Hress og kát

Dauðfegin að hafa tekið ákvörðun um að sleppa ferðalögum um helgina. Vaknaði eldhress í morgun og verkjalaus. Loksins  Grin Nú fer þetta allt að koma, það er ég handviss um, þarf einungis að gæta mín og hvíla mig nóg.

Krakkarnir komnir heim, þutkeyrðir eftir hlöðuballið, gjörsamlega búnir á þvíBlush

Var að skoða fundagerðir sveitarstjórnar Dalabyggðar. Get ekki stillt mig um að brosa út í annað. Er reyndar hneyksluð. Formaður byggðaráðs víkur af fundi þegar fjallað er um málefni Hestamannafélagsins Glaðs enda stjórnarmaður og því báðum megin við borðið. Varamaður kemur í hans stað, veit ekki betur en að hann sé á kafi í hestamannafélaginu.  Til hvers voru menn að skipta út manni??   Whistling 

Ekki tók nú betur við þegar ég fletti betur, Dvalarheimilið Silfurtún sem sýnir hallarekstur ár eftir ár, komið undir stjórn byggðaráðs.  Bíddu nú við, er ekki formaður byggðaráðs jafnframt starfsmaður stofnunarinnar? Ég veit ekki betur en að í gildi séu samningar við hann sem lækni heimilisins. Hvað segja stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlögin við þessu?  Ég tek það djúpt í árina að flokka þetta undir misbeitingu valdsW00t  Ekki hefur þessi misbeiting valds bætt stöðu heimilisins enda spurning um færni þeirra sem halda um stjórnvölinn og hverra hagsmuna sé gætt. Formaður byggðaráðs fer alla vega með eins konar alræði á þeim vettvangi.

Svo virðist sem sumir sveitarstjórnarmenn hiki ekki við að notfæra sér aðstöðu sína og oft finnst manni eigin hagsmunir vera meira áberandi en hagsmunir sveitarfélagsins. Spilling heitir þetta á mannamáli.  Menn verða að fara vera gagnrýnni og fylgjast betur með. Ekki hefur ástandið lagast þó nýjir menn hafi tekið við, þvert á móti eru sveitarstjórnar- og stjórnsýslulögin teygð og toguð í allar áttir eftir hentugleikum hvers og eins.  Sé ekki betur en að það ástand sem menn gagnrýndu sem mest í kosningabaráttunni fyrir rúmu ári, hafi tekið á sig ljótari mynd.  Mér finnst verðugt verkefni að skrifa bókina um "sveitarstjórnarlíf í Dölum" og rifja upp síðasta áratug eða svo,með megináherslu á síðustu 5 árinShocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband