Engar fréttir í dag

Lauk 22. geislatímanum í dag.  Meiningin var síðan að funda um stöðu mála og framhald.  Ekkert varð af fundi, doktorinn frestaði honum til morguns. Pestar geta bankað upp hjá þeim eins og hjá okkur hinum.   Mæti í mína vikulega lyfjagjöf á morgun og fæ þá vænatnlega einhverjar fréttir.  Ótrúleg vað maður getur brugðist illa við þegar fundum sem þessum var frestað.  Það er ekki svo að það sé hundraðí hættunni.  Engu að síður varð ég ekki of kát, eiginlega fúl þegar kollegi minn tilkynnti mér ,,mesufallið"og lét það  fylgja að þetta væri ekki mikið tiltökumál þegar hún varð vör við vonbrigðin mín.Vonbrigðin jukust alsvert einmitt þegar hún talaði niður til mín eins og krakka og vandaði um fyrir mér. Þau eiginlega stigmögnuðust. Ég var jú búin að niðurrnjörva þennan dag, viðbúin öllu og mínir nánustu ekki síður spenntir en ég. Ég tók hins vegar þá afar sknsömu ákvörðun að þræta ekki þennan þreytta kollega mínn og kvaddi.  Mín bíða þá  fréttir á morgun, vænti ég.  Leyfði mér að bruðla og keypti mér fallegan blómvönd á heimleiðnni.  Komst í gott skap og er bara hress.

Pestarskömmin er smátt og smátt að láta undan, er betri en á eitthvað í land.  Hef verið að rembast og paufast við verkefnavinnu en hefur sóst verkið seinlega, sjaldan haft jafn mikið fyrir einu verkefni.  Sé þó fyrir endan á því og þeim verkefnum sem ég þarf að skila fyrir jól, fer fækkandi.  Ætlað að dunda mér í jólaundibúning í fyrsta skiptið í mörg ár.  Hef hingað til verið að drukkna í vinnu og námi á þesum árstíma þannig að nú bíð ég spennt og hlakkar til.

Það þarf ekki mikið meira en að fylgjast með fréttum til að verða þungur og vilja breiða upp fyrir haus þessa dagana. Ráðamenn þjóðarinnar benda hver á annan þegar kemur að ábyrgð á efnahagsmálum þjóðarinnar.  Síifellt berast fleiri vísbendingar þess efnis að þeim hafi verið kunnugt um alvarlega stöðu bankanna en þagað yfir henni sem og eigi hlutdeild að málum. Þau viðbrögð ein og sér eru næg til að svipta ráðamönnum öllum trúverðugleika, svo bætast þær staðreyndir sem nú blasa við og enn eru ekki öll kurlkomin til grafar. Þetta á eftir að versna enn, trúi ég.  Er nokkuð  brugðið við afsögn Guðna, átta mig ekki alveg á stöðunni. Ólíkt honum að gefast upp og hverfa af vettvangi þannig að eitthvað meira en lítið býr þar að baki. Er ekki tilbúin til að taka afstöðu til þessa máls að svo stöddu.

Í stuttu máli var þessi dagur hálfgerður fýludagur setm úr rættist þegar á leið. Nýr dagur á morgun sem vonandi færir okkur einhverjar fréttir um gang mála.  Biðin er alltaf verst í þessu veikindaferli en ég breyti harla litlu með því að fara í fýlu. Er ekki Æðruleysisbænin kjörin yfirlestrar þegar reynir á þolrifin??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gott að pestin lætur undan.......ég geri varla annað en að lesa fréttir þessa dagana....og mér verður ekkert gott af því. Kveðja

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 23:55

2 identicon

Jú, Guðrún mín, æðruleysisbænin er alveg kjörin til að lesa núna. 

Baráttukveðjur til þín ..

Maddý (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Ragnheiður

Jú ég mæli með æðruleysisbæninni en veistu, ég skil þig mætavel að vilja halda áður ákveðnu plani.

Knús og kær kveðja

Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

fyrirgefðu,bara langar svo að senda þetta,þótt ókunnug sé.

Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2008 kl. 00:08

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús og styrkur til þín frábæra kona

Sigrún Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 00:17

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hugsaði óvenju mikið til þín í gær.  Vona að dagurinn í dag reynist þér betri.

Anna Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 13:06

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stundum er ekki gott að farið sé út fyrir ramman sem ákveðin hefur verið.
Gott að þú skildir kaupa þér blóm þau gleðja mann.
Sendi þér rauðar rósir
Kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2008 kl. 14:04

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knúsknús og ljúfar kveðjur,ég kveikti á kertaljósi handa þér elsku vinkona mínog sendi þér ljúfa strauma:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.11.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband