Ella Dís - tökum þátt þó tímar séu erfiðir

Ljáum endilega sem flest þessu máli lið þó tímar séu svartir þessa dagana. Þarna er á ferð ótrúleg fórnfýsi og samhugur fjölmargra einstaklinga sem vilja leggja málinu lið en margir okkar fremstu tónlista- og tæknimanna gefa framlag sitt á þessum tónleikum í kvöld.

Þjóðin hefur marg sýnt samhug í verki í tilvikum sem þessum, margt smátt gerir eitt stórt. Slíkur samhugur getur gjörbreytt lífi þeirra einstaklinga sem um ræðir. Það þekkir sá er fær að njóta slíkra góðra verka og samkenndar.  Ég get aðeins ímyndað mér hversu margar vinnustundir hver þátttakandi tónleikanna er að gefa af sér, í þeim  tilgangi að sýna litlu stúlkunni samhug í verki og gera líf hennar sem og fjölskyldu bærilegra.

 Mætum í kvöld og sýnum samhug í verki.Oft er þörf en nú er nauðsyn.

Stillum stengi saman með þeim sem standa að þessari metnaðarfullu dagskrá og mætum endilega  eða takið þátt í söfnuninni fyrir Ellu Dís. Hægt er að fræðast betur um tónleikana á slóðinni: http://blogg.visir.is/elladis.  Ég kemst ekki  í þetta sinnið en mun sýna minn samhug í verki, engu að síður.  Ég veit að tónleikarnir verða frábærir og margur mun varðveita þá minningu sem þar skapast.  Við höfum öll gott af því að gleyma erfiðleikum og svartnætti um stund. Flestir þurfa því miður að ganga í gegnum einhvers konar mótætlæti og erfiðleika á ævinni. Flestir þeirra tengjast veraldlegum auði, þ.e. fjámunum, atvinnu og afkomu.  Við Íslendingar höfum sem betur fer ekki margir þurft að kljást við glæpagengi, þjófnað og morð en ´svo virðist sem tegundir og alvarleiki glæpana séu að taka á sig breytta mynd.

ella_dis_a3.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband