Pestarfár

Ekki varð af lyfjagjöf í gær, búin að vera með eitthvert pestarfár síðustu dagana. Hiti, hósti, beinverkir og hor.  Þótti ekki vænlegt að bæla ónæmiskerfið meira niður við þessar aðstæður þannig að við tókum þá ákvörðurn fresta  lyfjameðferðinni en ég fór í geislana.  Er fegin þeirri ákvörðun enda farið versnandi af pestarskömminni. Hefði sennilega orðið illa úti á næstu dögum ef ég hefði farið í lyfjagjöfina.  Mikilvægara er að halda áfram með geislana, aukaverkanir þeirra heldur minni.  Bryð núna Augmentin til að koma heilsunni í beri farveg og verð klár í slaginn eftir viku!

Ég áttaði mig á því í dag að tímabært væri að gera eitthvað í næringamálum. Lystin betri en oft áður en brjótsviði og óþægindi frá maga skemma fyrir mér. Gamalkunnug einkenni.  Næ ekki að borða nóg.  Missti nefnilega  buxurnar niður um mig í búðinni og á ég þá við í bókstaflegri merkingu!  Þessar buxur voru orðnar víðar fyrir mánuði en ekkixzXx svo að þær hengu uppi á sínum stað. Ég græddi verðskuldaða athygli við þessa uppákomu, fólk rak upp hlátur; hvernig má annað vera? Það er ekki á hverjum degi sem kona, á besta aldri ,,flashar" fyrir samferðarfólk sitt.  W00t  Ég komst ekki hjá því að sjá samúð skína úr augum aumra, einkum meðal eldra fólksins. Ég gat ekki annað en hlegið sjálf, þó maður eigi ekki að hlægja af eign ,,bröndurum". Þessi uppákoma var einfaldlega fyndin. Ég er alltaf að uppgötva nýja ,,hælfileika" hjá mér!

Ég er hins vegar ekki jafn glöð út af þyngdartapinu sem heldur áfram.  Rassinn er einfaldlega horfinn og ég vil fá implant, svo mikið er lýtið, að mínu mati.  Það sama á við önnur líkamssvæði, s.s. brjóst og upphanleggi o.s.frv.  Það væri gaman að láta reyna á slíkar umsóknir hjá TR sem samþykkir sem betur fer ýmsar slíkar umsóknir vegna breyttrar líkamsmyndar og lýtis.

Sneiðmndatakan er í fyrramálið k.08 og fékk ég leyfi til að mæta í geislana strax eftir til að ég þurfi ekki að fara tvisvar niður eftir þann daginn.  Síðan styttist í niðustöður. Þetta er allt að koma.....Vona að pestin stoppi ekki geislameðferðina í dag sem verður 20. skotið.

Best að húrra sig í holu, farin að vera eins og Össur sem bloggar allar næturShocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ahh þú ert jaxl, ég hefði dáið úr spéhræðslu og ekki fundist þetta baun fyndið...ég dáist að þér.

Vonandi ferðu að hafa meiri lyst og losnar við þetta brjóstsviðavesen.

Knús á þig og kær kveðja

ps . ég vil fá góðar fréttir úr sneiðmyndatökunni, díll ?

Ragnheiður , 14.11.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

HAHA............en nú er það rjómi og næringardrykkir góða mín. Baráttukveðjur

Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það eru góð einkenni að geta hlegið að eigin óförum.  Sendi þér baráttukveðjur og hlýjar óskir

Sigrún Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Vá, ég hélt að það yrði slegist um að bjóða þér fitu   Þú mátt eiga alla mína fitu, láttu mig bara vita hvenær ég á að mæta. Mikið vildi ég að málið væri bara svo auðvelt.   Hvernig legst Augmentin í þig? Krakkarnir mínir verða svo slæm í maga af því en vonandi ertu að klára kúrinn. Vonandi eykst matarlistin eftir að þú klárar chemo

Ég er að fara á stuðningsfund með brjóst krabbameins vinkonunum mínum í hádeginu. Þetta er erfitt á meðan á meðferð stendur. Vonandi fer þetta að batna fljótlega hjá þér Guðrún mín.

Baráttukveðjur, Erna

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 14.11.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús kveðjur og góða helgi elsku Guðrún Jóna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Katan

Mamma mín! ég sko dansaði fyrir þig í gær!! dancing queen.... 

knúúús!! :)

 Love you 2

Katan , 15.11.2008 kl. 10:47

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég segi eins og Horsí...... góðar fréttir úr sneiðmyndatökunni er það sem við viljum fá mín kæra. 

Það sýnir mikinn karakter að hafa húmor við svona aðstæður.  Nú hysjar þú upp um þig buxurnar og heldur áfram baráttunni - og vinnur. 

Anna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 13:11

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert bara frábær. Hafðu það eins gott og hægt er í þessari stöðu

Kristín Gunnarsdóttir, 15.11.2008 kl. 13:48

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskan þú skalt bara hlæja eins og þú getur það er svo gott fyrir sálartetrið.
Ljós og orku færðu frá Húsavík
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.11.2008 kl. 21:28

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú ert einstök - baráttukona. Segi eins og Hólmdís (hollsystir) - rjómi og næringardrykkir

Gangi þér vel og vona að þú segir okkur góðar fréttir. Ég stend með þér og sendi þér kærleik í huga og hlýjar kveðjur .

Sigrún Óskars, 15.11.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband