Mótsagnir

Ekki laust við að mér hafi brugðið þegar geint var frá umræddu símtali fjármálaráðherra og A. Darling í Kastljósi í kvöld. Gat ekki betur heyrt og séð að fjármálaráðherra hafi farið heldur frjálslega með staðreyndir þegar hann var inntur eftir þessu símtali fyrir nokkru.  Þar kannaðist hann ekki við að nokkuð hafi komið fram sem gæti útskýrt harkaleg viðbrögð Darling sm leiddu svo til þess að við vorum sett á lista með hryðjuverkamönnum.  Árni lét sem hann kæmi gjörsamlega ofan af fjöllum. Ég eiginlega skil ekki hvernig hann gat leyft sér það miðað við þær staðreyndir sem nú liggja fyrir.

Ég ætla forðast að taka of stórt upp í mig núna, ætla að lesa mér betur til, en ég held að mér sé nú óhætt samt að halda því fram að mikil mótsögn er í því sem kom fram í máli fjármálaráðherra þann 7. október og þeirra staðreynda sem liggja nú fyrir. Ég skil reynda ekki af hverju þessi gögn sem Kastljós birti kvöld, hafa ekki fyrir löngu verið lögð fram, ekki síst af hálfu fjármálaráðherra á sínum tíma. Ég hef svo sem sagt það fyrr og geri það enn; ekki er öll kurl komin til grafar enn. Við eigum öruggleg eftir að sjá eitthvað meira skrautlegt af aðgerðum/aðgerðarleysi stjórnvalda. Þetta fer að verða eins og í spennandi reyfara.

Þó að mótsagna gæti í ansi mörgu af því sem stjórnvöld hafa látið frá sér opinberlega, breytir það því ekki að aðgerð Breta vegna bankamálanna er með öllu óafsakanleg og úr takt við það sem getur talist eðlileg valdbeiting. Að setja þjóðina á lista með hryðjuverkum er sennilega með grófari dæmum um mibeitingu valds stjórnvalda þó leitað væri langt aftur í söguna. Þá aðgerð eigum við Íslendingar ekki að liða. 

Það er ekki laust við að maður upplifii kvíðahnút í maganum í hvert sinn sem fréttir berast af fjármálaklúðrinu og vinnubrögðum stjórnvalda, fjárfesta og ,,óreiðumanna".  Svo íþyngjandi er þetta ástand að maður er ekki einu sinni að ergja sig á eða hafa áhyggjur af arfabrjáluðu veðri þennan sólahringinn. Ég breiddi bara teppi upp undir brigspalir, kveikti á kerti og tók fram prjóna. Ekkert annað að gera í stöðuni. 


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðrún Jóna ég er lítill aðdáandi ÁM en ekkert í viðtalinu kallar á harkaleg viðbrögð.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég er eiginlega sammála en finnst etv. að ÁM hafi alls ekki verið nægilega vel að sér né skýr í sínum svörum. Ennfremur finnst mér nokkur mótsögn í þeirri yfirlýsingu sem hann gaf út eftir að þetta komst í hámæli. Það var ljóst að Bretarnir tóku þessu illa sem hann vildi alls ekki kannast við.

Í öllu falli þarf maður aðeins að skoða þessi mál.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.10.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hélt ég hefði verið búin að kommenta.....en hef væntanlega verið eitthvað fljót á mér.

Mér fannst Árni óskaplega "loðin" í sínum svörum en það var alveg ljóst að sá breski var að reyna að fá hann til að viðurkenna "stöðuna", þ.e. að við ætluðum ekki að borga.  bretar (m. litlu b) hafa örugglega verið búnir að ákveða, hvernig þeir ætluðu að díla við þetta, en þeir hafa væntanlega ekki gert ráð fyrir að tveggja manna símtal yrði útlistað í smáatriðum fyrir alheim.

Ég myndi nú líka vilja sjá fundargerð frá fundi þess breska  og okkar  Íslenska viðskiptaráðherra frá því í September.

Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 00:17

4 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 25.10.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Hvað er notalegra en að sitja við kertaljós og prjóna.

Ég er hætt að hlusta á fréttirnar - verð bara niðurdregin og döpur, það eru bara niðurdrepandi fréttir í boði þessa daganna.  

Sigrún Óskars, 26.10.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband