Létt og laggott

Eitt og annað er búið að ganga á undanfarna viku.  Öll orka farið í að verkjastilla frúna, gleði og vonbrigði í þeim efnum en virðist vera á réttri leið, LOKSINS! Prímadonnan komin heim með glæstu einkunn eftir sólahringsferðalag. Ekki smá stollt af minni dömu sem mætti aðfaranótt aðfangadags klukkan 2.30 að líta á gömlu og ekki vikið frá mér síðan fremur en prinsinn. 

Lyfjabreyting, heimkoma barnanna, bæjarleyfið eða blanda af öllu, er einhver viðsnúningur í líðan þeirri gömlu en svo virðist sem verkir víki fyrir öðru.  Ég er búin að vera í bæjarleyfi síðan seinnpartinn í gær þrátt fyrir erfiða daga þar á undan, með smávægilegum uppákomum.  Hef komið sjálfri mér og staffinu, sem er allt yndislegt, á óvart með batnandi liðan.

Ég hef ekki haft orku eða heilsu til að blogga né nokkuð annað vegna bévítans heilsufarsins þrátt fyrir nokkar tilraunir í þeim efnum þannig að þessi viðsnúningur kom bæði mér og starfsfólkinu á óvart.  Ég er ekki frá þvi að allar kveðjurnar frá ykkur, kæru bloggvinir hafi haft sitt að segja og þakka ég fyrir einlægar og hlýjar kveðjur undanfarna daga.  

Framundan er áframhaldandi lyfjameðferð og tilraunastarfsemi á verkjameðferðinni sem virðist lofa góðu.  Of snemmt er að segja til um árangur lyfjameðferðar fyrr en um miðjan janúar. Þannig það er ekkert annað að gera í stöðunni en þreygja Þorrann og vona það besta. Ekki er stefnt að útskrift fyrr en verkjaástand er stöðugt enda ekki tilbúin að fara í gegnum batteríið á ný af óþörfu.  

Mig Langar að nota tækifærið að óska ykkur öllum kæru bloggvinir og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsæls komandi ár.  Mín jólakort hafa ekki verið send í póst ennþá af augljósum ástæðum og biðst ég velvirðingar á því.  Vona að þið hafið það gott yfir hátíðarnar og þakka af alhug stuðning og baráttukveðjurnar á síðustu misserum. 

Þessi pyttur er djúpur og brekkan blaut en ég ætla að fara hana alla leið með hjálp barnanna og annarra. Erfiðleikarnir eru til að sigrast á.   Tounge


Breytt áætlun

Héðan af LSH er bærilegt að frétta. Maturinn breytist reyndar ekki þrátt fyrir næringaráðgjöf en kosturunn við ástandið þó sá að ég get látið allt eftir mér sem mér sýnist sem er náttúrlega ólýsanlega ánægjuleg forréttindi; smákökur, nammi í tonnatali, kakó, samlokur; ,,just name it!

Enn gengur illa að verkjastilla frúnna, næturnar alverstar í þeim efnum líkt og áður.  Hinn eiginlegi dagur hefst því ekki fyrr en um og upp úr hádegi hjá primadonnunni sem fellur ágætlega inní mitt norm sem þarf að vera öðruvísi en annarra.  Af þessum sökum er útskriftarplanið sett á bið í raun, heima get ég ekki verið á næturna ennþá, a.m.k. Leyni því ekki að þetta eru ákveðin vonbrigði, taldi mjög raunhæft að stefna að útskrift fyrir heimkomu Haffans á morgun en þær væntingar hafa brugðist.  Það dregur hins vegar ekkert úr tilhlökkuninni að fa hann heim. Drengurinnvar að leggja af stað rétt í þessu, flýgur heim í gegnum Frankfurt og verður kominn heim um miðjan dag á morgun, búinn að ljúka öllum prófum annarinnar 

Katan hefur ekki staðið sig síður vel, búin að ljúka hverju hlutaprófinu á fætur öðru með stæl, stundum allt að 3 slík prófum í viku en með þessum hætti losnar hún við nokkur lokapróf og minnkar umgfangið á stærsta og erfiðasta prófinu.  Nemendur hafa flestir tekið sér nokkrar vikur í upplestur fyrir það próf, hún tekur sér 3 daga! Ég ætla rétt að vona að allir góðir vættir standi með henni þannug að það plan nái fram að ganga en hvernig sem allt fer kemur snúllan heim þann 23. des, á afmælisdegi bróður síns.Wizard

Þó margt hafi ekki gengið eftir síðustu daga og vikur, hefur sumt gert það. Sigrún sys verið nánast í fullri vinnu við að  aðstoða mig við ýmiss erfið mál sem ég hef ekki verið fær um að sinna og hvílt þungt á mér. Sumt ætlar að ganga upp, annað ekki eins og gengur en þá verður bara að hugsa málin upp á nýtt. Ekki hefur þáttaka Tóta bro verið síður mikilvæg sem vinnur að máli sem lengi hefu hvílt á mér og er saga að segja frá per se!  Ég finn alla vega hvað kvíðahnúturinn hefur aðeins slaknað og veit eins og flestir hvaða áhrif erfið mál geta haft á líkamlega líðan okkar. Þetta kemur vonandi smátt og smátt.

Hvernig sem fer og hvernig þróunin verður næstu daga er eitt víst; litla famelían ætlar sér að halda gleðileg og ánægjuleg jól. Visuulega mun vanta nokkuð upp á það sem maður hefði hefði viljað, Guðjóns er sárt saknað og ýfa hátíðarnar þann kafla upp. Ég verð hins vegar, líkt og allir aðrir að sætta mig við orðin hlut og læra að lifa með þeim atburði og hans ákvörðun.  Allir syrgendur þekkja þessa líðan og jólin eru þung í þeim skilningi.

 Vonandi góður svefn í nótt, tilhlökkun að hitta Haffa hjálpar til, trúi ég.  Við tvö þurfum að leggjast á eitt að styðja við bakið á Kötunni þessa daga sem hún á eftir. Þeir verða töff, ástæðulaust að draga dul á því en fram til þssa hefur styrkur hennar verið ótrúlegur.  Ég hef þá trú að hann verði það áfram. 2 systkinabörn mín standa í sömu sporum og mínir krakkar og hafa sýnt sama styrk og sjálsfaga. Þau búa greinilega öll yfir sömu genunun, eins og sumir hafa nefnt.  Sem betur fer InLove

 

 


Til leiks á ný

 Mætt til leiks á ný.W00t

Vikan búin að vera býsna strembin enda ég öðruvísi en aðrir og sérstakt  ,,Case" sem hefur verið ögrandi fyrir verkjalyfjteymið hér á LSH. Hef sko haft  lúmskt gaman af því að láta hafa fyrir mér. Það hefur svo sannarlega tekist.  Nú í vikulok erum við að sjá árangur af þeirri miklu vinnu sem sérfræðingur teymisins hefur lagt í þessa verkjastillingu. Sumir dagar hafa verið ólýsanlega erfiðir og hreint ,,helv...." á meðan aðrir hafa verið mun betri. Mér stóð reyndar ekki á sama um tíma, satt best að segja en eins og staðan er í dag er sóknarleikur en ekki vörn.

Dvölin hér hefur því verið lengri en til stóð í upphafi. Starfsfólkið hér er alveg einstakt upp til hópa enda lögð áhersla á gagnkvæma virðingu  og mannlega reisn. Hef náörugglega ekki alltaf verið þeim auðveld með mínar ,,sérþarfir", enda löngum verið sagt að heilbrigðisstarfsmenn séru verstu sjúklingarnir. Ég er því sammála.  Því fylgja bæði kostir og gallar.

Hér hefur verið líflegt á heimsóknartímum, fjölskyldan yndisleg sem er mér mikils virði. Meira segja hafa landsbyggðatútturnar flestar komið við sem er ekki sjálfgefið á þessum tíma. Dagurinn því frábær og mín nánast verkjalaus. Þau kippa sig lítið við þó frúin sé eins og draugur, hrikalegt að sjúkhúsin skulu ekki reka snyrtistofu fyrir okkur lazarusana, ekki veitir af. Kannski góð viðskiptahugmynd fyrir einhverja??  Önnur viðskiptahugmynd gæti falist í ekstri á litlu, kóssý kaffihúsi fyrir sjúklinga og ekki síst starfsmenn, maturinn er satt best að segja ekki mjög girnilegur. Mér þykir ljótt að kvarta en  Sick

Krakkarnir búnir að standa sig eins og hetjur og gengið vel í prófum fram að Þessu. Haffinn á eitt eftir en prófpakki Kötunnar er gríðalega þungur; hún tekur 3 daga í upplestur á meðan flestir taka nokkrar vikur í ferlið!   Fræðilega mögulegt, hún er vel lesin eftir veturinn en góðir straumar og heppni þurfa líka að koma til. Ég veit að ég er ansi hörð við þau með því að  nánast þvinga þau til að ljúka önninni áður en heim er komið í jólafrí en treysti því að þau skilji tilganginn, alla vega með tímanum. Þau hafa sýnt ótrúlegan sjálfsaga og hörku við sjálfa sig, ég geri mér  fulla grein fyrir því hversu erfið þessi staða er erfiðari fyrir þau en mig. Það styttist sem betur fer í heimkomu þeirra, Hafinn verður mættur á svæðið á fimmtudag en ég ætla mér að vera komin heim á undan honum.Whistling

Ég ætla mér að halda áfram að vera öðruvísi í jákvæðum skliningi þeirra orða. Tel mig hafa sigrað þessa lotu. Geri mér grein fyrir því að það gerði ég ekki hjálparlaust og vil því þakka ykkur öllum sem til mín hugsa, senda hlýja strauma og baráttukveðjur einlægar þakkir. Þið eruð frábær Hearttri e

Hlakka til morgundagsins, hann skal verða betri en þessi.  Ólikt skemmtillwgra að spila sóknarleik en vörn.

eJD

 

 


Óvissu eytt

Heil og sæl kæru bloggvinir og hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur og strauma síðustu dagana. Áhrifum þeirra er erfitt að lýsa með orðum enda það huglæg að þau myndi breytast með reglulegu millibili.

Það hefur svo sem ekki verið minn stíll að fylgja norminu líkt og venjulegt fólk, þannig hefur  það verið í mínum blessuðu veikindum einnig. Það var nú svolítill stæll á þessari uppákomu; mér tókst að poppa ferlið aðeins upp. Var eins og siðprúðum ,,dömum " sæmir að sparsla upp hrukkur og önnur þroskamerki þegar ég man síðast þar til rúmum fimm tímum síðar að vinkona Kötunnar, hún Heiðrún, fór að líta eftir frúnni sem enginn hafði haft spurnir af á LSH fremur en krakkarnir. Nú þessi elska náði sambandi við slyttið sem lá þarna í mestu hægindumað því er virtist, þannig að samband var komið á, þó slitrótt væri. Systursonurinn ræstur út í fullum skrúða og Sigrún úr Kef. Það tók ekki langan tima að ná til kellu en illa var hún áttuð á stað og stund, eiginlega kengrugluð en óbrotin, merkilegt nokk og mér til nokkurrar undrunarTounge

Það þarf ekkert að fara í næsta pakka, ég neyddist til að fara í  gegnum bráðamótttöku LSH við Hringbraut sem tók sína hefðbundnu 6 tíma eða svo (alltaf þarf maður að kyngja öllu stoltiCrying) Síðan lóðbeint á krabbameinsdeildina, orðin þokkalega afrugluð og hef haldist þannig síðan. Til að gera langa sögu stutta, liggur fyrir að meinið hefur tekið sig upp aftur, eins vitað var fyrir en fengið tækifæri til að hreiðra um sig síðasta árið eða svo með tilheyrandi ,,drauga- og taugaverkjum" eftir brjóstholsaðgerðina 2006 og fengið gott ráðrúm til þess. 

Staðan sem sé eilítið flóknari en maður ætlaði, það á svo sem ekkert að koma okkar litlu famelíu á óvart enda orðin sjóuð í þeim efnum. Erfiðasti hjallinn hjá mér nú er að finna réttu verkjalyfin og ná fram verkajstillingu. Verkjateymi svæfingar- og skurðssviðds framúrskarandi sem fyrr og lyfjameðferð komin á fullan sving þannig að þau mál eru í góðum farvegi. Ég á hins vegar mjög erfitt með að telja niður dagana þangað til gersemenin mín komast heim.  Það er okkur ofviða fjárhagslega að breyta farmiðum á þessum árstíma við núverandi gengi og kreppu sem allir finna fyrir.  Auk þess gæti það verrið flókið mál að fresta prófum og hugsanlega tapa allri önninni þar sem óvissa er alltaf til staðar.  

Gullmolarnir mínir hafa staðið með eindæmum vel. náð að komast í gegnum töff tímabil og erfið próf, samliða nagandi ótta og kvíða, fjarlægð og söknuð! Í mínum huga er ekki hægt að standa sig betur, slík seigla og sjálfsstjórn eru ekki öllum gefin. Mín vandamál og líðan eru smávægileg miða við það sem þau eru að ganga í gegnum!

Gersemi mínir eru algjörar hetjur og ég stoltari en nokkur orð fá lýst, Sigrún sys bókstaflega fórnað sér fyrir mig ig önnur systkini að styrkja andlegt stuðningsnet auk þess að veita mér ómældan, andlegan og móralskan styrk.  Getur einhver farið fram á meira? Ég á góða að, á það ekki síður við mína kæru bloggvini.  Næsta skref er heimferð, að henni er stefnt á næstunni en reyni að að vera skynsöm í þeim efnum þannig að ég blússi ekki strax inn aftur í einhverju bévítans veseni.  Hlakka til að fylgjast með bloggheimum á ný. 

Eigið góðan dag, mín kæru Heart


Fréttir 4. desember

Kæru vinir og vandamenn!

Enn eru það börnin sem skrifa fyrir hönd mömmu sinnar.  Mamma liggur ennþá á spítalanum.  Loksins hafa allar þessar rannsóknir gefið okkur einhver svör þó svo að þær hefðu vissulega getað verið skemmtilegri.  Ljóst er að skrambinn hafi sótt í sig veðrið en engan bug er að finna á baráttuglaðri móður okkar að venju. Hun er þegar komin í boxhanskana og tilbúin í bardagann!  

Hefur Sigrún systir hennar fært henni tenginu við alheiminn (tölvu) þar til hún kemst heim á næstu dögum og mun hún skella inn færslu von bráðar.  

Hún bíður nú bara í ofvæni eftir því að komast heim að skreyta og gera huggulegt fyrir heimkomu okkar! 

 Við þökkum fyrir allar kveðjurnar,

Haffi Dan og Kata Björg 

 


Fréttir

Var að heyra í múttunni sem er víst komin með vængi, að hennar sögn.  Kvöldvaktin Ákvað var að gefa henni mænudeyfingu þannig nú dansar hún um gangana.  W00t

Frekari rannsóknir hafa komið vel út þannig við vonum að hún hressist og fái að koma heim eftir helgi!  Smile

Þótti henni vænt um að heyra allar kveðjurnar og átti ég að skila kveðju til ykkar allra!

Kær kveðja,

Kata Björg og Haffi Dan.  

 

 


Frá Kötu

Hæhæ.

Mamma bað mig um að setja nokkrar línur hérna inn til að leyfa ykkur að fylgjast með. 

Síðustu daga hefur henni versnað af verkjum og verið mjög ólík sjálfri sér.  Á miðvikudaginn var staðan orðin það slæm að við náðum að sannfæra hana um að fara upp á bráðarmóttöku. Við tók margra klukkustunda ferli eins og búast mátti við.  Einhverjar rannsóknir voru gerðar og var ákveðið að leggja hana inn á 11 E.  

Í dag sást á myndum gat á maganum sem er nálægt þar sem hún fékk gat síðast.  Miklir verkir fylgja þessu en sú unga stendur sig eins og hetja þarna niður frá.  Það fer vel um hana þarna en hún er í tvíbýli og fólkið á deildinni er afskaplega yndælt.

 Mun hún liggja einhverja daga inni og fara í frekari rannsóknir og hvílast.  

Vildi hún að ég kæmi því til skila að hún væri sko heldur betur ekki dauð úr öllum æðum og myndi birtast á skjánum innan tíðar! Tounge  Ef ég þekki hana rétt mun þessi sterka, yndislega kona koma hoppandi af deildinni! 

Jákvæðir straumar eru vel þegnir! =)

kærar kveðjur frá Ungverjalandinu,

Katrín Björg

 


Sei sei og jæja

Er fremur tuskuleg eftir daginn, lyfin og alles. Lyklaborðið frosið á tölvunni þannig að ég er óraíma að skrifa niður nokkrar línur. Ætla því rétt að hendi inn því helsta sem fram kom í dag.

Ekki hafa átt sér neinar stórvæginelgar breytingará fyrirferðaraukingunni, þess ber að geta að á svæðinu er nokkur bólga og bjúgur eftir geislanna sem taka sitt pláss. Sennilega hefur æxlið eitthvað minnkað sem þvi nemur. Það þykir því ekki óásættanlegur árangur eftir ekki lengri tíma sem liðinn er frá því að meðferð hófst.  Mínum doktor fannst full fljótt farið í að meta árangur, hefði viljað hinkrað eitthvað, heyrðist mér. Þetta svæði lítur sem sé vel út, engin merki um sjúkdóminn í vi.lunga þannig að þar er allt eins og vera ber.

Hins vear sá eithver kvikindi valsa fyrir framan lifrina, trúlega eitill. Skýringar á honum geta verið nokkrar þ.m.t sú að um afleiðingar á sprungna magasárinu og lífhimnubólguna síðan í ágútst sé að ræða. Það hefuír litla þýðingu að fabúlera um það, ekkert annað að gera en að kanna það beint með ástungu og sýnatöku, í saðdeyfingu, OJ!    Aðgerð sem mér hrís hugur við, bóksaflega hata nálar og sýnatökur ef ég þarf að vera vakandi á meðan á þeim stendur. Verð vonandi kölluð inn í þessa ástungu fljólega eftir helgi, illu bestu aflokið, þannig að það verði hægt að halda áfram þessari eitruðu meðferð áfram, fram að jólum, sýnist mér.W00t  Lifrin er alla vega hrein, segja spekingarnir.

Þarf svo sem ekki að kvarta, þoli meðferðina þokkalega ennþá.  Er lækkuð í blóðgildum, eðlilega, mætti vera hærri í blóði og þar með minna syfjuð prímadonna. Slepp alveg við blóðgjöf ennþá. Geislarnir hafa sett mark sitt á vélinda; finn þokkalega vel fyrir brjóstsviða þannig að ég varð að leggja sterana til hliðar en er staðráðin í að taka þá upp úr pakkningum aftur, tímanlega fyrir jólahreingerningarnar (haldið að það sé munur!). Fætur og kálfar eru eins og brúarstólpar af bjúgmyndun, kemst einungis í eina skó og þeir eru með hælum þannig að ég stunda engar gönguferðir af viti, a.m.k. utandyra. Sennilega valda bæði lyf og geislar því að húðin á mér springur og flagnar af hér og þar þannig að ég dett út í sárum, hingað og þanað. Finurgómarnir verða ekki síst fyrir barðinuá því þannig að þeir eru plástraðir svo é komit í tölvuna.  Önnur húðsvæði er erfiðara að eiga við, einkum á þeim svæðum þar sem mikill þrýsingur mæðir á. Draumfarirhafa verið með þeim hætti að það er efni eina bók að lýsa þeim en álagið á frúnni og annríki þvílíkt að engan skal undra þó þreyta og syfja hrjáir hana á daginn.W00t  Ég reikna með því að þessir fylgikvillar gangi allir eftir þegar meðferð lýkur.

Sem sé,í heildina voru fréttir dagsins ekki slæmar. Sei, sei, þær gátu verið verri. Ég hefði viljað sjá meira afgerandi árangur enda liggur mér á. Mörg önnur verkefni en þau er snerta veikindin beint, bíða mín, sum þeirra meira að segja erfiðari en veikindi +geislar + lyf samanlag.   Þau verkefni snúa að fjárhagslegum lífróðri, líkt og hjá mörgum og felast í erfiðum og stundum lítt tilgangslausum ,,samingaviðræðum"við skatta-og innheimtuyfirvöld sem og banka- og lánastofnanir. Ferðir frá Pontíusi til Pílatusar, að því er stundum virðist, auðmýkjandi og niðurlægjandi, að mínu mati. Kannski að sá róður verði léttari hjá ríkisreknu bönkuunm núna. 

 

 


Engar fréttir í dag

Lauk 22. geislatímanum í dag.  Meiningin var síðan að funda um stöðu mála og framhald.  Ekkert varð af fundi, doktorinn frestaði honum til morguns. Pestar geta bankað upp hjá þeim eins og hjá okkur hinum.   Mæti í mína vikulega lyfjagjöf á morgun og fæ þá vænatnlega einhverjar fréttir.  Ótrúleg vað maður getur brugðist illa við þegar fundum sem þessum var frestað.  Það er ekki svo að það sé hundraðí hættunni.  Engu að síður varð ég ekki of kát, eiginlega fúl þegar kollegi minn tilkynnti mér ,,mesufallið"og lét það  fylgja að þetta væri ekki mikið tiltökumál þegar hún varð vör við vonbrigðin mín.Vonbrigðin jukust alsvert einmitt þegar hún talaði niður til mín eins og krakka og vandaði um fyrir mér. Þau eiginlega stigmögnuðust. Ég var jú búin að niðurrnjörva þennan dag, viðbúin öllu og mínir nánustu ekki síður spenntir en ég. Ég tók hins vegar þá afar sknsömu ákvörðun að þræta ekki þennan þreytta kollega mínn og kvaddi.  Mín bíða þá  fréttir á morgun, vænti ég.  Leyfði mér að bruðla og keypti mér fallegan blómvönd á heimleiðnni.  Komst í gott skap og er bara hress.

Pestarskömmin er smátt og smátt að láta undan, er betri en á eitthvað í land.  Hef verið að rembast og paufast við verkefnavinnu en hefur sóst verkið seinlega, sjaldan haft jafn mikið fyrir einu verkefni.  Sé þó fyrir endan á því og þeim verkefnum sem ég þarf að skila fyrir jól, fer fækkandi.  Ætlað að dunda mér í jólaundibúning í fyrsta skiptið í mörg ár.  Hef hingað til verið að drukkna í vinnu og námi á þesum árstíma þannig að nú bíð ég spennt og hlakkar til.

Það þarf ekki mikið meira en að fylgjast með fréttum til að verða þungur og vilja breiða upp fyrir haus þessa dagana. Ráðamenn þjóðarinnar benda hver á annan þegar kemur að ábyrgð á efnahagsmálum þjóðarinnar.  Síifellt berast fleiri vísbendingar þess efnis að þeim hafi verið kunnugt um alvarlega stöðu bankanna en þagað yfir henni sem og eigi hlutdeild að málum. Þau viðbrögð ein og sér eru næg til að svipta ráðamönnum öllum trúverðugleika, svo bætast þær staðreyndir sem nú blasa við og enn eru ekki öll kurlkomin til grafar. Þetta á eftir að versna enn, trúi ég.  Er nokkuð  brugðið við afsögn Guðna, átta mig ekki alveg á stöðunni. Ólíkt honum að gefast upp og hverfa af vettvangi þannig að eitthvað meira en lítið býr þar að baki. Er ekki tilbúin til að taka afstöðu til þessa máls að svo stöddu.

Í stuttu máli var þessi dagur hálfgerður fýludagur setm úr rættist þegar á leið. Nýr dagur á morgun sem vonandi færir okkur einhverjar fréttir um gang mála.  Biðin er alltaf verst í þessu veikindaferli en ég breyti harla litlu með því að fara í fýlu. Er ekki Æðruleysisbænin kjörin yfirlestrar þegar reynir á þolrifin??


Pestarfár

Ekki varð af lyfjagjöf í gær, búin að vera með eitthvert pestarfár síðustu dagana. Hiti, hósti, beinverkir og hor.  Þótti ekki vænlegt að bæla ónæmiskerfið meira niður við þessar aðstæður þannig að við tókum þá ákvörðurn fresta  lyfjameðferðinni en ég fór í geislana.  Er fegin þeirri ákvörðun enda farið versnandi af pestarskömminni. Hefði sennilega orðið illa úti á næstu dögum ef ég hefði farið í lyfjagjöfina.  Mikilvægara er að halda áfram með geislana, aukaverkanir þeirra heldur minni.  Bryð núna Augmentin til að koma heilsunni í beri farveg og verð klár í slaginn eftir viku!

Ég áttaði mig á því í dag að tímabært væri að gera eitthvað í næringamálum. Lystin betri en oft áður en brjótsviði og óþægindi frá maga skemma fyrir mér. Gamalkunnug einkenni.  Næ ekki að borða nóg.  Missti nefnilega  buxurnar niður um mig í búðinni og á ég þá við í bókstaflegri merkingu!  Þessar buxur voru orðnar víðar fyrir mánuði en ekkixzXx svo að þær hengu uppi á sínum stað. Ég græddi verðskuldaða athygli við þessa uppákomu, fólk rak upp hlátur; hvernig má annað vera? Það er ekki á hverjum degi sem kona, á besta aldri ,,flashar" fyrir samferðarfólk sitt.  W00t  Ég komst ekki hjá því að sjá samúð skína úr augum aumra, einkum meðal eldra fólksins. Ég gat ekki annað en hlegið sjálf, þó maður eigi ekki að hlægja af eign ,,bröndurum". Þessi uppákoma var einfaldlega fyndin. Ég er alltaf að uppgötva nýja ,,hælfileika" hjá mér!

Ég er hins vegar ekki jafn glöð út af þyngdartapinu sem heldur áfram.  Rassinn er einfaldlega horfinn og ég vil fá implant, svo mikið er lýtið, að mínu mati.  Það sama á við önnur líkamssvæði, s.s. brjóst og upphanleggi o.s.frv.  Það væri gaman að láta reyna á slíkar umsóknir hjá TR sem samþykkir sem betur fer ýmsar slíkar umsóknir vegna breyttrar líkamsmyndar og lýtis.

Sneiðmndatakan er í fyrramálið k.08 og fékk ég leyfi til að mæta í geislana strax eftir til að ég þurfi ekki að fara tvisvar niður eftir þann daginn.  Síðan styttist í niðustöður. Þetta er allt að koma.....Vona að pestin stoppi ekki geislameðferðina í dag sem verður 20. skotið.

Best að húrra sig í holu, farin að vera eins og Össur sem bloggar allar næturShocking


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband