Strembinn dagur

Dagurinn strembinn í víðasta skilning þess orðs.  Upp snemma til mæta í Domus kl. 08.30.  Að venju var bið, þó ekki nema 40 mín í þetta skipti. Tók ekki nema 7 mín að setja upp nál og dæla eitrinu í æð, síðan send heim í 2 tíma. Auðvitað sofnaði mín í þeirri pásunni en mætt á svæðið upp úr kl.11.00. Beinaskannið gekk vel og engar uppákomur.

Að skanninu loknu beið mín þessi einstaklega, ljúfa kvoða, heill líter sem ég mátti hella í mig á klukkutíma. Aftur sett upp nál, dælt í mig ólyfjan og síðan beint í sneiðmyndatökuna. Splunkunýtt tæki þannig að rannsóknin tók mun skemmri tíma en áður. Búin að bryðja stera og ofnæmislyf fyrir rannsóknirnar þar sem ég fékk bráðaofnæmi eftir sneiðmyndatökur í vetur. 

Nú er það bara endalausa biðin sem tekur við, fæ vonandi niðurstöður eftir helgi.

Kostnaðurinn við herlegheit dagsins nam kr. 64.128 en þar sem ég er komin með afsláttarkort þurfti ég ekki að greiða nema 1/6 af þeirri upphæð, ríkið greiddi mismuninn.  Þeir sem ekki eiga slíkt lúxus kort þurfa að leggja út fyrir slíkum upphæðum og fá endurgreitt eftir á. Believe it or not!! TR í minni heimabyggð flýtir sér ekki að endurgreiða slíkar upphæðir, alla vega ekki til allra þannig að mörgum munar um minna.

Ég var svo bjartsýn eftir herlegheitin að ég dreif mig í Smáralindina, varð auðvitað að komast á útsölu eins og allir aðrir. Í stuttu máli fór það nú þannig að ég fór í hverja einustu tuskubúð og hafði það upp úr krafsinu að finna eitthvað á krakkana sem reyndar voru himinlifandi. Minna fór fyrir tuskum á frúna en það er líka allt í lagi. Fitna svo ört að það borgar sig að bíða.

Var búin á því eftir daginn, skreið (í bóksaflegri merkingu) gráföl og óglatt inn í bíl með aðstoð Kötunnar, vissi ekki hvort ég gæti keyrt heim en það hafðist. Þar beið mín minn elskulegi sófi og klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.  Guðjón vissi hvað hann söng þegar hann valdi hannWink

"Vinir" mínir og aðdáendur ( Devil) í heimabyggð alltaf jafn yndislegir, einn þeirra toppar þó alla. Verð eiginlega að gefa út sannsögulega bók um þá sögu alla sem að liggur að baki ónefndri uppákomu kvöldsins.  Ég er hrædd um að einhverjir súpi hveljur þegar sú saga verður sögð.  En er það ekki svo að sannleikurinn er alltaf frásagna bestur?  Mér var kennt það.  Kannski bókin verði heimildarit um persónuvernd og trúnað, ekki síst í viðskiptum. Heimildarskráin alla vega til staðar.  Kannski ég komist í viðtal í Mannlíf, hver veit Shocking  Menn ættu að vera farnir að kynnast því heima að ég er svo "kyngimögnuð" kona og fær um allt, meira að segja að ráða yfir lífi og örlögum annarra. Kannski er ég norn enda "af vondu fólki" kominWhistling 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Elsku Guðrún, bið og vona að fréttirnar verði góðar....er líka svo sammála þér með þetta blessaða meingallaða tryggingakerfi.

Gíslína Erlendsdóttir, 20.7.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband