Guðjón Arnar næstur

Mínar spár um innri mál Frjálslyndra flokksins sl. haust virðast vera að ganga eftir. Með innkomu Jóns Magnússonar í flokkinn á sínum tíma og þeim átökum sem fylgdu í kjölfarið mátti öllum vera ljóst hvert stefndi. Fyrsta skrefið var að víkja Magréti Sverrisdóttur úr flokknum með því að strípa af henni allar fjaðrir enda hún hindrun fyrir Bakkabræðurna Jón M, Magnús Þór og Sigurjón Þórðar. Forðmaðurinn virtist annað hvort ekki hafa séð í gegnum þessa leikfléttu eða borið gæfu til að afstýra þeirri sundrung sem varð  meðal flokksmanna og lét berast með. Ásteitingsefnið var ekki síst málefni innflytjenda en Margréti fannst málflutningur Bakkabræðra bera keim af útlendingahatri. Fjölmargir fylgdu henni í þeim skoðunum og nokkuð fækkaði í flokknum. Síðan hafa verið 2 stríðandi fylkingar innan hans varðandi innflytjendamálin; annars vegar þeir sem fylgja yfirlýstri stefnu Frjálslyndra flokksins og hins vegar þeir sem hafa fylgt róttækum Bakkabræðrum að máli og ber þar hæst að nefna hinn hjáróma formann ungra FF, Viðars Guðjohnson. 

Nú beinast spjótin að Kristni H en sem starfandi þinglokksmaður hefur hann fylgt yfirlýstri stefnu FF og í samráði við formann flokksins og reynt að draga heldur úr öfgafullum  málflutningi Bakkbræðra. Hafa þeir oftar en einu sinni froðuflett yfir þeirri bíræfni þingflokksformannsins.  Fyrir nokkrum vikum fór Sigurjóni Þóðrarsyni að berast opinberar stuðnings yirflýsingar héðan og þaðan og hann hvattur til að fara gegn sitjandi formanni á næsta landsfundi. Formaður ungra FF hefur farið þar fremstur í flokki, Magnús Þó og Jón M hafa ,,verið hlésmegin" í þeirri umræðu svona útavið.  Sigurjón hefur tekið ,,hólinu" eins og kettling sem er strokið og skorast auðvitað ekki undir áskorun sem þessari. Jón M hins vegar nýlega kosinn formaður félags FF í Reykjavík enda löngu ljóst að hann ætlar sér frekari landvinnunga innan FF. Hann virðist hafa stuðning til þess, miðað við yfirlýsingu miðstjórnar nú á dögunum.

Atburðarrás síðustu vikna hefur ekki verið flókin flétta og mynstrið auðlesanlegt. Allt frá komu Jóns M. inn í flokkinn hefur borið á pirring og sundurleysi. Ekki bætti úr skák þegar félagarnir Magús og Sigurjón duttu af þingi en aðrir komust inn og/eða héldu sínum þingsætum. Áttu erfitt með að sætta sig við að Kristinn færi inn í þeirra kjördæmi en ekki þeir. Það duldist engum. Sigrujón taldi víst að Kristinn hefði komið í veg fyrir að hann fengi framkvæmdarstjórastöðu inan flokksins ef að illa færi í kosningunum. Magnús fær að fljóta með, a.m.k. ennþá. Hann þykir nokkuð ör og fljótfær þannig að það spurning hvernig gengur að beisla ,,orku" hans.  Viðar reynist ágætis málpípa fyrir Bakkabræður enda heyrist hátt í þeim unga manni þó innihaldið sé fremur rýrt.

Allar götur síðan hefur mátt lesa í spilin þá strategíu að koma Guðjóni Arnari frá og þar með Kristni H og það með að beina athyglinni að Kristni til að byrja með til að slá ryki í augu flokksmanna.  Ekki gátu menn setið endalaust á sér og beðið eftir að þau meðlöl verkuðu enda virðast sumir sjá Sigurjón Þórðar í hyllingum sem formann og Jón Magnússon sem næstráðanda. Jón M ætlar sér örugglega frekari landvinninga síðar. Þar sem meintar ávirðingar sem beindust að Kristni virtust ekki hagga formanninum hafa tjöldin verið dregin frá og spjótin í síauknum mæli að berast að formanninum sjálfum.

Formaðurinn hefur reynt að stýra skútunni og  sætta þessi ólíku öfl innan flokksins sem slást um það hvort að fylgja eigi eftir stefnu hans eða að hygla undir persónulegum metnaði og valdaþörf einstakra flokksmanna og þingmanna. Grétar Mar virðist styðja sinn formann, a.m.k. ennþá en fróðlegt verður að sjá hvað verður í þeim efnum. Ekki er að sjá að viðleitni formannsins sé að skila árangri því óðum stefnir í enn aðra hallabyltinguna. Síðast var Margréti fórnað og hennar stuðningsmönnum, nú er formaðurinn sjálfur ásamt Kristni á gapastokk Bakkabræðra.

Gangi strategía Bakkabræðra eftir verður harla lítið eftir af Frjálslynda flokknum á næstu misserum. Bakkabræður hafa fælt ótal manns frá flokknum vegna öfgakenndra skoðana sinna. Kannski hafa þeir aflað nýs fylgis vegna þeirra, það má vel vera en alla vega mælist það fylgi ekki ekki. Jón M mun ekki hleypa Ólafi F inn í borgarstjórnarkosningarnar eftir tæp 2 þannig að hann er væntanlega úti. Þekki ekki alveg nógu vel til að sjá hvern Jón M ætlar sem arftaka hans þar á þeim vettvangi. Kannski hann vilji sitja þar sjálfur eða koma Magnúsi Þór þar inn þar sem hæpið er að hann fái eitthvert fylgi meðal Vestlendinga eftir árangur sinn í kjördæminu síðustu misserin.  Ég hygg að pólitísku starfi hans sé lokið á þeim vettvangi.

Hvað sem öðru líður tel ég víst að með óbreyttu áframhaldi mun annað hvort Frjálslyndi flokkurinn í sinni upprunalegu mynd hafa þurrkast út  í næstu alþingiskosningum og nýr flokkur tekin við sem gæti borið nafnið ;Öfgasinnaðir frjálslyndir harðlínumenn" eða að núverandi formanni og forystumönnum  flokksins hafi tekist að tukta sína menn og hreinsa ærlega til innan herbúðar þannig að flokkurinn standi undir því nafni að vera frjálslyndur flokkur.

Bakkabræðrum liggur augljóslega á í sínum landvinningum þannig að ekki virðist rými fyrir upprunalega stefnu flokksins. Skil eiginlega ekki í þeim að vera bara ekki búnir að kljúfa sig út, í nýjum flokki væru þeir alvaldir þar sem þeirra stefna myndi blómstra og allur sá stuðningsskari sem þeir eiga innan FF gætu flygst í kringum þá líkt og jólatré. Það yrði fróðlegt að sjá hversu fjölmenn sú hirð yrði og hvað fylgið myndið mælast hjá þeim flokki.

Össur Skarphéðinsson sér ástæðu til að blogga um öfgamenn FF og er það vel. Finnst mér hann komast vel að orði eins og oft áður og hittir naglan á höfuðið. Ég læt það hins vegar liggja á milli mála hvort að Kristinn H eigi heima innan Samfylkingarinnar enda ekki mitt að svara því. Boðið er hins vegar höfðinglegt.

Hvað sem mínum vangaveltum líður, má öllum vera það ljóst að Bakkbræður ætla sér gegn sitjandi formanni og koma honum frá, þrátt fyrir hjáróma yfirlýsingu Jón M. um annað. Allir vita betur. Þeim munar ekkert um að ryðja nokkrum súlum og sleggjum um koll í leiðinni. Það er svo annað mál hvort þeir hafi burði til þess. Whistling

 

mbl.is Össur býður Kristin H. velkominn í Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lestu blogg Jóns Halldórs Guðmundssonar og kommentin.  Sammála þinni greiningu.  Mér líkar vel málflutningur GAK en drottinn minn að hlusta á Magnús Þór eða ungliðann Viðar.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þú virðist gleyma því kæra Guðrún að á tímabili ætlaði Margrét að steypa Guðjóni sjálfum.

Um Kristinn er hins vegar það að segja að allt frá því að hann kom í flokkinn hefur hann leitað uppi ágreining við fólk. Honum hefur tekist, með ævintýralegum hætti, að verða sér úti um andstæðinga vinstri hægri. Til dæmis leit hann á stofnun Reykjavíkurfélaga sem ógnun við sig þó svo þau væru til þess eins hugsuð að efla flokkinn í Reykjavík. Þau voru ekki stofnuð til höfuðs honum eins og hann virtist halda. Ég get líka sagt þér að yfirlýsing eða áskorun Eyfirðinganna kom eins og þruma úr heiðskýru lofti allavega hvað okkur hér í Reykjavík snertir.

Þóra Guðmundsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Málið snýst greinilega ekkert um Kristinn, heldur formannninn sjálfan. Það sjá allir Þóra mín. Talandi um ágreining innan flokkar verður vart hjá því komist að telja upp landvinninga Jóns Magnússonar í þeim efnum.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.9.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég horfi á þetta eins margir, utanfrá.

Ef þeir "bakkabræður" bola formanninum og sleggjunni frá, eru þá ekki miklar líkur á því að þeir taki sig saman og bjóði fram á Vestfjörðum með sér lista? 

Þeir tveir hafa nægt persónulegt fylgi í NV kjördæmi. allavega höfðu þeir það i síðustu kosningum. 

að þrír flokkar sem áður voru hluti af Frjálslyndum biðu sig fram í sömu kosningunum? síðast voru það Frjálslyndir og Íslandshreyfingin með Margréti. ætli það verði Frjálslyndi (en samt á móti öllu frjálslyndi), Íslandshreyfingin og að lokum Vestfjarðarlistinn? 

Því minni og fámennari sem flokkar eru, því hatursfyllri eru deilumálin.

Fannar frá Rifi, 17.9.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flokkapólitík er rotin tík Guðrún mín og ég tek undir með Fannari frá Rifi þegar hann segir að "Því minni og fámennari sem flokkar eru, því hatursfyllri eru deilumálin".

Afdrif FF munu að mínu mati fara eftir því hvort GAK muni láta kúgast af framapoturum á borð við JM og MÞór.  Hann tók vitlausan pól í hæðina gagnvart Margréti á sínum tíma.  Þá lét hann ginnast af fagurgala framapotaranna.

Sigrún Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Katrín

Hún er frjálslynd hún Þóra, svo mjög að hún eyðir kommentum sem ekki hentar og lokar síðan á þá sem spyrja óþægilegra spurninga.  Spurning hvenær hún lokar á þig systir góð. 

Greining þín er góð og margt að koma í ljós.  Það sem gæti orðið Bakkabræðrum að falli er óþolinmæðin og ofurtrú á eigið ágæti.  Nú reynir á stuðning við formanninn því eins og þú svo réttilega bentir á ráðst lufsurnar á hann úr launsátri. ,,Helvítis eymingjar", sagði kerlingin.

Katrín, 17.9.2008 kl. 23:56

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er ekki of bjartsýn þegar kemur að viðbrögðum formannsins. Hann virðist vera það bláeygður til að trúa einhverju  misjöfnu upp á fólk, ekki síst ef það kemur frá ,,félögum" hans.  Óttast að hann muni láta glepjast af fagurgala, enn og aftur enda sleipur með eindæmum. F

ramhaldið og afdrif flokksins ráðast hins vegar af viðbrögðum formannsins, á því leikur enginn vafi.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 13:53

8 identicon

Þú virðist alls ekki vita hvað er að gerast í FF. Orð þín Guðrún eru úr hugarheimi Kristins bróður þíns. Þú hittir því iður ekki naglann á höfuðið um hvað er að gerast innanFF, enda hefur þú ekki verið þar innandyra. Kristinn bróðir þinn hefur heldur ekki tekið þátt í starfi með fólkinu í flokknum. Þú verður að reyna betur að greina ástandið.

Guðmundur (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:44

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta fer nú bara að verða verra en það var í Alþýðubandalaginu.Nú eða Framsóknarflokknum.Samt voru þar engir svokallaðir Bakkabræður.En hvað skyldu þeir Bakkabræður sem oft kynna sig sem slíka, og eiga stórveldið Bakkavör Group, segja um það að kvenskörungur vestur á fjörðum sé að stela af þeim nafngiftinni og setja hana á aðra.Og nota það sem uppnefni, í niðrandi tilgangi.Er ekki best að spara uppnefnin hver sem þau eru.Í Guðs friði.

Sigurgeir Jónsson, 18.9.2008 kl. 20:44

10 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Guðrún Jóna, þvílík viðbrögð hjá þér við hugsanlegu framboði Sigurjóns. Þú talar um það sem guðlast að það hvarfli að honum að bjóða sig fram, nánast sem landráð. Þetta er bara gangur í lýðræðislegum stjórnmálum. Menn takast á og hlutirnir eru afgreiddir með kosningu. Svo væri ágætt að bíða eftir því að Sigurjón ákveði sig. Í tengslum við söguskýringar þínar þá eru alltaf að minnsta kosti tvær hliðar á málunum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.9.2008 kl. 20:56

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er lítill friður í Frjálslyndum enda bjóst enginn við því. Flokkur þar sem saman eru komnir Jón Magnússon Kristinn H Grétar Mar og Guðjón formaður getur ekki verið friðsæll..... þessir menn eiga allir óeirða og deilnasögur þar sem þeir hafa starfað... Bjóst virkilega einhver við að koma td Jóns Magnússonar í Frjálslynda yrði til góðs... þá eru menn illa bláeygir á þeim bænum.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.9.2008 kl. 21:08

12 Smámynd: Katrín

Ace, þú þarft ekkert að reyna það sem þú ert en segðu mér hvernig skilgreinir þú að rakka e-n niður?

Æ fyrirgefðu ég á náttúrlega ekkert að vera tjá mig..fjölskyldutengsl

Katrín, 19.9.2008 kl. 00:01

13 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég verð nú eiginlega að segja eins og er að ég er undrandi á nokkrum commentum hér. Svo virðist sem menn hafi fengið byssuleyfi á Kristinn en aðra menn má ekki gagnrýna.

Auðvitað takast menn á í pólitíkinni enda skoðanir skiptar. Það er lýðræði að geta tjáð sig um þær skoðanir án þess að slíkt flokkist undir guðalst eða eitthvað þaðan af alvarlegra. Þrátt fyrir skoðanamun er ekki þar með sagt að skoðanir annarra séu rangar.

Þú talar um tvær hliðar á öllum málum, Gunnar Skúli ,og þar tek ég undir með þér. Þær geta jafnvel verið fleirin en tvær. Fólk getur einungis tekið mið af þeim sem þeir þekkja. Það er búið að vera einkennandi fyrir Sigurjón, Magnús og Jón M að birta ýmiss ágreiningefni í fjölmiðlum og á blogginu þar sem einhliða málfutingur fer fram. Oftar en ekki í formi harðrar gangrýni og ,,skítkasts". Ég hef tjáð mig um slíka gagnrýni og ekki síst aðferðarfræðina þar sem innanflokksátök er rétt að ræða og leysa innan flokkanna en ekki á opinberum vettvangi. Það tapar allir á því að færa vígvöllinn út í fjölmiðlana, flokkurinn sem heild mest. Menn verða að endurskoða aðferðir sínar í þeirri valdabaráttu sem hefur ríkt innan flokksins síðustu árin. Ágreiningurinn hófst löngu áður en Kristinn gekk í flokkinn, á það er bent.

Ég held að það sé mönnum hollt að renna yfir þann orðaforða sem þeir nota í garð þess sem þeim hugnast ekki og bera saman við mín ummæli. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 06:17

14 Smámynd: AK-72

Hvar hefur Kristinn talað gegn stefnu flokksins?

AK-72, 19.9.2008 kl. 12:02

15 Smámynd: AK-72

Ertu alveg viss um það?

Í stefnu Frjálslynda flokksins í tengslum við flóttamanna- og útlendingamál segir m.a. þetta:

"Innflytjendur og flóttafólk

Leggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslensku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.
Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólks sem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur að tilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og auki samkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.
Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks.
Einnig ber Íslendingum að taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum vettvangi.
"

Ég get ekki annað séð en að Kristinn tali einmitt  samkvæmt samþykkt Frjálslynda flokksins á landsfundum. Aftur á móti hafa menn eins og Magnús Þór, Viðar o.fl. talað einmitt þvert á þessa samþykkt

AK-72, 19.9.2008 kl. 12:59

16 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ekki er ég meðlimur í FF en einmitt vegna þeirrar gagnrýni um að Kristinn tali gegn flokknum í innflytjendamálum, kynnti ég mér stefnu FF til hlítar og bar saman við áherslur Kristins í þessum málum. Þær hafa algjörlega verið í samræmi við stefnu FF.

Hins vegar talaði Kristinn gegn aðferðum Magnúsar Þórs í þessum málum á Akranesi enda margt þar að finna sem beinlínis var á skjön við stefnuna. Magnús benti á margt sem betur mætti fara hjá bæjarstjórn Akraness og hafði margt til síns máls en hann hafnaði í raun þeirri hugmynd að taka á móti flóttamönnunum. Gagnrýni hans á aðferðum bæjarstjórnar var réttmæt í sumum tilvikum en þarna fór Magnús offari sem sé.

Farsælla hefði verið fyrir Magnús að leggja fram tillögur til úrbóta þannig að lagfæra mætti ýmislegt og beita sér sem formaður fyrir ásættanlegri leið til að taka á móti flóttamönnunum enda í lykilstöðu.  Fékk þarna einnig tækifæri til að endurspegla stefnu flokksins með skýrum hætti. Hann kaus hins vegar að hafna hugmyndinni með öllu og vildi í krafti embættis síns, loka á frekari umræðu um þessa flóttamenn. Hann fékk marga upp á móti sér og FF með þessum málflutningi, bæði innan FF og utan. Kannski var þetta klaufaskapur hjá honum, ég veit ekki. Hann gerði a.m.k. ekki tilraun til að betrumbæta og mýka afstöðu sína eitthvað. Því fór sem fór.l

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband