá bras hjá minni, það er alltaf. Engu að síður stefnt á Eyjar ef veðurguðirnir leyfa. Nógu fallegt er veðrið enn sem komið er.
Tíkurnar fara á hundhótel, nema Lafði Díana, er hrædd um að hún myndi ekki sætta sig við slíkar aðstæður, háöldruð daman þannig að hún fer til Söru. Bjargvættur sem fyrr, skvísan sú. Þetta er smá mál, svona í fyrsta sinn að gera allt klárt. Veit að það væsir ekki um hana né Slaufuna og Perluna.
Er orðin býsna spennt, hef reyndar nokkrar áhyggjur yfir því að hafa ekki úthald í fjörið. Hef ekki skemmt mér í meira en 2 ár en mér finnst kominn tími í örlitla gleði og birtu í líf mitt. Hefði auðvitað haft það gott heima í sveitinni en ég hét því í vetur að kæmist ég til heilsu, skyldi ég á þjóðhátíð með krökkunum enda mikil þjóðhátíðarmanneskja. Þetta verður trúlega í síðasta skiptið sem ég sækist eftir því. Einn besti vinur Haffa lánar okkur íbúð sína þannig að það væsir ekki um mann, þótt hann rigni.
Tókst ekki að vera í fríi í dag, fer í vinnu á eftir og síðan lagt í hann seinni partinn. Sem sé; komin í helgarfrí.
Góða helgi og farið varlega
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ, hæ
loks þegar ég var laus í gær var á tali En óska ykkur systrum góðrar ferðar til Eyja á þjóðhátið. Úthaldið er ábyggilega ekkert minna Gunna mín bara öðruvísi.
Hafið þið það sem best og þið kannski leyfið okkur upp á fasta landinu að fylgjast með ykkur Tveimur úr Tungunum
Bestu kveðjur
Kata litla sys
Katrín, 2.8.2007 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.