Svefninn

Allir vita að svefninn er okkur mikilvægur. Tökum honum sem gefnum þar til eitthvað fer úrskeiðis og við verðum vansvefta.

Ég hef ekki átt samfelldan nætursvefn síðan í nóvember á síðasta ári sökum verkja. Hef ekki getað legið flöt í rúmi, né með hækkað undir höfði í jafn langan tíma (eins gott að ég deili ekki rúmi með örðum W00t). Það sama átti við á árunum 2005-2006 þegar ég var klárlega orðin veik.  Framan af fór best um mig hállfsitjandi í sófanum með sjónvarpið við hendina náttúrlega sem auðveldaði mér oft að sofna aftur. Náði gjarnan tveimur 2-3 klst. dúrum yfir nóttina en stundum mun skemmri tíma í senn. Fékk mér gjarnan kríu seinni partinn eða yfir fréttunum til að bæta mér þetta allt saman upp. 

Samfelldur nætursvefn minn hefur verið 1-2 klst. í senn síðustu vikurnar. Hefur þá farið best um mig  sitjandi við eldhúsborðið, svo ótrúlegt sem það hljómar og með teppi yfir mér! Það ,,fyrirkomulag" hefur gengið nokkuð áfallalaust fyrir sig en nokkrum sinnum hef ég vaknað við það að ég er að detta fram fyrir mig í stólnum og á gólfið. Eitthvað um mar en engin beinbrot né skurðir, ennþá.  Ansi snaupuleg kona engu að síður sem þarf að horfast í augu við sig. 

Ég kannaði, svona fyrir forvitnissakir" hvort ég ætti rétt á rúmi sem hjálpartæki frá TR. Svarið var stutt og laggott; Nei. Það vantaði greiningu til að styðja umsóknina. Ekki nóg að vera með einkenni, það þarf greiningu og hún verður að falla að ramma þeirra hjá stofnuninni.  Reyndar var þetta fyrir seinni greiningu hjá mér en mér skilst að svarið sé hið sama í dag. Við munum þá láta á það reyna, ég og félagsráðgjafinn á næstu dögum en mér skilst að krabbameinssjúklingar eigi ekki greiðan aðgang a sjúkrarúmi fyrr en  viðkomandi er að miklu leyti bundinn við rúmið. Ekki það að ég er svo sem ekkert að kvarta en leiðist pínu hvað allur sólahringurinn fer í að bæta upp tapaðan nætursvefn.

Ég hef alla vega lært að góður svefn er undirtaða vellíðunnar og framtaksins hvern dag.  Menn þurfa að fara vel með hann og bregðist við þegar hann fer að klikka.Það er ekkert til sem heitir ,,sjálfsagt mál"

a_detta_ur_rumi_698201.jpg


mbl.is Mikilvægt að sofa nóg á tímum sem þessum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Undarlegt hversu fast er haldið í hjálpartæki hjá TR.

Kær kveðja

Ragnheiður , 14.10.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hvað er eiginlega að hjá TR er ekki nóg að þú þurfir að berjast við krabbamein, þurfa þeir líka að gera þér erfitt fyrir á allan annan hátt. Þetta með svefninn er svo sannarlega rétt, góður svefn er gulls ígildi, ef maður fær ekki nógan svefn þá er dagurinn ónítur.

Hafðu það sem BEST kæra vina

Kristín Gunnarsdóttir, 14.10.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og eitt ljúft fallegt bros

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:02

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

" kerfið" er alltof stíft á Íslandi. TR er sérkapítuli.  Auðvitað ættir þú að fá rúm mín kæra.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.10.2008 kl. 23:49

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sjúkrarúm teljast til hjálpartækja hjá TR, á því er enginn vafi. Það virðist hins vegar vera ansi grimm sía á umsækjendur þar sem fáir eru gjaldgengir, greinilega

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:59

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Vona að félagsráðgjafinn geti hjálpað þér - séð einhverja smugu. Undarlegt þetta TR kerfi - spurning fyrir hvern það er.

Það er mjög slæmt að missa svefn og vona svo sannarlega að þú fáir lausn á þessu

Sigrún Óskars, 15.10.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband