15.7.2007 | 21:23
Austur eða vestur, norður eða suður?
Ég hef ekki hugmynd hvaða stefnu ég á að taka í mínu lífi. Á ég að stefna austur eða vestur eða kannski norður eða suður? Úff, ég veit það hreinlega ekki. Ferlegt að standa á krossgötum án þess að biðja um það sjálfur og vita ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Ekki bætir úr skák þegar aðrir, persónulega eða í krafti embættis síns, reyna að stjórna því fyrir mig. Þá fer ég gjörsamlega á hvolf
Ég er búin að vera í "haltu mér, slepptu mér" dæmi um nokkurt skeið, get hvorki haldið né sleppt. Hrikaleg hringekkja sem hellist yfir mig á hverjum degi, verst á kvöldin og um helgar enda nóg tóm til að hugsa þá. Ekki bætir úr skák að hafa greinst með þennan bjév..... sjúkdóm! Get ekki planað neitt að ráði fram í tíman, hámark 3 mánuðir í senn. Auðvitað á ég að vera þakklát fyrir horfur mínar og hvernig allt hefur gengið vel fram til þessa, margur er í mun verri sporum en ég. Ég á hins vegar erfitt með að fóta mig í þessum aðstæðum, "makalaus" og ein á báti. Ég gerði aldrei ráð fyrir því.
Til að gera stöðuna flóknari sem er svo sem ekki nýlunda í mínu lífi, er mér gert ókleift að starfa í heimabyggð og þarf að miða alla afkomu mína við störf fjarri henni. Vegalengdir yfirleitt það miklar að ekki gengur að keyra á milli daglega. Urrrrrrrrrr............, hvað þetta er pirrandi. Gleður, veit ég, suma.
Ég er þó með einn útgangspunkt á hreinu; í Reykjavík vil ég ekki búa. Hef neyðst til þess að vera hér vegna veikindanna og atvinnumöguleikana en mér finnst komið nóg af þeirri dvöl. Út frá þessum punkti verð ég að velja; austur, vestur eða norður, suður Vandamálin og erfiðleikarnir stundum óyfistíganlegir og ég sé ekki fram úr þeim, grrrrrrrrrrr............ Það fer illa í mína.
Vona að ég finni áttavitann, erfitt að vera korktappi úti á rúmsjó, ekki síst haugasjó, skoppandi stefnulaus þvers og krus um allt. Mér finnst mun auðveldara að ráðleggja öðrum en að finna réttu ráðin fyrir sjálfan mig. Skelfing er þetta allt saman flókið. Ég verð að fara að rífa mig upp úr þessari eymd og volæði, annað gengur ekki, mér er farið að sárverkja í hnén. Hvar er fj..... kompásinn?
Svei mér ef það verður ekki allra meina bót að komast í vinnu á morgun! Hef ekki gott af of löngum fríum, þarf að hafa nóg fyrir stafni. Úff, hvað ég er fegin að helgin er búin. Mun fylla lagerinn af CVD myndum og poppi fyrir næstu helgi............................ Gvöððð, ég hljóma eins og níræð piparmey Mér væri nær að vera duglegri að skrifa "Dalalíf", af nægum verkefnum er þar að taka.
Athugasemdir
Hæ Guðrún Jóna, ég hef þá trú að réttar ákvarðanir komi til manns, ekki berjast of mikið við að finna þetta út heldur fylgdu þinni innstu rödd, hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Mér sýnist þú vera sterk kona og ákveðin og vinnur örugglega þínar orustur af eigin rammleik. Stilltu hugann á rétta bylgjulengd og þá leysast hlutirnir sjálfkrafa.
Gíslína Erlendsdóttir, 16.7.2007 kl. 20:24
Kærar þakkir fyrir góð ráð, yndislegt að "fá þig í heimsókn". Fylgist af aðdáun með þér og baráttu þinni, þér tekst að koma gullkornum frá þér sem virka heldur betur enda ótrúleg sjálf
Baráttukveðjur
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.7.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.