6.7.2007 | 22:38
Brekkusöngur í Bolungarvík
Ég sé ekki betur en að búið sé að kippa öllum stoðum undan þeim byggðum sem einungis byggja afkomu sína á sjávarútvegi með nýjasta útspili sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn. Þorskkvótinn skorinn niður svo um munar en engar breytingar á öðrum kvóta til að milda skaðan. Ekki einu sinni á löngu, steinbít og öðrum tegundum sem nóg er af.
Fátt kemur fram um þær mótvægisaðgerðir sem ríkisstjórn hefur á takteininum til að bjarga því sem bjarga verður. Sú eina sem er sýnileg er brekkusöngur Árna Johnsen í Bolungarvík. Það á greinilega að hressa mannskapinn við og fá hann til að gleyma raunum sínu um stund, eða hvað? Árni er aðvitað bráðskemmtilegur maður sem nær upp stemningu alls staðar þar sem hann mætir með gítarinn. En skyldi hann fá lögreglufylgd?
Vestfirðingar sem og aðrir er lifa á sjávarútveginum sjá sæng sína út breidda; atvinuleysi, skuldasöfnun, verðlausar eignir og gjaldþrot.
Ég er ansi hædd um að við bændur verðum að hefja okkar varnarbaráttu; Einar K er jafnframt landbúnaðarráðherra og þessi ríkisstjórn er staðráðin í því að breyta byggðum landsins í sumarbústaðaparadísir.
Ekki á bætandi við annað útspil ríkisstjórnar sem fólst í lækkun á lánshlutfalli hjá Íbúðalánasjóði sem var í argandi mótsögn við fyrri yfirlýsingar núverandi félagsmálaráðherra eins og Kristinn H vakti athygli á. Nú gátu fjölmiðlar veitt því athygli sem hann hafði fram að færa.
En Nota bene! Þetta kusu kjósendur yfir sig í síðustu kosningum, meira að segja á Vestfjörðum
Hvernig verða næstu 4 árin?
Stórgóður pistill á heimsíðu Kristins H um aðgerðir ríkisstjórnar gagnvart landsbyggðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Brekkusöngurinn var eins og mátti búast við....spilað í D dúr
Katrín, 7.7.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.