Fréttir 4. desember

Kæru vinir og vandamenn!

Enn eru það börnin sem skrifa fyrir hönd mömmu sinnar.  Mamma liggur ennþá á spítalanum.  Loksins hafa allar þessar rannsóknir gefið okkur einhver svör þó svo að þær hefðu vissulega getað verið skemmtilegri.  Ljóst er að skrambinn hafi sótt í sig veðrið en engan bug er að finna á baráttuglaðri móður okkar að venju. Hun er þegar komin í boxhanskana og tilbúin í bardagann!  

Hefur Sigrún systir hennar fært henni tenginu við alheiminn (tölvu) þar til hún kemst heim á næstu dögum og mun hún skella inn færslu von bráðar.  

Hún bíður nú bara í ofvæni eftir því að komast heim að skreyta og gera huggulegt fyrir heimkomu okkar! 

 Við þökkum fyrir allar kveðjurnar,

Haffi Dan og Kata Björg 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég hlakka til að sjá færslu frá henni

Kær kveðja og knús á línuna

Þið segið það satt, fréttirnar hefðu mátt vera betri.

Ragnheiður , 4.12.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Sigrún Óskars

 hlakka líka til að lesa færslu frá henni Guðrúnu.

Knús til þín Guðrún  og knús á ykkur systkinin   Ég hef ykkur öll í bænum mínum.

Sigrún Óskars, 4.12.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Kæru frændsystkin, þetta grunaði mig.

Bestu kveðjur til ykkar allra. Það verður gott að fá að taka utan um ykkur um jólin.

Dagný Kristinsdóttir, 4.12.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta innlegg, þótt það hefði getað fært okkur betri fréttir.  Knús og kveðjur á þig Guðrún mín

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Sigþóra Gunnarsdóttir

Elsku Guðrún !!!

Mikið hefði ég viljað að fréttirnar hefðu verið gleðilegri.  En ég er sannfærð um að nú tekur þú bara fram hanskana eins og Kata þín orðaði svo vel og þá er bara að berjast við andstæðinginn, þú hefur svo sem gert það fyrr og átt eftir að gera það AFTUR !!!!!!!

Bestu baráttukveðjur af Skaganum, Þú ert baráttukona það vitum við sem höfum haft samskipti við þig.

Hlakka til að heyra svo frá þér hér sem allra allra fyrst

 Computer   

kossar og kram frá mér til ykkar allra





Sigþóra Gunnarsdóttir, 4.12.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Baráttukveðjur til ykkar allra

Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 23:44

7 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

og mikið held ég að verði kátt í kotinu þegar mamman fær börnin sín heim yfir jólin. Gangi ykkur öllum vel. Hlakkar til að heyra frá þér Guðrún min.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 5.12.2008 kl. 03:53

8 identicon

Faðmlag og knús til þin Guðrún mín og barna þinna

Stína  

Kristín Alexandersdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 10:21

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hugsa mikið til ykkar allra. Kærleik sendi ég ykkur

Kristín Gunnarsdóttir, 5.12.2008 kl. 11:33

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku vinkona og baráttu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.12.2008 kl. 20:23

11 Smámynd: Brynja skordal

Sendi ljós og kærleik til ykkar Elskur og hlakka til að sjá færslu frá þér Guðrún mín

Brynja skordal, 5.12.2008 kl. 23:55

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sendi henni ljós og orkustrauma.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2008 kl. 10:08

13 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Vonandi fer að koma færsla frá þér, fylgist alltaf með, hefðu svo sem getað verið betri fréttir en svona er lífið. Gangi þér og þínum vel Guðrún

Kv Erna H (gamall nemandi) 

Móðir, kona, sporðdreki:), 6.12.2008 kl. 19:04

14 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 6.12.2008 kl. 23:47

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bara að láta vita að ég hugsa hlýtt til ykkar, Guðrún Jóna,  Haffi og Kata. 

Anna Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 18:52

16 identicon

Kæra Gunna, Haffi og Kata,

Ég vona að hlutirnir gangi betur nú og heilsan braggist. Sömuleiðis vona ég að prófin gangi vel í Ungverjalandi.

Kærar kveðjur frá London,

Gunnar Þór og fjölskylda

Gunnar Þór (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:31

17 Smámynd: Katrín

Hæ sys, var að vonast til að sjá færslu frá þér...skálaði fyrir þér í gærkvöldi.....

Heyrumst á morgun mín kæra 

Katrín, 8.12.2008 kl. 00:33

18 identicon

Sendi innilegar baráttukveðjur

Ásdís Kjartans (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 12:57

19 identicon

Gangi þér vel í baráttunni Guðrún mín, og hafðu það nú gott um jólin

Kveðja Binna (gamall nemandi)

Brynhildur Gísladóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:13

20 identicon

Sæl Guðrún mín,

rakst á síðuna þína fyrir tilviljun, gangi þér vel í þessari baráttu.

Það verður gott að fá börnin heim en þau eru aldeilis að gera góða hluti.

Gangi þér og þínum sem allra best.

kveðja Unnur  

Unnur Ara (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:12

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Megi góður guð blessa ykkur öll.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.12.2008 kl. 08:13

22 Smámynd: Ragnheiður

Baráttukveðjur til ykkar allra

Ragnheiður , 10.12.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband