5.7.2007 | 21:56
Brjálað að gera
Hef ekki haft undan að lesa fundagerðir sveitastjórnar og byggðaráðs Dalabyggðar þannig að ég hef ekki faðmað kodda né sófa í dag
Stórmerkileg lesning, verð ég að segja, hvet menn til að renna yfir þær. Þar kennir margra grasa. Mig skal ekki undra þó menn hafi dregið að birta þær. Skyldi það hins vegar samræmast sveitarstjórnarlögum? Stjórnsýslulögum.........? Varla
Hver skyldi nú fá markaðsstjórastöðuna? Nú er búið að setja inn það skilyrði, eftir að umsóknarfresturinn rann út, að viðkomandi hafi lögeimili og búsetu í sveitarfélaginu. Hm............. liggur þetta ekki í augum uppi
Vona að menn séu farnir að opna augun vel og trúa því sem þeir sjá með þeim Hitt er svo annað mál að ekki er allt sem sýnist. Menn þurfa að fá sér "galdragleraugu" til að greina það á stundum.
Síðasti biti í háls á morgun og svo helgarfrí.......................... Get ekki beðið. Númer eitt tvö og þrjú þá verður sofið útttttttttttttttttttt. Eini ókosturinn við sumarvinnuna er sá að þurfa að vakna kl.06. Erfitt fyrir B-manneskju eins og mig
Í öllu falli, nú er það sófinn, koddinn og poppið. Vonandi er eitthvað sem hægt er að glápa á í sjónvarpinu, alla vega svona með öðru auganu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.