Áfram hóst og gelt

Búin að vera hælismatur í dag, hóst, kitl og gelt út í það endalausa.  Hiti, beinverkir, kuldahrollur og hvaðeina.  Framtakssemin eftir því.  Skelfilegt að eyða fríinu sínu með þessum hætti.  Er ósköp fúl yfir þessari uppákomu.  Hún ætti ekki að koma mér á óvart, Haffi búin að vera með sömu pestina og það er orðið býsna kalt, alla vega á morgnana og á kvöldin.

Í dag stóð til að henda rusli og dóti.  Löngu orðið tímabært að snurfusa og losa sig við pappakassa, gamalt dót og annað sem á heima á haugunum.  Nú átti að taka á því áður en krakkarnir fara út.  Eitthvað fór lítið fyrir mínu framlagi í þeim efnum, fór í 2 skápa og þar með var það upptalið.  Haffi eins og herforingi fór tvær ferðir með fullan bíl í Sorpu en lítill munur sést enn.

Það er því blessaður sófinn í kvöld, sjónvarpið og poppið.  Hef ekki einu sinni heilsu til að grufla í kennsluáætlunum. Gjörsamlega andlaus en auðvitað brosandiSmile

Einn kosturinn við þennan krankleika er sá að nú hef ég fylgst með sjónvarpsfréttum. Ótrúlegt að fylgjast með Grímseyjarklúðrinu.  Ugglaust á ráðgjafinn stóran þátt í því klúðri en eru það ekki vegamálastjóri, ráðuneytisstjóri, ráðherra og ríkisstjórn sem bera endanlega ábyrgðina (í þeirri röð)?  Er ekki verið að hengja bakara fyrir smið?

Ég segi það enn og aftur, ég hef ekki trú á því að hveitibrauðsdagar þessarar nýju ríkisstjórnar verði langir.  Sjálfstæðismenn með óbreytta stefnu og vinnubrögð og ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar hafa ekki enn komið niður á jörðina.  Öll raunveruleikatengsl eru rofin á þeim bæ og það bókstaflega riginir upp í nefið á sumum þeirra.  Svo virðist sem völd og titlatog sé það sem sóst var eftir af þeirra hálfu.  Menn þvaðra út og suður í krafti embættis síns, í bullandi mótsögn við ríkisstjórnarsáttmálann.  Ég hef ekki trú á því að Ingibjörg Sólrún nái að hafa hemil á óstýrlátum froðusnökkum.

Verð vonandi hressari á morgun, mörg verkefni liggja fyrir, eiginlega út í það endalausa og kennsla að byrja eftir helgi.  Ætla rétt að vona að við náum að gera eitthvað skemmtilegt áður en Haffi fer út á þriðjudaginn.  Urrrrrrrrrrrr, þennan fja...... ætla ég mér að losna við hið snarasta.

 

 


Hóst og gelt!

Fór í langþráðann göngutúr í kvöld með mína einu sönnu; Lafði Diönu. Hóstinn ekki stoppað síðan, hóstað og gelt þar til ég hef hreinlega kastað upp.  Er sem sé versnandi af mínum "bronchitis" sem ég fékk í Brekkunni.  Krakkarnir búnir að vera með sömu einkenni, ekki síst Hafsteinn sem hefur hreinlega verið hundslappur.  Hann er að rétta úr kútnum en ég held, svei mér, að ég sé að taka við honum.  Eins gott að ég er í "fríi"!Pouty

Ekki er um mörg úrræði að velja þegar kemur að læknisþjónustunni, við ekki með fastan heimilislækni í Reykjavíkinni enda ekki búsett þar per se. Þó krakkarnir séu tilbúnir til að leita til lækna heima, dugi vart að hósta í síman til að fá meðferð. Vð höfum hins vegar möguleika á því að fara á Læknavaktina og það höfum við nýtt okkur óspart, með æði misjöfnum árangri þó.  Stundum hefur betur farið að sitja heima með sinn krankleika en stundum höfum við fengið góð úrræði, eins og gengur.  En einmitt á það ekki að vera, einstaklingar eiga ALLTAF að fá þau bestu úrræði sem völ er á, hverju sinni.  Heilsugæslan á að vera hornsteinn heilbrigðisþjónustunnar en er hún það í raun?  Ég spyr.

Hef því ekki verið neitt óskaplega dugleg í dag, ekki komist með tærnar þar sem ég ætlaði að hafa hælana.  Markmiðsetningin léleg, eins og oft áður.  Verð að taka mig á í þeim efnum, sem öðrum.

Varð fyrir miklu láni í dag, svo ótrúlegu að ég á ekki til orð.  Höfðingsskapur og stuðningur á erfiðum tímum sem kom verulega flatt upp á mig. Það gerist ekki oft að ég verði orðlaus en nú varð ég það. Í fyrsta skiptið síðan ég veiktist og missti Guðjón, fékk ég þvílíkan skilning á aðstæðum og óvæntan stuðning.  Ég á ekki slíku að venjast, hef ætíð þurft að hafa mikið fyrir hlutum og gengið að því vísu.  Þannig er lífið einfaldlega.  Heppni" hefur aldrei verið inni í minni orðabók, ég hefi ekki skilið hugtakið.  Á það ekki síst við kerfið og aðrar stofnanir þar sem ekkert er gefið eftir og lítill skilningur á breyttum aðstæðum.   Það mun taka mig tíma að finna réttu orðin til að lýsa yfir mínu þakklæti en það verður gert á viðeigandi hátt.

Ég held því áfram að brosa hringinn, þannig ætla ég mér að lifa lífinu.  Sætta mig við þær breytingar sem bíða mín og taka þeim fagnandi.  Búið að taka á að þurfa að sætta sig við þær; þær eru hins vegar óumflýjanlegar, þannig er það einfaldlega og ég verð að taka því.  Það hefur tekið mig aldeilis tíma.

 Komin á fullt í kennsluundirbúningnum, hefði viljað vera duglegri í dag en ég er bara mannleg. Heyrði loks í minni mágkonu í kvöld, frábært að heyra í henni en skelfilegt hvað ég hef ómeðvitað trassað þau tengslin sem og nokkur önnur.  Það er æði margt sem ég hefði viljað sinna betur en ekki gert.  Nú verður tekið á þeim málum!

Næsta brýna skrefið er að ná þessari berkjubólgu og hita úr mér og fara að sinna þeim ótal verkefnum sem bíða mín.  Yndisleg tilfinning að vita að ég þarf ekki að vakna í býtið í fyrramálið enda algjör B-manneskja sem dýrkar það að kúra frameftir á morgnana, þrátt fyrir að hafa tekist að venjast öðrum aðstæðum.

 Ég held að lukkuhjólin séu farin að snúast, löngu orðið tímabærtUndecided


Margfaldur dagur

Þessi dagur margfaldur í víðasta skilning þess orðs. Slepppti matar- og kaffitímum til að klára mína pligt. Ekki beint sniðugt og endurtek ekki leikinn. Hvað er maður að hugsaCrying

Fæ ótrúlega mikið út úr starfinu en "come on" ;  þetta var "too much"!   Komin í fríiiiiiiiiiiiiiiiiii    eftir þennan daginn, fram á mánudag og ætla að njóta þess.

Skreið að sjálfsögðu beint upp í sófann að degi loknum, sofnaði seint og um síðir, heyrði meira segja eitthvað af fréttum en vaknaði illa eins og alltaf þegar ég legg mig enda líkamsklukkan ekki byggð fyrir síðbúið "Siesta"

Ætla mér ekki að sofa út í það endalausa á morgun, veit að ég vakna þó seint. Verð að taka mig á í þeim efnum enda fáir frídagar framundan, hellingur að verkefnum og Hafffinn að fara á þriðjudagShocking  Úff!!! hvað tíminn er fljótur að líða..........................................    Áiiiiiiiiiiii

Brosi áfram allan hringinn og mun gera það í framtíðinni, það sama hvað gengur á. En núna er mín  alveg búin á því í orðsinsfyllstu merkingu: BROSANDI, að sjálfsögðuSmile

 


Það léttir til

Líðanin mun betri í dag en síðustu daga, bæði andlega og líkamlega.  Ákvað það í morgun að hætta að velta mér upp úr því sem ég get ekki haft áhrif á eða fæ ekki breytt.  Mætti því brosandi til vinnu í morgun og það bros hefur haldist út daginn.  Ég fæ ekki öllu ráðið, frekar en aðrir og verð að bíta í það súra epli að vera háð öðrum í sumum málum.  Getur verið ansi óþægileg tilfinning, engu að síður.

Ég held að við öll séum því merki brennd að vilja hafa stjórn á eigin lífi, að sem flestu leyti.  Flest okkar vilja einnig sjá fram fyrir tærnar á okkur og vita hver næstu skref eru í lífinu en stundum eru aðstæður þannig að það er ekki hægt.  Þá er bara að taka því og brosa framan í lífið.

Ég verð áberandi mikið vör við það í hinum ýmsu "krísum" og óvissu að þolmörkin eru lægri en áður. Sveiflurnar hafa verið meiri og mínir nánustu hafa fundið það.  Kenni ég veikindunum og hinum ýmsu áföllum þar um, hef svo oft staðið frammi fyrir því síðustu 4-5 árin að fótunum hafi verið kippt undan mér fyrirvaralaust og á ýmsum sviðum. Á ég þá við búsetuskilyrði, atvinnu, fjárahag, fjölskyldu, vináttu og heilsufar.  Eftir því sem áföllin hafa verið fleiri, hef ég lagt meiri áherslu á að hafa "allt undir control", tilbúin með varaleiðir út úr öllum málum, komi eittthvað til með að klikka.  Ég lærði það fljótt í pólitíkinni að búast alltaf við hinu versta, vera á undan andstæðingnum með næsta leik og tilbúin með fleiri en eina leið út úr málum.  Ekki beinlínis uppbyggilegt lífsform en þetta var nauðsynlegt til að hreinlega lifa af.  Og ég lifði afW00t

Þrátt fyrir harðan skóla og erfið lífsskilyrði síðustu árin, verð ég að viðurkenna að þessi skóli hefur verið lærdómsríkur.  Reynslan hefur verið góður grunnur í þeim erfiðleikum og sorg sem dunið hafa á okkur í litlu famelíunni síðasta árið.  Trúlega hefði okkur síður tekist að vinna okkur út úr þeim erfiðleikum, hefðum við ekki haft þessa reynslu.  Ekki það að ég ætla ekki að þakka mínum óvildamönnum þann "skrápinn"FootinMouth

Síðasti dagurinn í sumarafleysingunum á morgun. Búið að vera frábær tími og ótrúlega gefandi að vera í mínu gamla starfi.  Allt gengið snuðrulaust fyrir sig, góður starfsandi og gott samstarf.   Mikill munur á mínu líkamlega úthaldi, beinlínis grét af verkjum eftir daginn fyrstu vikurnar en nú það góð að ég gat mætt í barnaafmæli eftir vinnu í dag.  Gat ekki stoppað lengi en kom þó við og hafði gaman af.  Ég hefði ekki trúað þessu fyrir nokkrum vikum.

Vinna og kennsla að hefjast í byrjun næstu viku þannig að "fríið" verður stutt enda búin að vera í fríi í allan vetur.  Í öllu falli er nýr kafli að hefjast í mínu lífi sem ég tek fagnandi.  Í honum verður ekki pláss fyrir hýenur né önnur óargardýr. 

Á enn langt í land m.t.t. úthalds og verkjastillingu en allt er þetta á réttri leið og einungis 6-7 vikur í næsta tékk. Þarf að taka föstum tökum á ýmsum málum og löstum, er loksins tilbúin til þessSmile  "Batnandi manni er best að lifa".

 

 

 


Í kremju

Síðustu dagar búnir að vera erfiðir.  Búin að standa á mínum blessuðum krossgötum með blikkandi ljósum í allar áttir. Var loks búin að taka ákveðna stefnu, sátt við hana og létti verulega.  Lífið gjörbreyttist við það að vita hvert ég stefndi þó það væri ekki sársaukalaust að taka ákvarðanir.  Er hins vegar háð ákvörðunum annarra í því tilliti og hef verið í nagandi óvissu síðustu dagana.  Óvissu sem er óþolandi þegar mikið er í húfi.  Og það sem verra er, ég verð að sætta mig þetta óvissuástand enn, get ekkert gert til að hagga því né haft áhrif á gang mála. Ekki bætir úr skák að mig grunar að ég verði að hverfa af þeirri braut sem ég hafði markað og byrja upp á nýtt.  Enn og afturCrying

Mér finnst það kvíðvænlegt að kryfja málin til mergjar, enn og aftur og fara aftur á byrjunarreitinn.  Sumir halda því fram að örlögin séu fyrirfram ákveðin en ég hlýt þá að spyrja; af hverju getur maður einfaldlega ekki fengið þá að vita í hverju þau eru fólgin og getað gengið þá hreint til verks?  Spurningar sem ég fæ aldrei svör við, ætti svo sem að vea búin að venjast því.  Hlutirnir hafa heldur aldrei gengið snuðrulaust fyrir sig hjá mér þannig að þessi staða ætti ekki að koma mér á óvart. 

Leyni því ekki að ég er spæld og svekkt.  Það tók mig óratíma að komast að niðurstöðu og loks þegar ég var orðin sátt og tilbúin til að feta ákveðnar leiðir, klikka hlutirnir.  Urrrrrrrrrrrr, hvað þetta er pirrandi.  Ekki það að ég veit, af fenginni reynslu ,að ég mun rífa mig upp úr þessu svekkelsi og byrja upp á nýtt, er ekki vön að pompa niður í langan tíma en veit að næstu skref og aðrar leiðir verða mun flóknari. Pinch

Ég spyr mig stundum, líkt og flestir aðrir; "hvað hef ég gert til að eiga alla þessa erfiðleika skilið"? Ég veit að einhverjir væru tilbúnir með svarið en eina skýringu fékk ég um daginn af andlega sinnaðri manneskju.  Við, sem sé, veljum okkur það sjálf þegar við fæðumst að kalla yfir okkur alla heimsins erfiðleika til þess að vera þroskaðri sálir og betur í stakk búin til að halda áfram "hinum megin". Ég gat ekki stillt mig um að segja að það hlyti að vera eitthvað meira en lítið að hjá einstaklingum sem fyrirfram veldu sér slíkan farveg.  Sjálfeyðingahvöt á hæsta stigi í öllu falli.  Ekki það að ég geri lítið úr andlegum málefnum, spiritisma, indjánum eða hvaða nöfnum sem slík "trúabrögð" boða, ég kaupi hins vegar ekki þessa skýringu.  Kristinn trú  boðar ákveðnar skýringar á erfiðleikum mannanna en ég, satt best að segja, skil þær ekki alltaf.GetLost

Þrátt fyrir allar heimsins áhyggjur á herðum mér, skín sólin og því engin spurning að nýta sér góða veðrið  Ut skal ek, í þetta sinn að moldvarpast, reita arfa í gríð og erg og grafa gamla drauga.  Nóg er af illgresinu í víðasta skilningi þess orðs.Whistling

 


Áfram B manneskja

Úff! Áfram, stjórnsöm B manneskja. "Skulda" ótal fólki símtal en síminn mitt uppáhald í gegnum tíðina. Svo fer ég af stað og þar sem ég hef "vanrækt" fólk svo lengi þá dugir kvöldið ekki til og sumir ekki heima eins og gengur.

Ég á það til að skipta mér of mikið af, án þess að ætla mér það. Finnst endilega að mín reynsla ætti að vera öðrum víti til varnaðar.  Kveiki ekki endilega á því að fólk þarf að reka sig á sjálft.  Bölvuð afskiptasemi í mér en mér gengur ekkert annað en gott til.

Þessi dagur betri heilsufarslega en í gær, vildi gjarnan vera betri af "bronchitisinum", reynar vera alveg laus við hann enda þarf að vera eins og dúkkulísa með eitt lunga. Ríf þetta úr mér, eins gott að Læknavaktin skuli vera til.

B manneskjan búin á því. Verð vonandi hressari á morgunHalo


Nátthrafn

Hef löngum verið "B" manneskja, þótt gott að vaka á kvöldin og lúúúúrrrrrrrra á morgnanaGrin. Það hefur þó aðeins breyst síðustu árin og ekki síst það síðasta (kominn tími til).  Er orðin býsna sátt við að vakna kl. 06 á morgnana, hafa mig til í vinnu og leggja af stað um 7 leytið. Í veikindunum var ég vöknuð kl. 05, beið eftir Mogganum og lagði mig svo. Arrrrrrrrrr, hvað það var notalegt. Hins vegar er ókostur við að vakna svo snemma; ég þarf að leggja mig þegar heim er komið. Þannig hafa mörg síðdegin farið hjá mér í sumar og fram á rauða kvöld; lúrandi í sófanum, hef sjaldnast fréttirnar af.

Þetta kvöld sló ég met, við Kata sofnuðum um kl. 19.30 og vöknuðum upp úr kl. 22.00! Geri aðrir betur! Katan fljót að hátta sig enda í bullandi vinnu þessa dagana en ég reyndi að rétta úr kútnum enda löngu kominn tími til að hrella fólk með símtölum. Var ansi seint á ferð og mesta furða hvað ein mín best vinkona, hún Lóa, sætti sig við í þeim efnum.  Ofboðslega sakna ég hennar og fjölskyldu hennar.  Ég tengist fáum og er hún ein af þeim. Klettur í hafinu.  Frábært að heyra í Bæring og Mundu, ótrúlegt hvað þau líða mér að hringja seint. Alltaf jafn yndisleg.  Bæring búinn að vera bjargvættur, nú sem oft áður. Reddaði Blæju minni heldur betur með aðstoð góðs vinar síns sem ég stend í þakkarskuld við.  Hvenær skyldi ég drífa mig á bak??????????

Búin að vera með ofboðslega heimþrá undanfarið. Ég er algjör sveitartútta.  Ekki það að ég hafi ekki skemmt mér vel í Eyjum eða hafi ekki nóg að gera í vinnunni.  Það er einfaldlega ekki það sama og að vera heima. Krossgöturnar þvælast fyrir mér; stend á þeim miðjum, ljósin blikka í allar áttir og þarf að velja og hafna.  Hvar vil ég vera? Hvert stefni ég? Kostir og gallar?  Skynsemin? Hjartað? Tilfinningin? Fjármálin? Heilsufarið? Þrjóskan..............................???? Urrrrrrrrrrrrr, þetta er ekkert smá töff!

Heilsufarið ekkert til að hrópa húrra fyrir, mætti í morgun og stóð mína pligt en augljóst að "pest" er að angra mig. Gekk svo langt að skreppa í hádeginu og leggja mig í bílnum! Hresstist reyndar helling á því, náði að klára daginn sem fólst í ótal þroskaprófum. Ekki mitt uppáhald allan daginn, reynir virkilega á. Fínt að taka eitt og eitt enda krakkarnir skemmtilegir og ögrandi viðfangsefni en þarf að takast á við það hlutverk í smáskömmtum.  Ég er umfram allt þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna því sem ég kann best og leiðist það ekki.

Það er svolítið skrítið og um leið erfið tilfinning að fara yfir örlagavalda í lífi sínu. Reynsla mín síðustu 5 árin hefur verið erfið og á margan hátt svo óskiljanleg.  Spurningar vakna um það hvað fólki gengur til. Ætlar það aldrei að hætta? Hvað veldur þráhyggjunni? Hvað hef ég, í raun, gert því, hvað þá á sjúkrabeði síðasta árið? Linnir þessu aldrei? Hversu veikir eru sumir?  Heiftin, hatrið?  Nær óvildin yfir gröf og dauða? Einhvern tímann hljóta menn að átta sig. Snýst lífið ekki um það, einmitt, að mennirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir? Hver vill einsleit samfélög þar sem allt er fyrirsjáanlegt og óhagganlegt?  Í öllu falli tel ég eðlilegt að virða einstaklingana eins og þeir eru og kalla eftir fjölbreytileika.  Annað er svo tilbreytingasnautt og hrútleiðinlegt.  Sick

Menn verða hins vegar að gæta að valdi sínu.  Það er vand með farið.  Enginn ætti að misbeita því, sjálfum sér og sínum í hag, ekki síst í opinbera geiranum sem er háður stjórnsýsluögum.  Það getur beinlínis verið hættulegt í víðum skilningi þess orðs. Vona af einlægni að sumir menn sjái að sér. Það er heillavænna fyrir alla, ekki síst þá sjálfa.  Það er aldrei of seint að betrumbæta sig og snúa við blaðinu.  Slíkt kunna allir að meta og virða.

Það er Manning fyrir svefninn.  Ein hetjan; Gíslina, benti mér á hann,.  Ótrúleg hetja, sú kona.  Gjörsamega búin á því í bili , það verður sofið út í fyrramálið.  Komin í helgafrí, enn og aftur, tíminn flýgur áfram á hraða ljósins Gasp

 

 

 


Fróðleiksmolar um lungnakrabbamein

Er aldeilis ekki skriðin upp í, Eyjólfur að hressast.  Hnaut um áhugaverða fróðleiksmola um lungnakrabbamein á Ísland.

Myndir og gröf tala sínu máli. Fengnar að "láni" af vef Krabbameinfélags Íslands

http://www.krabbameinsskra.is/index.jsp?icd=C33-C34

 

Yfirlit (2000 - 2004)
 Karlar ♂Konur ♀
Meðalfjöldi tilfella á ári6560
Hlutfall af öllum meinum10,4%10,0%
Meðalaldur við greiningu68 ár67 ár
Fjöldi á lífi í árslok 2004134150

 

 

nygengi-C33-C34

 

aldursbundidnygengi-C33-C34

 

lifun-C33-C34

 

Skelfilegur sjúkómur en ekki ósigrandi fjandi.  Er nokkur undrandi þó ég tali um kraftaverk í mínu tilfelli?  Mér eru gefnar allt að 70% batahorfur!


Heilsuleysi á bænum

Hér er einhver pest í gangi, Haffi með hita og slæmur í maganum og við Kata með ólguna upp í koki.  Kannski kjúklingurinn sem þau keyptu sér í gærkvöldi?? Fékk mér örilitla flís sem etv. dugði til. Hef alltaf hálfgerða ímugust á kjúkling, ekki síst þegar ég var veik, þoldi einfaldlega ekki lyktina af honum.

Mætti annars í vinnu í morgun, meira en nóg að gera og dagurinn verulega skemmtilegur.  Finnst ekkert lítið gaman að vera í mínu gamla starfi, "fíla í mig í botn", eins og unglingarnir segja.  Mér leiðist það ekki heldur að menn meta starfskrafta mína og öll samskipti frábær.  Engar híenur á þeim bænum.W00t

Mér finnst úthaldið vera að aukast, er reyndar búin á því að loknum vinnudegi og þarf að beita mig hörðu til að halda mér vakandi á "Brautinni" á heimleiðinni.  Sofna undantekningálítið þegar heim er komið en það er líka allt í lagi.  Það er ekki svo að ég sé með ungabörn sem þarf alltaf að elda ofan í. 

Heiðrún Harpa, vinkona Kötu, er hreint út sagt snillingur með myndavélina.  Hún benti mér á nýjar myndir á síðunni sinni og var ég svo djörf að fá nokkrar "lánaðar".  Hvet fólk til að "skreppa á þjóðhátíð" með Heiðrúnu Hörpu á slóðinni http://www.hharpa.vefalbum.is/main.php?g2_itemId=9393

Stelpurnar fóru á kostum þessa þjóðhátíðina, engin leið að gera upp á milli þeirra. 'Eg skeeeeeeeeeeelfilega "veikluleg" ennþá, mætti halda að ég væri "ég veit ekki hvað". NB!! er allsgáð á flestum myndum eða þar um bilShocking Það fer að verða spurning um "Extreme makeover", í alvörunni!

Snemma í háttinn, er ferlega óglatt. Ætla að sofa þetta úr mér, NENNI ekki að vera veik.  Nóg að gera framundan, styttist í ákvörðunartöku á mínum krossgötum.  Hún verður ekki auðveld en örugglega léttir þegar hún liggur fyrir.


Á batavegi

Ekki besti dagur í heimi, mér hefur orðið kalt í brekkunni, "bronchitisinn" verri í morgun. Lá eins og skata í mogun, marflöt og komst hvoki lönd né strönd. Þoli ekki að geta ekki mætt í vinnu, mér líður eins og Skuggabaldri, skríð með veggjum með þvílíkt samviskubit. Bandit Finnst hrikalegt að vera frá vinnu, eitt það versta sem ég upplifi.  Er þó öll að koma til, komin á lyf og stefni ótrauð í vinnu í fyrramálið. Manneklan mikil þannig að það munar um hvern þann sem dettur út.

Annars fer að styttast í annan endan á þessari afleysingu, verð fram í miðja næstu viku. Kennslan hefst svo hjá mér þann 22. ágúst en fyrir þann tíma þarf ég að vera búin að setja upp kennsluáætlanir o.þ.h. Hlakka mikið til, líður eins og krakka sem er að byrja í skóla.  Sýnist ég þó ekki fá jafn mikla kennslu og ég hefði kosið, fleiri um hitunina núna þannig að ég geri ráð fyrir því að vinna hlutastarf samhliða henni í vetur. Það er svo sem allt í fína, ég er ekkert óvön því að vinna á 2-3 stöðum. Aðeins flóknara enda mega störfin ekki stangast á í tíma en ekki endilega síðra. Strípuð laun framhaldsskólakennara eru ekki ekki til að reka heimili og lifa af þeim sem fyrirvinnan, svo einfalt er það.

Sé fram á skemmtilegan tíma framundan, við verðum heima fyrir vestan í meira mæli en fram að þessu enda nóg að gera þar. Eitt af markmiðunum er að komast í berjamó og hugsa stíft til Snæju, vinkonu minnar, í þeim efnum. Kominn tími til að uppfylla það makmið.  Ég þarf einnig að huga að hrossunum fyrir veturinn og finna úrræði fyrir þau hross sem við erum ekki fær um að eiga við enda við Kata ekki mjög vanarWhistling

Ég veit að næstu vikur eiga eftir að fljúga áfram, styttist ógnvænlega í brottför hjá krökkunum.  Svo margt að gera áður en þau fara.  Búin að lofa þeim að koma út til þeirra fljótlega í haust, vil auðvitað koma að hreiðurgerðinni hjá þeim og get kannski orðið þeim að gagni þó ekki væri nema til að sauma gardínur eða eitthvað.  Hlakka mikið til, enda Debrecen falleg borg og ekki er Búdapest síðri er mér sagt.  Heimsferðir fljúga til Búdapest í október og á vorin og skilst mér að þær ferðir séu vinsælar hjá landanum. Læt nokkrar slóðir um Háskólann í Debrecen og um borgina fylgja hér með.

http://www.youtube.com/watch?v=OldcYt37ae8

http://www.youtube.com/watch?v=GqP1pPZImSY

Búin að strengja þess heit að fara í ræktina á næstu vikum, þarf einkaþjálfara til að byrja með en það verður tekið á því. Ég var illþyrmilega minnt á úthaldið í brekkunni í Herjólfsdal, var eins og fýsibelgur þegar ég var að krönglast þetta og búin á því eftir helgina.  Svei attan, ég skal klífa Esjuna næsta vor, án hjálpar og  súrefniskúts W00t

Allt að færast í eðlilegt form, krakkarnir komnir og tíkurnar, hver af annarri á heimleið og orðið fjörugt í kotinu.  Nákvæmlega eins og hlutirnir eiga að vera.  Er smám saman að ná áttum eftir góður fréttirnar, leyfi mér að trúa því að ég sé sloppin fyrir horn.  Er á meðan er.  Verð auðvitað miklu öruggari ef ég fæ sömu fréttir í október, aðeins um 2 mánuðir þangað til Happy 

Ég ætla að njóta hverrar stundar og þeirra kaflaskila sem nú eru í mínu lífi.  Uppgjör þarf alltaf að fara fram og slíkt tekur tíma. Ég hlakka hins vegar til komandi tíma þó vissulega verði skrítið að hafa krakkana ekki hjá mér. Aðstæður verða breyttar en þurfa ekki að vera síðri.  Samvera og samskipti snúast um gæði en ekki magn.  Ég fagna í raun þeim breytingum sem bíða mín handan við hornið, veit ekki enn hverjar þær nákvæmlega verða en smátt og smátt fara málin að skýrast.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband