Ekki öll kurl komin til grafar

Mig skal ekki undra þó ráðamenn hafi tekið sinn tíma í að vinna með þessi mál öll sömul og fátt fengist af viti frá þeim fyrstu sólahringana eftir að skellurinn kom! Í hópi þeirra sem hlýddu á niðurstður úr þessari svörtu skýrslu voru Í hópi áheyrenda voru hagfræðingar frá Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu, einkageiranum og háskólasamfélaginu.

Það er ekki oft sem mig setur á hljóðan. Ég er kjaftstopp! Ekkert, nákvæmlega ekkert mun verða til þess að ríkisstjórn og aðrir ábyrgir aðilar endurheimti trúverðugleika og traust. Menn eiga að samstundis að víkja. 


mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þaðer margbúið að vara okkur við.  Nýi Nóbelsverðæaunahafinn í hagfræði skrifaði um það í mars sl að íslenska hagkerfið hefði orðið fyrir "árás " erlends banka.  Svo það er margt að skoða.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 00:41

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég gerði mér grein fyrir viðvörunum sem menn hundsuðu en að málið væri svona gróft, hvarflaði ekki að mér. Þetta er hrikalegt. Og svo ljúga ráðamenn upp í opið geðið á ekki bara þjóðinni heldur einnig að heiminum.  Hvar endar þetta?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Ragnheiður

Já nú fer krafan um að allir víki að verða háværari, þetta er algerlega óásættanleg hegðun og ábyrgðarleysi

Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 01:04

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hér verður að fara fram rannsókn strax, en það verður náttúrulega ekki gert meðan sökudólgarnir sitja við stjórn.

Sigrún Jónsdóttir, 15.10.2008 kl. 07:15

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Kærleikskveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.10.2008 kl. 07:36

6 Smámynd: Johann Trast Palmason

"Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði.

Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að minnta ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.

Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem

þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum.

Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt."

Skrifað af og tekið af vef Hæstvirts Viðskiptaráðherra hr Björgvin G Sigurðssonar.

Vefurinn liggur niðri vegna "viðgerða"

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband