Breytt áætlun

Héðan af LSH er bærilegt að frétta. Maturinn breytist reyndar ekki þrátt fyrir næringaráðgjöf en kosturunn við ástandið þó sá að ég get látið allt eftir mér sem mér sýnist sem er náttúrlega ólýsanlega ánægjuleg forréttindi; smákökur, nammi í tonnatali, kakó, samlokur; ,,just name it!

Enn gengur illa að verkjastilla frúnna, næturnar alverstar í þeim efnum líkt og áður.  Hinn eiginlegi dagur hefst því ekki fyrr en um og upp úr hádegi hjá primadonnunni sem fellur ágætlega inní mitt norm sem þarf að vera öðruvísi en annarra.  Af þessum sökum er útskriftarplanið sett á bið í raun, heima get ég ekki verið á næturna ennþá, a.m.k. Leyni því ekki að þetta eru ákveðin vonbrigði, taldi mjög raunhæft að stefna að útskrift fyrir heimkomu Haffans á morgun en þær væntingar hafa brugðist.  Það dregur hins vegar ekkert úr tilhlökkuninni að fa hann heim. Drengurinnvar að leggja af stað rétt í þessu, flýgur heim í gegnum Frankfurt og verður kominn heim um miðjan dag á morgun, búinn að ljúka öllum prófum annarinnar 

Katan hefur ekki staðið sig síður vel, búin að ljúka hverju hlutaprófinu á fætur öðru með stæl, stundum allt að 3 slík prófum í viku en með þessum hætti losnar hún við nokkur lokapróf og minnkar umgfangið á stærsta og erfiðasta prófinu.  Nemendur hafa flestir tekið sér nokkrar vikur í upplestur fyrir það próf, hún tekur sér 3 daga! Ég ætla rétt að vona að allir góðir vættir standi með henni þannug að það plan nái fram að ganga en hvernig sem allt fer kemur snúllan heim þann 23. des, á afmælisdegi bróður síns.Wizard

Þó margt hafi ekki gengið eftir síðustu daga og vikur, hefur sumt gert það. Sigrún sys verið nánast í fullri vinnu við að  aðstoða mig við ýmiss erfið mál sem ég hef ekki verið fær um að sinna og hvílt þungt á mér. Sumt ætlar að ganga upp, annað ekki eins og gengur en þá verður bara að hugsa málin upp á nýtt. Ekki hefur þáttaka Tóta bro verið síður mikilvæg sem vinnur að máli sem lengi hefu hvílt á mér og er saga að segja frá per se!  Ég finn alla vega hvað kvíðahnúturinn hefur aðeins slaknað og veit eins og flestir hvaða áhrif erfið mál geta haft á líkamlega líðan okkar. Þetta kemur vonandi smátt og smátt.

Hvernig sem fer og hvernig þróunin verður næstu daga er eitt víst; litla famelían ætlar sér að halda gleðileg og ánægjuleg jól. Visuulega mun vanta nokkuð upp á það sem maður hefði hefði viljað, Guðjóns er sárt saknað og ýfa hátíðarnar þann kafla upp. Ég verð hins vegar, líkt og allir aðrir að sætta mig við orðin hlut og læra að lifa með þeim atburði og hans ákvörðun.  Allir syrgendur þekkja þessa líðan og jólin eru þung í þeim skilningi.

 Vonandi góður svefn í nótt, tilhlökkun að hitta Haffa hjálpar til, trúi ég.  Við tvö þurfum að leggjast á eitt að styðja við bakið á Kötunni þessa daga sem hún á eftir. Þeir verða töff, ástæðulaust að draga dul á því en fram til þssa hefur styrkur hennar verið ótrúlegur.  Ég hef þá trú að hann verði það áfram. 2 systkinabörn mín standa í sömu sporum og mínir krakkar og hafa sýnt sama styrk og sjálsfaga. Þau búa greinilega öll yfir sömu genunun, eins og sumir hafa nefnt.  Sem betur fer InLove

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan og blessaðan daginn elsku vinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.12.2008 kl. 07:27

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gangi þér vel Guðrún mín. Bévað vesen með verkjastillinguna.  Þeir hljóta að finna út úr því.

Kata litla stendur sig...........aldrei myndi ég efast um það

Hólmdís Hjartardóttir, 18.12.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að heyra frá þér Guðrún mín.  Vona að þú komist heim sem fyrst og fáir að njóta samverunnar með börnunum þínum á meðan þau dvelja hér um jólin

Sigrún Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 11:25

4 identicon

Sæl, Guðrún!  Voðalegt er að heyra með þig.  Gaman að heyra hvað börnin þín eru dugleg.  Ég vona svo innilega að ég fái aðeins að hitta hann bróður minn.  Hann er svo yndislegur.  Knús í kotið(spítalann) kveðja Mary

Mary (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Ragnheiður

Vonandi kemstu heim sem fyrst mín kæra...það er ekki á þessi kraftagen logið.

Kær kveðja til þín og þinna og systkinabarnanna sem er svona jaxlar líka.

Ragnheiður , 18.12.2008 kl. 12:32

6 identicon

Mér finnst að hlutirnir séu ekki að ganga nógu vel hjá litlu familíunni, þó barnshetjurnar séu miðað við aðstæður, að pluma sig ótrúlega vel í náminu.

Eins er hörmulegat að heyra hvað illa gengur með verkjastillinguna, því það segir manni að þín líðan er ALLS EKKI góð.

Sendi ykkur kærleikskveðjur.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:58

7 identicon

Tel mínúturnar þangað til ég legg af stað upp á völl

Heiða (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:32

8 Smámynd: Katan

OO hvað það er yndislegt að Haffi sé kominn til þín múttan mín!! :) knúúsúúús!!

ég í þessum töluðum orðum að leggja í lesturinn eftir góóóðan og langþráðan nætursvefn... !

Katan , 19.12.2008 kl. 12:55

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Gott að heyra frá þér. En hvenær hefur maturinn á LSH verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir - nema kannski salatbarinn sem starfsfólkið getur fengið sér í hádeginu  Vonandi kemstu heim fyrir jól mín kæra. Sendi þér knús og ég hugsa oft til þín

Sigrún Óskars, 20.12.2008 kl. 19:51

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús til  þín elsku Guðrún mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:09

11 identicon

Gangi þér vel Guðrún og vonandi kemstu heim um jólin. Mér finnst nú persónulega matur á sjúkrahúsum aldrei neitt til að hrópa húrra fyrir, var sem aðstandandi á LSH í sumar og mér fannst maturinn þar ekki góður. Spurning um að breyta um starfsvettvang og opna einhvern góðan veitingastað þarna haha...En enn og aftur gangi þér og þínum sem allra best, og gleðileg jól til ykkar allra...Kv Erna Hauks Akureyri

Erna Hauks (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:26

12 Smámynd: Katan

JEII prófið búið og ég að koma heim!! :D

Katan , 22.12.2008 kl. 12:11

13 Smámynd: Ragnheiður

Kata snillingur !

Til hamingju með próflokin skvís

Ragnheiður , 22.12.2008 kl. 13:27

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja

 Linda og Fjölskylda :):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:43

15 identicon

Kær kveðja til þín elsku Guðrún, mikið vona ég að verkirnir séu farnir frá þér og að þú komist heim fyrir jólin!   Jólakveðja til þín og þinna...

Maddý (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 16:18

16 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Vonandi koma ungverjarnir heim með góða feita kryddpulsu og góðar fréttir. Hafið þið það sem allra best og gleðilega hátíð, sjáumst.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.12.2008 kl. 17:19

17 Smámynd: Sigþóra Gunnarsdóttir

Elsku Guðrún mín og fjölskylda !!!

Guð gefi ykkur gleðileg jól og heillaríkt komandi ár.

með þakklæti fyrir frábær kynni og góðar stundir sem við áttum hér í FVA.

 Ósk mín er sú að þú komist heim um jólin og getir átt þar yndislega daga með krökkunum þínum.

Jólaknús og kram af Skaganum

Guð geymi ykkur

Sigþóra Gunnarsdóttir, 23.12.2008 kl. 21:18

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þið verðið í mínu hugarskoti um jólin kæra fjölskylda

Sigrún Jónsdóttir, 24.12.2008 kl. 00:26

19 identicon

Elsku Guðrún

Guð gefi ykkur gleðileg jól og gæfuríkt ár.

Kærar kveðjur vilborg

vilborg (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 08:23

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Elsku Guðrún Jóna og fjölskylda.

Mínar innilegustu óskir um gleðilega jólahátíð.  Megi komandi tímar bera með sér hamingju og góða heilsu. 

Þess óskum við af heilum hug.

Anna og fjölskylda.

Anna Einarsdóttir, 24.12.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband