Sei sei og jæja

Er fremur tuskuleg eftir daginn, lyfin og alles. Lyklaborðið frosið á tölvunni þannig að ég er óraíma að skrifa niður nokkrar línur. Ætla því rétt að hendi inn því helsta sem fram kom í dag.

Ekki hafa átt sér neinar stórvæginelgar breytingará fyrirferðaraukingunni, þess ber að geta að á svæðinu er nokkur bólga og bjúgur eftir geislanna sem taka sitt pláss. Sennilega hefur æxlið eitthvað minnkað sem þvi nemur. Það þykir því ekki óásættanlegur árangur eftir ekki lengri tíma sem liðinn er frá því að meðferð hófst.  Mínum doktor fannst full fljótt farið í að meta árangur, hefði viljað hinkrað eitthvað, heyrðist mér. Þetta svæði lítur sem sé vel út, engin merki um sjúkdóminn í vi.lunga þannig að þar er allt eins og vera ber.

Hins vear sá eithver kvikindi valsa fyrir framan lifrina, trúlega eitill. Skýringar á honum geta verið nokkrar þ.m.t sú að um afleiðingar á sprungna magasárinu og lífhimnubólguna síðan í ágútst sé að ræða. Það hefuír litla þýðingu að fabúlera um það, ekkert annað að gera en að kanna það beint með ástungu og sýnatöku, í saðdeyfingu, OJ!    Aðgerð sem mér hrís hugur við, bóksaflega hata nálar og sýnatökur ef ég þarf að vera vakandi á meðan á þeim stendur. Verð vonandi kölluð inn í þessa ástungu fljólega eftir helgi, illu bestu aflokið, þannig að það verði hægt að halda áfram þessari eitruðu meðferð áfram, fram að jólum, sýnist mér.W00t  Lifrin er alla vega hrein, segja spekingarnir.

Þarf svo sem ekki að kvarta, þoli meðferðina þokkalega ennþá.  Er lækkuð í blóðgildum, eðlilega, mætti vera hærri í blóði og þar með minna syfjuð prímadonna. Slepp alveg við blóðgjöf ennþá. Geislarnir hafa sett mark sitt á vélinda; finn þokkalega vel fyrir brjóstsviða þannig að ég varð að leggja sterana til hliðar en er staðráðin í að taka þá upp úr pakkningum aftur, tímanlega fyrir jólahreingerningarnar (haldið að það sé munur!). Fætur og kálfar eru eins og brúarstólpar af bjúgmyndun, kemst einungis í eina skó og þeir eru með hælum þannig að ég stunda engar gönguferðir af viti, a.m.k. utandyra. Sennilega valda bæði lyf og geislar því að húðin á mér springur og flagnar af hér og þar þannig að ég dett út í sárum, hingað og þanað. Finurgómarnir verða ekki síst fyrir barðinuá því þannig að þeir eru plástraðir svo é komit í tölvuna.  Önnur húðsvæði er erfiðara að eiga við, einkum á þeim svæðum þar sem mikill þrýsingur mæðir á. Draumfarirhafa verið með þeim hætti að það er efni eina bók að lýsa þeim en álagið á frúnni og annríki þvílíkt að engan skal undra þó þreyta og syfja hrjáir hana á daginn.W00t  Ég reikna með því að þessir fylgikvillar gangi allir eftir þegar meðferð lýkur.

Sem sé,í heildina voru fréttir dagsins ekki slæmar. Sei, sei, þær gátu verið verri. Ég hefði viljað sjá meira afgerandi árangur enda liggur mér á. Mörg önnur verkefni en þau er snerta veikindin beint, bíða mín, sum þeirra meira að segja erfiðari en veikindi +geislar + lyf samanlag.   Þau verkefni snúa að fjárhagslegum lífróðri, líkt og hjá mörgum og felast í erfiðum og stundum lítt tilgangslausum ,,samingaviðræðum"við skatta-og innheimtuyfirvöld sem og banka- og lánastofnanir. Ferðir frá Pontíusi til Pílatusar, að því er stundum virðist, auðmýkjandi og niðurlægjandi, að mínu mati. Kannski að sá róður verði léttari hjá ríkisreknu bönkuunm núna. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þinn tími kemur

Það er bagalegt að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálum þegar fólk fer í gegum erfiða meðferð. Það þarf einhvern veginn að laga þetta.....

Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefði nú fyrir löngu átt að laga það að einhver tæki að sér fjármálin ef fólk vill á meðan á þessu stendur.

heyrðu skjóðan mín sko þú með þína bjartsýni þó hún sé kannski ætíð svo djúp þá hefur hún áhrif og þú munt spjara þig ljúfust.
Sendi þér ljós og kærleik
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Ragnheiður

Já það mætti svo vera þannig að fólk væri laust við fjárhagsáhyggjur meðan það stendur í alvarlegum veikindum.

Gangi þér vel mín kæra, með meðferðina og allt hitt sem mér leist hörmulega á..að þurfa að standa í þessu!

Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æ, ég finn til með þér að þurfa að upplifa þennan feril.    Stórt knús til þín Guðrún Jóna.  Þú ert eitthvað að læra hjá almættinu þessa dagana og þú stendur þig með þvílíkri prýði.  Vonandi færðu sem fyrst að hætta þessu erfiða "námi" og eiga frí þar sem þú færð notið þroskans sem þú ert að afla þér núna.

Góða helgi. 

Anna Einarsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er ekkert smáræði sem þú þarft að ganga í gegnum, en þú ert hetja Guðrún mín. Guð veri með þér vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 21.11.2008 kl. 14:20

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 16:20

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Sendi þér knús og góðar kveðjur  ásamt baráttukveðjum. Ég dáist að dugnaði þínum.

Sigrún Óskars, 21.11.2008 kl. 22:13

8 Smámynd: doddý

þú ert greinilega æðrulaus kona og átt hrós skilið fyrir dugnað á erfiðum tíma. gangi þér allt í haginn. kv dóra

doddý, 22.11.2008 kl. 00:17

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 23.11.2008 kl. 21:53

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk fyrir mig elsku Guðrún Jóna  mín  Sleepingog góða nóttina mín kæra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband