Frá Kötu

Hæhæ.

Mamma bað mig um að setja nokkrar línur hérna inn til að leyfa ykkur að fylgjast með. 

Síðustu daga hefur henni versnað af verkjum og verið mjög ólík sjálfri sér.  Á miðvikudaginn var staðan orðin það slæm að við náðum að sannfæra hana um að fara upp á bráðarmóttöku. Við tók margra klukkustunda ferli eins og búast mátti við.  Einhverjar rannsóknir voru gerðar og var ákveðið að leggja hana inn á 11 E.  

Í dag sást á myndum gat á maganum sem er nálægt þar sem hún fékk gat síðast.  Miklir verkir fylgja þessu en sú unga stendur sig eins og hetja þarna niður frá.  Það fer vel um hana þarna en hún er í tvíbýli og fólkið á deildinni er afskaplega yndælt.

 Mun hún liggja einhverja daga inni og fara í frekari rannsóknir og hvílast.  

Vildi hún að ég kæmi því til skila að hún væri sko heldur betur ekki dauð úr öllum æðum og myndi birtast á skjánum innan tíðar! Tounge  Ef ég þekki hana rétt mun þessi sterka, yndislega kona koma hoppandi af deildinni! 

Jákvæðir straumar eru vel þegnir! =)

kærar kveðjur frá Ungverjalandinu,

Katrín Björg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir Kata ég hef verið að hugsa til hennar.  Knús og bestu bataóskir

Sigrún Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Kata, það hlaut að vera eitthvað, þetta var orðin of löng þögn. Bestu kveðjur til ykkar krakkanna, vont fyrir ykkur og hana að fjarlægðin er svona mikil.

Hún kemur brátt stökkvandi -það er ég viss um en ég ætla að fá fleiri með mér í fyrirbænirnar og birta tengil hingað á síðunni minni...sem er enn nokkuð mikið lesin.

Knús á alla línuna

Ragnheiður , 27.11.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Viltu skila hlýrri kveðju til hennar frá mér og segja henni að ég hlakka til að fá hana aftur. 

Anna Einarsdóttir, 27.11.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Marta smarta

Já vona að þetta sé aðeins stutt bakslag, sendi mínar bestu hugsanir og bænir til ykkar.

Marta smarta, 27.11.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 27.11.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæl Kata mín....skilaðu góðri kveðju frá mér.  Við hér vissum að eitthvað væri að því hún hefur ekkert skrifað í nokkra daga.  Hún kemur fílefld eftir nokkra daga..

Hólmdís Hjartardóttir, 28.11.2008 kl. 00:59

7 identicon

Skilaðu hjartans baráttukveðjum tll hennar frá mér. Hlakk til að fá hana hér aftur og vonandi sem allra allra fyrst.  

Sigþóra (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 05:13

8 identicon

Takk fyrir að láta vita. Innilegar kveðjur

Inga (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 07:35

9 identicon

Takk fyrir að láta vita.  Sendi hörkunaglakveðjur til hennar.

hm (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 07:57

10 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Knús á ykkur.

kv. Dagný

Dagný Kristinsdóttir, 28.11.2008 kl. 09:31

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Baráttukveðjur frá mér .

Georg Eiður Arnarson, 28.11.2008 kl. 10:40

12 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Kærar kveðjur með ósku um góðan bata.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.11.2008 kl. 15:01

13 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Takk fyrir Kata og segðu henni að hennar sé saknað hér á blogginu. Baráttukveðjur til mömmu þinnar og gangi ykkur öllum vel

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 30.11.2008 kl. 18:40

14 identicon

Heldur eru þetta leiðinlegar fréttir Guðrún mín, en ég sendi þér mínar bestu óskir um að allt gangi vel og þú komist sem fyrst heim hress og kát.

Kær kveðja Helga Jóh

Helga Jóh (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband